Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.7.2012

38. fundur framkvæmda- og veitustjórnar.

38. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 25. júlí 2012  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 07:00

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður V-lista,
Guðjón Guðmundsson. varamaður D-lista,

 

Dagskrá:

 

1.

1207081 - Rennsli hitaveitu að Vestri Grund

 

Lagt fram erindi frá íbúum frá Vestri-Grund um ónógan hita á vatni. Tækni- og veitustjóra falið að finna lausn í samráði við íbúa.

 

   

2.

1202273 - Umhverfisverkefni sumarið 2012

 

Marta María, umsjónarmaður umhverfismála, kom inn á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi snyrtingu og umhirðu í sveitarfélaginu. Ákveðið að funda í haust um fyrirkomulag verkefna og störf vinnuskóla sveitarfélagsins til framtíðar.

 

   

3.

0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar

 

Formaður stjórnar og umsjónarmaður fasteigna lögðu fram tillögu að lokafrágangi Björgunarmiðstöðvar. Unnið verður áfram að málinu í samráði við leigutaka.

 

   

4.

1207084 - Barnaskólinn á Eyrarbakka, viðhaldsverkefni 2012

 

Umsjónarmaður fasteigna kynnti frumtillögur að frágangi lóðar framan við útikennslustofur.

 

   

5.

1207083 - Fjárfestingaráætlun 2013

 

Umræður um vinnu við fjárfestingaráætlun 2013. Hugmyndir ræddar, ákveðið að hefja vinnu við fjárfestingaráætlun í lok ágúst.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:26 

Gunnar Egilsson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Jón Tryggvi Guðmundsson

 

Andrés Rúnar Ingason

Guðjón Guðmundsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica