Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.3.2017

38. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

38. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 22. mars 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  Helgi Haraldsson boðaði forföll Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1605337 - Borun á ÞK-18
  Farið yfir stöðu á borun ÞK-18. Borun er lokið og er botndýpi holunnar 1565 m. Unnið er að hreinsun og mælingu á holunni.
     
2.   1703139 - Hreinsunarátak í Árborg 2017
  Stjórnin ákveður að hefðbundið hreinsunarátak í Árborg verði daganna 8.-13. maí nk. Stjórnin beinir þeim tilmælum til íbúa að virða umgengnisreglur varðandi flokkun sem til er ætlast.
     
3.   1703138 - Styrkumsókn til Vegagerðarinnar vegna uppbyggingar á hjólreiða- og göngustígum í Svf. Árborg
  Kynntar voru hugmyndir að uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í sveitarfélaginu.
     
4.   1703140 - Meðhöndlun seyru úr rotþróm -kynning á samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóa
  Framkvæmda- og veitustjóri upplýsti um skoðunarferð á Flúðir varðandi meðhöndlun seyru úr rotþróm. Stjórnin tekur vel í samstarf í þessum efnum.
     
5.   1703141 - Lionsklúbbur Selfoss og Lionsklúbburinn Embla, erindi vegna aldarafmælis Lions
  Kynntar voru hugmyndir Lionsklúbbs Selfoss og Emblu vegna gjafa á hundrað ára afmæli samtakanna. Stjórnin samþykkir að leggja til svæði við Ölfusá.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
                     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica