39. fundur bæjarstjórnar
39. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 20. mars 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
1. a) 1301007
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 50. fundur frá 13. febrúar
b) 1301011
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 2. fundur frá 13. febrúar
c) 128. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 21. febrúar
2. a) 129. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 28. febrúar
3. a) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 34. fundur frá 26. febrúar
b) 130. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 7. mars
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
- liður 6, málsnr. 1302218 – Skipulagslýsing vegna tillögu að deiliskipulagi Sandvíkurseturs og sundlaugar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og leitað verði eftir umsögnum umsagnaraðila um hana.
- liður 13, málsnr. 1302008 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar. Lagt er til að aðalskipulagi verði breytt vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar.
4. a) 1301007
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 51. fundur frá 6. mars
b) 131. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 14. mars
- liður 1 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. febrúar, lið 4, málsnr. 1202261 – Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg.
- liður 1 b) Eggert Valur Guðmundson, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. febrúar, lið 6, málsnr. 1302028 – Heilbrigðiseftirlit 2013- úttekt á íþróttahúsi Stokkseyrar.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
- liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. febrúar, lið 5, málsnr. 1302098 – Erindi UMFÍ vegna landsmóta á næstu árum.
Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.
- liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. febrúar, lið 5, málsnr. 1203068 – Aðgengi fatlaðra nemenda.
- liður 1 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. febrúar, lið 3, málsnr. 1212089 – Deiliskipulagstillaga Austurvegar milli hringtorga.
- liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. febrúar, lið 5, málsnr. 1009240 – Tillaga um afturköllun hundaleyfis.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.
- liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. febrúar, lið 7, málsnr. 1302187 – Beiðni HSK um upplýsingar vegna úttektar á stuðningi sveitarfélagsins við aðildarfélög.
Ásta Stefánsdóttir. framkvæmdastjóri, tók til máls.
- liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 7. mars, lið 8, málsnr. 1302081 – Efling skólastarfs og sérfræðiþjónusta skóla í Árborg, bókun Hveragerðisbæjar.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. febrúar - liður 6, málsnr. 1302218 – Skipulagslýsing vegna tillögu að deiliskipulagi Sandvíkurseturs og sundlaugar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og leitað verði eftir umsögnum umsagnaraðila um hana.
Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S- lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. febrúar - liður 13, málsnr. 1302008 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar. Lagt er til að aðalskipulagi verði breytt vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 4 b) Eyþór Arnalds, D-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. mars, lið 12, málsnr. 1301313 – Heimsókn fulltrúa Vegagerðarinnar.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls
- liður 4 b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. mars, lið 13, málsnr. 1104257 – Gráhella, staða mála
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.
II. 1302052
Kosning í hverfisráð
áður frestað á 38. fundi
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í hverfisráð Árborgar
Sandvík
Oddur Hafsteinsson, formaður
Guðmundur Lárusson
Anna Gísladóttir
Jónína Björk Birgisdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Varamenn
Aldís Pálsdóttir
Jóna Ingvarsdóttir
Arnar Þór Kjærnested
Eyrarbakki
Arnar Freyr Ólafsson, formaður
Gísli Gíslason
Ívar Örn Gíslason
Guðlaug Einarsdóttir
Siggeir Ingólfsson
Varamaður:
Víglundur Guðmundsson
Stokkseyri
Sigurborg Ólafsdóttir, formaður
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Vigfús Helgason
Guðríður Ester Geirsdóttir
Ólafur Auðunsson
Selfoss
Ingibjörg E. L. Stefánsdóttir, formaður
Helga R. Einarsdóttir
Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson
Eiríkur Sigurjónsson
Katrín Stefanía Klemensdóttir
Varamaður:
Böðvar Jens Ragnarsson
Bæjarstjórn Árborgar býður nýja aðila velkoma í hverfisráð og færir þeim aðilum sem frá hverfa þakkir fyrir vel unnin störf.
Kosning í hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
III. 1302190
Breyting á fulltrúum í undirkjörstjórn
Lagt er til að Ingibjörg Jóhannesdóttir verði kosin aðalmaður í undirkjörstjórn 2 í stað Elvars Ingimundarsonar.
Lagt er til að Ragnhildur Benediktsdóttir verði aðalmaður í undirkjörstjórn 3 í stað Valgerðar Gísladóttur og Jónína Halldóra Jónsdóttir verði varamaður í stað Ragnhildar Benediktsdóttir.
Lagt er til að Björn Harðarson verði aðalmaður í undirkjörstjórn 4 í stað Einars Sveinbjörnssonar.
Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:24.
Eyþór Arnalds
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari