Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.4.2012

31. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


31. fundur
framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2012  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.

 

Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista.

 Dagskrá: 

1.

1202372 - Flutningur á trjám úr Hellisskógi inn í Árborg

 

Erindi Skógræktarfélags Selfoss lagt fram. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og felur formanni og tækni- og veitustjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi.

 

   

2.

1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012

 

Fundargerð hverfisráðs Selfoss.

Liður 2. Verklagsreglur vegna snjómoksturs. Stjórnin þakkar ábendingarnar og mun taka tillit til þeirra við endurskoðun verklagsreglna vegna snjómoksturs fyrir næsta vetur.

Liður 5. Matjurtagarður á Selfossi. Stjórninni líst vel á hugmyndir hverfisráðs um matjurtagarð á Selfossi. Unnið er að undirbúningi matjurtagarðs á Selfossi í samvinnu við Auði Ottesen og Garðyrkjufélag Íslands.

Liður 8. Merkingar 30 km hverfi. Stefnt er að því að yfirborðsmerkja 30 km hámarkshraða á völdum svæðum í sumar.

 

   

3.

1201128 - Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og eignarhald

 

Tækni- og veitustjóri kynnti erindi frá Rarik. Rarik og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna nú að gerð rammasamnings vegna hugsanlegrar yfirtöku sveitarfélaga á viðhaldi götulýsingar innan dreifisvæði Rariks. Dreifisvæði Rariks innan Árborgar nær til hluta dreifbýlis sveitarfélagsins.

 

   

4.

1201135 - ÞK – 17, borun eftir heitu vatni

 

Tækni- og veitustjóri kynnti stöðu verksins. Verkið er á áætlun. Þegar er búið að bora 692 m, stefnt er að því að fara niður á 1100 m dýpi. Verklok eru áætluð um miðjan apríl.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
 
 

Elfa Dögg Þórðardóttir

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Tómas Ellert Tómasson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Jón Tryggvi Guðmundsson

 

Andrés Rúnar Ingason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica