8.3.2018
38. fundur íþrótta- og menningarnefndar
38. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 28. febrúar 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 05:30.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1612036 - Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar |
|
Unnið áfram með drög að íþrótta- og frístundastefnu sveitarfélagsins. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram að verkefninu og fá umsagnir og tillögur fagaðila. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1802165 - Styrkbeiðni - HM svæði á Selfossi |
|
Lögð fram styrkbeiðni frá Kaffi Selfoss og fleiri fyrirtækjum um uppsetningu HM - þorps í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu sumarið 2018. Nefndarmönnum líst vel á hugmyndina og leggur til við bæjarráð að sveitarfélagið sé jákvætt fyrir því að koma að verkefninu með því að aðstoða við ákveðin verkefni tengd uppsetningu og kynningu HM - þorpsins en ekki með beinum fjárstyrk. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
3. |
1802193 - Vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2018 |
|
Lagt fram til kynningar. Nefndin hvetur áhugasama til að sækja um fyrir 13. mars nk. |
|
|
|
4. |
1802058 - Ungt fólk og lýðræði 2018 |
|
Lagt fram til kynningar. Fram kom að ráðstefnan er haldin 21.-23. mars á hótel Borealis, Efri- Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fulltrúar frá Sv. Árborg hafa sótt ráðstefnurnar undanfarin ár og munu gera það áfram. |
|
|
|
5. |
1802199 - Árskýrslur Körfuknattleiksfélags FSu |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:45
Kjartan Björnsson |
|
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
|
Estelle Burgel |
Bragi Bjarnason |
|
|