39. fundur bæjarráðs
39. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 12.04.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
1. Fundargerðir til staðfestingar:
|
0701013 |
frá 21.03.07 |
|
|
b. |
0701117 |
frá 28.03.07 |
1a) -liður 5, bæjarráð samþykkir að fela Fjölskyldumiðstöð að skoða möguleika á auknum stuðningi sveitarfélagsins við heilsueflandi starfsemi fyrir aldraða í samráði við félög aldraðra og þá sem málið varðar. Tillaga liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.
1b) -liður 2, bæjarráð lýsir ánægju með það öfluga menningarstarf sem fram fer í sveitarfélaginu og endurspeglast í úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2007.
-liður 4, bæjarráð tekur undir bókun nefndarinnar vegna hátíðarinnar "Vorskipið kemur! á Eyrarbakka og Stokkseyri".
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
|
0702070 |
frá 26.03.07 |
|
|
b. |
0702012 |
frá 28.03.07 |
|
c. |
0703186 |
frá 26.08.06 |
Lagðar fram.
3. 0703029
Greinargerð frá framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar um verð á aðkeyptum mat. -
Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar.
4. 0703176
Beiðni Skógræktarfélags Selfoss um endurskoðun á samstarfssamningi um Hellisskóg -
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við formann Skógræktarfélagsins um endurskoðun samningsins og leggja fram tillögu að endurnýjun.
5. 01060030
Samþykkt Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða um greiðslu málskostnaðar vegna óbyggðamála -
Bæjarráð samþykkir beiðni afréttarmálafélagsins um að greiddar verði kr. 348.205, sem skiptist á fjögur ár, vegna útlagðs málskostnaðar vegna óbyggðamála. Fyrstu greiðslunni, kr. 87.051 er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
6. 0608007
Erindi sumarhúsaeigenda vegna sjóvarnargarðs á Stokkseyri, þar sem leitað er stuðnings sveitarfélagsins við að farið verði að tiltekinni tillögu Siglingastofnunar um legu garðsins. -
Bæjarráð felur bæjarritara að kalla eftir áliti Siglingastofnunar og Viðlagatryggingar Íslands. Bæjarráð felur umhverfisnefnd að veita umsögn um erindið og framkvæmda- og veitustjórn að leggja fyrir bæjarráð tillögu um afgreiðslu málsins.
7. 0704036
Trúnaðarmál -
Skráð í trúnaðarbók.
8. 0704038
Tillaga um flutning sérdeildar í nýtt húsnæði í Sunnulækjarskóla -
Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur verkefnisstjóra fræðslumála að vinna áfram að málinu.
Bæjarfulltrúi D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Það er ánægjulegt að sérdeildin fari í húsnæði sniðið að þörfum hennar. Ég minni þó á nauðsyn þess að stíga varlega til jarðar þar sem ýmsir endar varðandi flutninginn eru óhnýttir.
9. 0604069
Samkomulag við eigendur deiliskipulagðs lands, Gráhellu. -
Bæjarráð staðfestir samninginn samhljóða.
Bæjarfulltrúi D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Ég samþykki fyrirliggjandi samning en geri eftirfarandi athugasemdir: Þann 12. júlí 2006 var samþykkt í framkvæmda- og veitustjórn að formaður og varaformaður framkvæmda- og veitustjórnar og framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs færu í samningaviðræður vegna samninga við land- og lóðareigendur um uppbyggingu íbúðasvæða. Á fundi nefndarinnar 8. mars sl. spurði undirrituð um gang viðræðna við landeigendur og fékk það svar að þær væru í gangi. Nú liggur loks fyrsti samningurinn fyrir undirritaður en hefur aldrei komið til umfjöllunar í framkvæmda- og veitustjórn eins og eðlilegt hefði verið. Hljóta það að teljast einkennileg vinnubrögð - ekki síst fyrir þær sakir að ekki var haldinn fundur í framkvæmda- og veitustjórn síðasta miðvikudag í mars eins og venja er þar sem “engin brýn úrlausnarefni bíða afgreiðslu stjórnar og þykir því ekki ástæða til að halda fund” eins og segir í tölvupósti frá framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs. Vænti ég þess að framvegis sjái formenn fagnefnda sveitarfélagsins til þess að þær rækti betur þau verkefni sem þeim er ætlað og þær fái til umfjöllunar þau mál sem þeim tilheyra.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa B- og V-lista:
Undirbúningsvinna vegna þessa samnings var unnin af formanni og varaformanni framkvæmda- og veitustjórnar og framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs, ásamt bæjarritara og bæjarlögmanni. Lokafrágangur samnings var í höndum bæjarritara, bæjarlögmanns og framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs í samráði við bæjarstjóra. Eðlilegt er að samningurinn sé nú til staðfestingar í bæjarráði.
10. 0704021
Beiðni Skotíþróttafélags Suðurlands um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu skotíþróttasvæðis. -
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til vinnuhóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
11. 0704039
Tillaga um byggingu 2. áfanga Leirkeldu -
Lögð er fram svohljóðandi tillaga:
Greining á þörf fyrir leikskólapláss í Sveitarfélaginu Árborg hefur leitt í ljós að nauðsynlegt er að taka í notkun fjórar leikskóladeildir haustið 2008. Samið hefur verið við Tindaborgir um að hanna sex deilda leikskóla við Leirkeldu og byggja fyrsta áfanga, þrjár deildir, verkskil eru 1. desember 2007.
Í tilefni af framangreindri þarfagreiningu felur bæjarráð framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita samninga við Tindaborgir um að framangreindum verkskilum verði frestað og verði miðað við að starfsemi geti hafist í leikskólanum 5. ágúst 2008, og að greiðslur vegna framkvæmdarinnar falli að mestu á árið 2008.
Jafnframt er framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs falið að leita samninga við Tindaborgir um byggingu síðari áfanga leikskólans og að verkskil hvað varðar eina leikskóladeild verði þau sömu og að framan greinir, (starfsemi geti hafist 5. ágúst 2008), en í febrúar 2009 hvað varðar tvær leikskóladeildir.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins um eina viku.
12. 0612020
Breyting á skipan fulltrúa V-lista í vinnuhópa á vegum bæjarráðs - -varamaður í starfshópi um nánari útfærslu verðlaunatillögu um miðbæjarskipulag.
-aðalmaður í starfshópi um málefni sérdeildar.
Lagt er til að varamaður í starfshópi um nánari útfærslu verðlaunatillögu um miðbæjarskipulag verði Þorsteinn Ólafsson.
Aðalmaður í starfshópi um málefni sérdeildar verði Jón Hjartarson.
Samþykkt samhljóða.
13. 0701150
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um samstarf sveitarfélagsins við 2BCompany um hátíðina Árborg 2007 -
Á 38. fundi bæjarráðs lagði bæjarfulltrúi D-lista fram eftirfarandi fyrirspurn:
Samstarf Árborgar við 2B Company um stórhátíðina Árborg 2007
Á heimasíðu á vegum 2B Company, öðrum vefsíðum og í dreifiritum auglýsir fyrirtækið 2B Company stórsýninguna Árborg 2007. Þar kemur fram að fyrirtækið sé í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og að hátíðin fari fram í og við íþróttahúsið við Sólvelli.
Hvaða viðræður eru í gangi við 2B Company? Hefur samstarfssamningur eða viljayfirlýsing við 2B Company verið gerð? Hafa þeir fengið vilyrði fyrir notkun íþróttahússins?
Svar meirihluta bæjarráðs:
Á bæjarráðsfundi þann 1. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað vegna beiðni 2B Company ehf um samstarf við Sveitarfélagið Árborg:
”Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.”
Síðan þá hefur bæjarstjóri unnið að málinu ásamt bæjarritara og framkvæmdastjóra Fjármála – og stjórnsýslusviðs. Undirritaður hefur verið samningur við fyrirtækið um afnot af íþróttahúsi Vallaskóla helgina 8.-10. júní n.k., sambærilegur þeim samningi sem gerður hefur verið undanfarin ár vegna Selfossþorrablóts. Gerður hefur verið samningur um samstarf Sveitarfélagsins við 2BCompany vegna sýningarinnar, verður hann lagður fram til afgreiðslu í bæjarráði í næstu viku. Meirihluti bæjarráðs fagnar framtaki fyrirtækisins 2BCompany og væntir góðs af frekara samstarfi vegna sýningarinnar sem án efa mun vekja mikla athygli og verða góð kynning á þeim fyrirtækjum sem starfrækt eru í sveitarfélaginu.
14. 0408077
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um framkvæmdir við Selfossflugvöll -
Á 38. fundi bæjarráðs lagði bæjarfulltrúi D-lista fram eftirfarandi fyrirspurn:
Framkvæmdir við Selfossflugvöll
Á 35. fundi bæjarráðs þann 8.3 var samþykkt að bæjarstjóri aflaði frekari gagna fyrir bæjarráð vegna framkvæmda við Flugvöll Selfoss. Á 14. bæjarstjórnarfundi 14. mars var samþykkt að boða til fundar starfshóps um framtíð Selfossflugvallar og Flugklúbbs Selfoss þegar gögnin lægju fyrir.
Hvað líður gagnaöflun? Hvaða framkvæmdir er um að ræða? Hver gaf framkvæmdaleyfi?
Svar meirihluta bæjarráðs:
Gagnaöflun hefur leitt eftirfarandi í ljós: RFS sóttu á sínum tíma um svæði í Eyði Sandvík undir rör og borstangir vegna jarðborana fyrirtækisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að ræða við umsækjanda og afla frekari upplýsinga. Við nánari skoðun málsins kom í ljós að svæðið sem sótt var um var ekki talið heppilegt enda byggð nálæg. RFS var í framhaldi af þessu veitt heimild til að fara inn á svæði við flugvöllinn, í nágrenni svæðis þar sem fráveitumannvirki koma á næstunni, beint ofan lagnasvæðis fyrir fráveituræsi Selfoss sem liggur þarna. Þess var sérstaklega gætt að ekki væri farið inn á svæði sem merkt er sem athafnasvæði flugvallar og eins var þess gætt að virða allar öryggisfjarlægðir vegna flugs með samráði við flugmálayfirvöld. Auk þess er umrætt land á flóðasvæði og því ekki séð að nýting þess sé möguleg fyrir starfsemi sem útheimtir byggingar. Að þessu gefnu var heimilað að fyrirtækið færi inn á svæðið tímabundið.
Fulltrúi Flugklúbbs Selfoss hefur nýverið komið á fund bæjarstjóra þar sem farið var yfir áform klúbbsins. Á næstu dögum verður starfshópur um framtíð flugvallarins boðaður til fundar en honum hefur m.a. verið falið að funda með fulltrúum frá Flugklúbbnum. Meirihluti B, S og V lista vill tryggja framtíð flugvallarins á Selfossi á núverandi svæði og mun vinna að því í starfshópi um framtíð flugvallarins.
15. 00100050
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um stækkun núverandi kirkjugarðs á Selfossi -
Á 38. fundi bæjarráðs lagði bæjarfulltrúi D-lista fram eftirfarandi:
Stækkun núverandi kirkjugarðs á Selfossi
Í tíð fyrrverandi bæjarstjórnar B- og S-lista var ákveðið að stækkun kirkjugarðs á Selfossi yrði utan ár. Fyrrverandi meirihluti B- og D-lista vildi stækka núverandi kirkjugarð hérna megin ár og áttu í viðræðum við eigendur landsvæðis sem liggur að kirkjugarðinum. Nú er opinbert að safnaðarnefnd hefur fengið vilyrði fyrir þessari stækkun kirkjugarðsins - er það fagnaðarefni.
Hefur verið gengið frá samkomulagi við eigendur lands norðan núverandi kirkjugarðs? Hvenær fóru síðast fram viðræður við eigendur landsins? Hver leiðir viðræðurnar fyrir hönd Árborgar? Hver eru næstu skref?
Svar meirihluta bæjarráðs:
Ekki hefur verið gengið frá samkomulagi við eigendur lands norðan núverandi kirkjugarðs. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald málsins en ljóst er að niðurstaða þarf að liggja fyrir mjög fljótlega. Bæjarstjóri leiðir viðræður eins og aðrar viðræður fyrir hönd sveitarfélagsins.
16. 0703155
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um fund Primordia ráðgjafar um háskólanám á Suðurlandi -
Á 38. fundi bæjarráðs lagði bæjarfulltrúi D-lista fram eftirfarandi:
Fundur Primordia ráðgjafar í Árborg um háskólanám á Suðurlandi
Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista:
Hvenær komu fulltrúar Primordia til fundar í Árborg um háskólanám á Suðurlandi? Hverjir voru fulltrúar Árborgar í viðræðunum? Hvað kom fram á fundinum?
Svar meirihluta bæjarráðs:
Fulltrúar Primordia komu til fundar í Árborg þann 7. febrúar s.l. Fundinn sátu fyrir hönd sveitarfélagsins formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri. Á fundinum kynntu fulltrúar Primordia áform um uppbyggingu háskólanáms á Suðurlandi og ræddir voru fjölbreyttir möguleikar til uppbyggingar háskólanáms á svæðinu.
17. Erindi til kynningar:
a) 0704019
Ársskýrsla Hitaveitu Suðurnesja hf 2006 -
Skýrslan liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra.
b) 0704018
Ársskýrsla HSK 2006 -
Skýrslan liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20.
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ásta Stefánsdóttir