31. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
31. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista.
Dagskrá:
1. |
1202372 - Flutningur á trjám úr Hellisskógi inn í Árborg |
|
Erindi Skógræktarfélags Selfoss lagt fram. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og felur formanni og tækni- og veitustjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi. |
||
|
||
2. |
1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012 |
|
Fundargerð hverfisráðs Selfoss. Liður 2. Verklagsreglur vegna snjómoksturs. Stjórnin þakkar ábendingarnar og mun taka tillit til þeirra við endurskoðun verklagsreglna vegna snjómoksturs fyrir næsta vetur. Liður 5. Matjurtagarður á Selfossi. Stjórninni líst vel á hugmyndir hverfisráðs um matjurtagarð á Selfossi. Unnið er að undirbúningi matjurtagarðs á Selfossi í samvinnu við Auði Ottesen og Garðyrkjufélag Íslands. Liður 8. Merkingar 30 km hverfi. Stefnt er að því að yfirborðsmerkja 30 km hámarkshraða á völdum svæðum í sumar. |
||
|
||
3. |
1201128 - Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og eignarhald |
|
Tækni- og veitustjóri kynnti erindi frá Rarik. Rarik og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna nú að gerð rammasamnings vegna hugsanlegrar yfirtöku sveitarfélaga á viðhaldi götulýsingar innan dreifisvæði Rariks. Dreifisvæði Rariks innan Árborgar nær til hluta dreifbýlis sveitarfélagsins. |
||
|
||
4. |
1201135 - ÞK – 17, borun eftir heitu vatni |
|
Tækni- og veitustjóri kynnti stöðu verksins. Verkið er á áætlun. Þegar er búið að bora 692 m, stefnt er að því að fara niður á 1100 m dýpi. Verklok eru áætluð um miðjan apríl. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
Elfa Dögg Þórðardóttir |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
Andrés Rúnar Ingason |