Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.11.2008

39. fundur bæjarstjórnar

39. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 12. nóvember 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson, B listi,
Helgi S. Haraldsson, B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D listi,
Snorri Finnlaugsson, D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir, ritari, sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um samstarf meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Árborgar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Var það samþykkt samhljóða.

Einnig leitaði forseti bæjarstjórnar afbrigða að taka á dagskrá áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að víkja ekki frá áætlunum um framkvæmdir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til kynningar:

•1.  a) 111. fundur bæjarráðs 0801020                          frá 7.okt. 2008

 

•2.  
a) 0801047
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                    frá  1.okt. 2008

b) 112. fundur bæjarráðs 0801020                               frá   9.okt. 2008

 

3.  
a) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                  frá  9. okt. 2008

     
b) 0801026
Fundargerð skólanefndar grunnskóla                            frá  9. okt. 2008

     
c) 0801044
Fundargerð umhverfisnefndar                                      frá   9.okt. 2008

d) 113.fundur bæjarráðs 0801020                                frá   16. okt. 2008

•3.     
a) 0801042
Fundargerð leikskólanefndar                                       frá 15. okt. 2008

b) 0801034
Fundargerð félagsmálanefndar                                    frá  13.okt. 2008

c) 114.fundur bæjarráðs 0801020                                frá  23.okt. 2008

•4.     
a) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                  frá  23.okt. 2008

b) 115.fundur bæjarráðs 0801020                                frá  30.okt. 2008

•5.     
a) 0801114
Fundargerð atvinnuþróunarnefndar                               frá  27.okt. 2008

b) 0801047
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                    frá  29.okt. 2008

c) 0801039
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar                     frá  30.okt. 2008

d) 116.fundur bæjarráðs 0801020                                frá   6. nóv. 2008

3c) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls undir fundargerð bæjarráðs frá 23.okt. 2008, 6.lið um stöðu efnahagsmála, áhrif á fjármál og rekstur.

5d) Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista tók til máls undir fundargerð bæjarráðs frá 6.nóv. 2008, 5 lið um fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands og lagði fram svohljóðandi bókun:

Eins og sjá má í fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu Suðurlands fyrir árið 2009 skýrist hækkun rekstrarkostnaðar langmest af kostnaði við rekstur bíla Skólaskrifstofunnar og vega þar þungt rekstrarleiga og hækkun eldsneytis. Rekstrarleigan hefur hækkað um u.þ.b. 40% á ársgrundvelli og eldsneyti hefur hækkað um u.þ.b. 80% á ársgrundvelli. Bílarnir eru mikilvægir fyrir skrifstofuna þar sem hún þjónar allflestum grunnskólum á öllu Suðurlandi, til sjávar og sveita.

Í ljósi efnahagsástands og afkomu bæjarsjóðs er vissulega markmið að halda rekstrarkostnaði í lágmarki og má þar víða leita leiða, eins og t.d. í útboði á tölvuþjónustu - en kostnaður hefur þar hækkað mikið. Heimild er fyrir því í samþykktum Skólaskrifstofunnar en erfitt er um vik vegna samreksturs við önnur byggðasamlög og yfirstjórn SASS.

Ítrekað er að á komandi ári sé aðhaldi beitt við rekstur byggðasamlaga sem og sveitarfélags án þess þó að lögbundin og samþykkt markmið og þjónusta skerðist.                                                      

                        Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

•II.    Önnur mál 

a)   0810126
Yfirlýsing um samstarf í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2009

Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi yfirlýsingu.

Það alvarlega ástand sem nú er í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar hefur bein áhrif á rekstrarhorfur sveitarfélaga í landinu og er Sveitarfélagið Árborg þar ekki undanskilið.  Þessi staða krefst þess að sveitarstjórnafólk hvar í flokki sem það stendur snúi bökum saman við að leiða sveitarfélög sín í gegnum þá erfiðleika sem við blasa. Fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Árborgar samþykkja að við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2009 muni oddvitar flokkanna fjögurra mynda samstarfshóp sem hafi það hlutverk að vinna frumvarp að sameiginlegri fjárhagsáætlun meirihluta og minnihluta fyrir árið 2009.

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.                              

b) 0809114
Skýrsla  rannsóknanefndar umferðaslysa um alvarleg umferðaslys á Suðurlandsvegi

Forseti lagði fram svohljóðandi bókun:     

Í skýrslu rannsóknanefnda umferðarslysa segir m.a. á bls. 10:

 "Rannsóknarnefnd umferðaslysa beinir því til stjórnvalda að leita allra mögulegra leiða til að auka öryggi vegfarenda um Suðurlandsveg. Mikilvægt er að brugðist sé við hratt og markvist því fjöldi slysa og alvarleiki þeirra er slíkur að ekki verður við unað. Á veginum hefur fjöldi saklausra vegfarenda lent í mjög alvarlegum slysum (...) Því er það mat nefndarinnar að aðgreina skuli akstursstefnur á Suðurlandsvegi sem allra fyrst til að vernda vegfarendur fyrir því að lenda í harðri framanákeyrslu".

Bæjarstjórn Árborgar lýsir yfir þungum áhyggjum af ástandi mála á Suðurlandsvegi og ítrekar áskorun til ríkisvaldsins um að framkvæmdum við tvöföldun vegarins austur fyrir Selfoss verði flýtt.  Þetta er þjóðhagslega arðbær fjárfesting sem auka mun öryggi þeirra sem um veginn fara og mannslíf verða ekki metin til fjár.  Framkvæmdin krefst mikils mannafla sem mun hafa gríðarlega mikil og jákvæð áhrif á atvinnulífið á suðvesturhorni landsins á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. 

Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með samgönguráðherra, fulltrúum Vegagerðar ríkisins, rannsóknarnefndar umferðarslysa, fulltrúum bæjarstjórna Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss, og fulltrúum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga til að fara yfir málefni  Suðurlandsvegar.  Bæjarstjóra er falið að boða til fundarins.

Eyþór Arnalds, D-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Þorvaldur Guðmundsson B-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Gert var fundarhlé

c) 0805143
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008

Bæjarstjóri fylgdi endurskoðaðri fjárhagsáætlun úr hlaði með eftirfarandi greinagerð:  

Rekstur málaflokka í samræmi við áætlanir en veruleg frávik í fjármunagjöldum.

Hér er lögð fram endurskoðun á ákveðnum liðum fjárhagsáætlunar Árborgar fyrir árið 2008 í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs þann 11. september s.l..  Um er að ræða breytingar á fjármunatekjum, fjármunagjöldum, rekstri málaflokka 09 (skipulags- og byggingamál) og 10 (umferðar- og samgöngumál) auk þess sem samþykktir bæjarráðs af liðnum óráðstafað eru færðar á viðeigandi deildir. Ekki þótti ástæða til endurskoðunar á öðrum málaflokkum þar sem rekstur þeirra er innan áætlana. Þá eru gerðar breytingar á fjárfestingaáætlun.  

Aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst verulega frá því fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 var afgreidd í desember 2007. Verðbólga er nú um 14.5 %, gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur verið óhagstætt og mikil óvissa er um þróun mála á næstu mánuðum. 

Þrátt fyrir það er nú í endurskoðaðri áætlun gert ráð fyrir tekjuaukningu um 42 m.kr. og munar þar mestu um 33 m.kr. hækkun útsvars.  Heildartekjur samstæðu A og B hluta eru því áætlaðar 4.071 m.kr. og rekstrargjöld án afskrifta um 3.480 m.kr.  Veltufé frá rekstri er nú áætlað 459 m.kr..

Fjármunagjöld vegna langtímalána ( vextir, verðbætur og gengistap) hafa hækkað á síðustu mánuðum og veldur því að áætluð jákvæð rekstrarniðurstaða upp á 66 m.kr. er nú áætluð neikvæð upp á 862 m.kr.. 

Breyting á áætlun nemur því 928 m.kr. og skýrist fyrst og fremst af auknum fjármagnskostnaði sem nemur 804 m.kr., lægri tekjum af sölu lands og byggingarréttar en áætlað var sem nemur rúmri 181 m.kr. og hækkun kostnaðar vegna snjómoksturs sem nemur tæpum 49 m.kr.. 

Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði lakari um 928 m.kr. er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri lækki um 143 m.kr.

Fjárfestingar ársins 2008 voru í upphafi áætlaðar fyrir 1.686 m.kr.en nú er gert ráð fyrir lækkun sem nemur 287 m.kr.  Lækkun A hluta nemur 140 m.kr. og í B hluta 146 m.kr. 

Í endurskoðaðri áætlun 2008 eru lántökur áætlaðar 1.260 m.kr. í stað 1.033 m.kr. í upphaflegri áætlun.  Í upphaflegri áætlun 2008 var gert ráð fyrir að lántökuheimildir ársins 2007 hafi verið fullnýttar eða 1.410 m.kr. en lántökur þess árs urðu 792 m.kr. lægri en áætlað var. Samanlögð lántaka vegna framkvæmda áranna 2007 og 2008 nemur því 1.878 m.kr. en var í upphafi áætluð 2.443 m.kr..

Rekstur málaflokka er í samræmi við áætlanir ef frá eru talin þau atriði sem nefnd voru hér að framan, lægri tekjur en áætlaðar voru vegna sölu lands og byggingarréttar og hækkun kostnaðar vegna snjómoksturs s.l. vetur. Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hafa sýnt ábyrgð og ráðdeild í rekstri málaflokka og tekist að halda honum í samræmi við áætlanir á þeim miklu álagstímum sem verið hafa á árinu. Náttúruhamfarir s.l. vor, og nú hamfarir af mannavöldum á fjármálamörkuðum sem hafa munu í för með sér ómæld og langvarandi áhrif og efnahagslíf þjóðarinnar.  Aðhald í rekstri hefur verið stóraukið síðustu vikur vegna mikillar óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar og þeirra áhrifa sem það hefur, og á eftir að hafa, á rekstur sveitarfélagsins. Þá hefur verið dregið úr framkvæmdum frá því sem áætlað var í upphafi ársins.

Alvarleg staða á fjármálamörkuðum hefur veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins eins og ég hef farið yfir hér að framan.  Vakin er athygli á því að þegar jafnvægi verður komið á gengi íslensku krónunnar mun gengistap skila sér til baka inn í rekstur sveitarfélagsins.  Ég vil að lokum fyrir hönd bæjarstjórnar Árborgar færa starfsmönnum sveitarfélagins þakkir fyrir gott starf á erfiðum tímum.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri

Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

Endurskoðuð fjárhagsáætlun var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

Eyþór Arnalds, D-lista gerði grein fyrir atkvæðum D-lista.

Uppfærð fjárhagsáætlun vegna yfirstandandi árs sýnir grafalvarlega stöðu í fjármálum sveitarfélagsins. Frávik frá fyrri áætlun er allverulegt eða ríflega níu hundrað milljónir af fjórum milljörðum af tekjum ársins eða 22,5% frávik sem verður að teljast uggvænlega hátt hlutfall. Eigið fé samstæðureiknings minnkar um þriðjung og fer úr 3.469 milljónum í 2.570 milljónir. Þá aukast skuldir úr 5.987 milljónum í 7.637 milljónir króna á einu ár. Þar með lækkar eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins Árborgar úr 37% í 25% sem verður að teljast þungt veganesti inn í óvissutíma. Efnahagshorfur í landinu eru dökkar en veruleg frávik voru ekki síður á fyrri hluta ársins en þeim síðari eða um helming fráviks áður en bankakreppan skall á rekstur sveitarfélagsins var því ekki í nógu góðu horfi burt séð frá ytri aðstæðum. Af þessum sökum er brýnt að allir bæjarfulltrúar standi saman að vinnu við að ná tökum á rekstri sveitarfélagins.

d)   0811027

Hátíðarfundur - tillaga          

Forseti tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að þann 1. desember n.k. verði haldinn hátíðarfundur bæjarstjórnar í tilefni af 10 ára afmæli sveitarfélagsins. Fundurinn verði tileinkaður ungu fólki í Árborg og verði nýkjörið ungmennaráð þátttakendur í fundinum.

Yfirskrift fundarins er  "framtíðin í nýju ljósi". Verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála og verkefnastjóra ungmenningarhús verði falið að undirbúa fundinn í samráði við bæjarráð.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds D-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir,  D-lista tóku til máls.         

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

e) 0811042

Áskorun vegna framkvæmda við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Forseti tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun.

Bæjarstjórn Árborgar skorar á Alþingi og ríkisstjórn að víkja ekki frá áætlunum um framkvæmdir við 1. hæð og kjallara nýbyggingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  Verkið er á fjárlögum ársins og tilbúið til útboðs.  Um er að ræða framkvæmd sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulíf í byggðarlaginu auk þess sem brýnt er orðið að starfsemi HSu komist að fullu inn í nýbygginguna. 

Helgi S. Haraldsson B-lista tók til máls,

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

f)  0811022

Kosning í nefndir og ráð ( breytingar á fulltrúum D-lista)

Beiðni Snorra Finnlaugssonar um lausn frá setu í bæjarstjórn frá 30. nóvember 2008.

Forseti bæjarstjórnar bar beiðni Snorra upp til afgreiðslu. Beiðnin var samþykkt samhljóða.

Lagt var til að Grímur Arnarson yrði kosinn aðalmaður í kjaranefnd í stað Snorra Finnlaugssonar. Varamaður verði Þórunn Jóna Hauksdóttir.

Lagt var til að Grímur Arnarson yrði kosinn fulltrúi á aðalfund SASS í stað Snorra Finnlaugssonar. Varamaður verði Jón Karl Haraldsson.

Lagt var til að Grímur Arnarson yrði kosinn fulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands í stað Snorra Finnlaugssonar. Varamaður verði Jón Karl Haraldsson.

Lagt var til að Grímur Arnarson yrði kosinn fulltrúi á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í stað Snorra Finnlaugssonar. Varamaður verði Jón Karl Haraldsson.

Lagt var til að Grímur Arnarson yrði kosinn fulltrúi á aðalfund Atvinuþróunarfélags Suðurlands í stað Snorra Finnlaugssonar. Varamaður verði Jón Karl Haraldsson.

Lagt var til að Grímur Arnarson yrði kosinn varafulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Snorra Finnlaugssonar.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Forseti  þakkaði Snorra Finnlaugssyni fyrir gott samstarf í bæjarstjórn og þeim nefndum og ráðum sem hann hefur setið í fyrir Sveitarfélagið Árborg og óskaði honum velfarnaðar í framtíðinni.

Eyþór Arnalds, D-lista,  óskaði eftir að bókað yrði:

Innilegar þakkir fyrir gott, metnaðarfullt og traust samstarf með ósk um velfarnað á nýjum slóðum.

Gylfi Þorkelsson S-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista og Jón Hjartarson V-lista, þökkuð Snorra Finnlaugssyni gott samstarf með ósk um velfarnað í framtíðinni.

Snorri Finnlaugsson, D-lista,  tók til máls og þakkaði hlý orð í sinn garð og óskaði sveitarfélaginu og bæjarstjórnarmönnum velfarnaðar í framtíðinni.

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:10

Jón Hjartarson                        
Helgi S. Haraldsson
Þorvaldur Guðmundsson                      
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson                                  
Eyþór Arnalds
Þórunn Hauksdóttir                                            
Snorri Finnlaugsson           
Elfa Dögg Þórðardóttir                       
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari


Þetta vefsvæði byggir á Eplica