Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.10.2017

39. fundur bæjarstjórnar

39. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. október 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Magnús Gíslason, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista. Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. Dagskrá:  I. 1. a) 1701027             Fundargerð fræðslunefndar                                      35. fundur       frá 21. september             https://www.arborg.is/35-fundur-fraedslunefndar/  b) 121. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 28. september             https://www.arborg.is/121-fundur-baejarrads-2/ 2. a) 1701024             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            42. fundur       frá 4. október                        Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu:             - liður 1, málsnr. 1701168 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Gagnheiði 21,                  Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. - liður 8, málsnr. 1709031 - Umsókn um stækkun á lóð að Hraunhólum 2 á Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga 2 verði samþykkt. Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingu á lóðarblaði og lóðarleigusamningi. - liður 25, málsnr. 1609215 – Tillaga að skipulagslýsingu Björkurstykkis. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt og auglýst almenningi. -          liður 1, b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. september, lið 13, málsnr. 1709203 – Opið bókhald sveitarfélaga Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. -          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 21. september, lið 11, málsnr. 1708133 -  Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.     Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. -          liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, lið 26.11 málsnr. 1710013 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri utanhússklæðningu að Eyrarbraut 45 Stokkseyri.  Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. -          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, liður 1, málsnr. 1701168 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Gagnheiði 21, Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  -          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, liður 8, málsnr. 1709031 - Umsókn um stækkun á lóð að Hraunhólum 2 á Selfossi. Lagt er til að tillaga 2 verði samþykkt. Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingu á lóðarblaði og lóðarleigusamningi. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, liður 25, málsnr. 1609215 – Tillaga að skipulagslýsingu Björkurstykkis. Lagt er til að skipulagslýsingin verð kynnt og auglýst almenningi. Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista,  tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. II. 1710008             Breyting á fulltrúum B-lista í nefndum             Lagt er til að Guðrún Þóranna Jónsdóttir verði aðalmaður í fræðslunefnd í stað Írisar Böðvarsdóttur og Íris verði varamaður í stað Guðrúnar Þórönnu. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. III.       1705375             Breyting á fulltrúum í kjörstjórnum            Lagt er til að Þórarinn Sólmundarson verði aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Boga Karlssonar og að Rósa Sif Jónsdóttir verði varamaður í stað Þórarins. Lagt er til að Jóhanna Bríet Helgadóttir verði varamaður í kjördeild 1 í stað Þorgríms Óla Sigurðssonar. Lagt er til að Brynja Hjálmtýsdóttir verði aðalmaður í kjördeild 3 í stað Elvars Ingimundarsonar og að Magnús Gísli Sveinsson verði varamaður í kjördeild 3 í stað Steinunnar Jónsdóttur. Lagt er til að Ólafur Már Ólafsson verði aðalmaður í stað Björns Harðarsonar í kjördeild 4 á Stokkseyri.             Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. IV. 1710007             Umboð framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrá                        Sandra Dís Hafþórsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Árborgar veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá vegna alþingiskosninganna 28. október nk.                        Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:25 Ásta Stefánsdóttir  Sandra Dís Hafþórsdóttir Magnús Gíslason  Gunnar Egilsson Kjartan Björnsson    Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson  Arna Ír Gunnarsdóttir Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica