Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.6.2015

39. fundur bæjarráðs

39. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 4. júní 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Már Ingólfur Másson, varaáheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 1501278 - Fundargerðir stjórnar SASS
490. fundur haldinn 6. febrúar 491. fundur haldinn 16. febrúar 492. fundur haldinn 6. mars 493. fundur haldinn 8. apríl 494. fundur haldinn 8. maí
Fundargerðirnar lagðar fram.
2. 1505126 - Fundargerð þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks
Vorfundur haldinn 30. apríl
Lagt fram.
3. 1505239 - Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarstjóra
1. fundur haldinn 25. mars
Lagt fram.
4. 1503251 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka
19. fundur haldinn 19. maí
-liður 3, beiðni um fleiri ruslakassa á ljósastaura. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. Lagt fram.
Almenn afgreiðslumál
5. 1505271 - Beiðni framkvæmdastjóra Máttar sjúkraþjálfunar um breytingu á götuheiti hluta Gagnheiðar, nánar tiltekið 61-78
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
6. 1505287 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, dags. 27. maí 2015, umsækjandi Austurvegur 33-35 ehf - Bella Guesthouse, Austurvegi 35, gististaður í flokki II
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
7. 1505254 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. maí 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - umsækjandi Sigurður Sigurjónsson, heimagisting að Skólavöllum 9, gististaður í flokki I
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
8. 1505128 - Þjónustusamningur aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs. um málefni fatlaðs fólks
Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
9. 1506004 - Beiðni Ingimars Baldvinssonar,f.h. IB fasteigna ehf, dags. 30. maí 2015, um leyfi landeigenda fyrir fjórhjólaferðum á 250 m kafla í Stokkseyrarfjöru
Bæjarráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Stokkseyrar um erindið. Afgreiðslu erindisins er frestað þar til umsögnin liggur fyrir.
10. 1506016 - Beiðni Skógræktarfélags Eyrarbakka, dags. 31. maí 2015, um umsjón skógræktarsvæða í nágrenni Eyrarbakka og samning þar að lútandi
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að gera samning við félagið.
Erindi til kynningar
11. 1505298 - Fundarboð vegna ársfundar Birtu starfsendurhæfingar Suðurlands 2015
Lagt fram til kynningar.
12. 1505127 - Drög að samningi um sameiginleg verkefni Árborgar og byggðasamlagsins Bergrisans á sviði þjónustu við fatlað fólk á Suðurlandi
Lagt fram.
13. 1505286 - Erindi starfshóps skólastjórnenda um framtíðarfyrirkomulag tónlistarkennslu á framhaldsstigi og 4. stigi
Lagt fram.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson
Már Ingólfur Másson Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica