Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.9.2009

39. fundur félagsmálanefndar

39. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 14. september 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista,
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða,

Þórunn Elva Bjarkadóttir (S) boðaði forföll og varamaður gat ekki mætt fyrir hennar hönd. Anný Ingimarsdóttir ritaði fundagerð.

Dagskrá:

1. 0909031 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.

2. 0909033 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók

3. 0909034 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók

4. 0909048 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.

5. 0909040 - Könnun - viðhorf foreldra til daggæslu í Árborg
Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar kynnti niðurstöðu könnunar um viðhorf foreldra til daggæslu í heimahúsi. Könnunin var gerði í maí sl.. Bréf voru send út til 63 foreldra, 36 svör bárust eða 60% svarhlutfall. Heildarniðurstöður könnunarinnar voru að foreldrar eru almennt ánægðir með störf dagforeldra í Árborg. Í könnuninni kom þó fram að foreldrar eru helst óánægðir með að það sé lokað á milli jóla og nýjárs en þurfa samt að greiða fyrir fullan mánuð. Einnig kom fram að foreldrar vilja leggja áherslu á að dagforeldrar eru bundnir trúnaði um þá vitneskju sem þeir öðlast um börn og um einkahagi foreldra. Í sveitarfélaginu Árborg eru 14 starfandi dagforeldrar, 3 af þeim eru í fæðingarorlofi eins og er. Það eru 56 börn sem njóta þess að vera hjá dagforeldri í dag.

6. 0905049 - Upplýsingar um fjárhagsaðstoð 2009
Lagt fram til kynningar

7. 0909049 - Árskýrsla barnaverndarnefndar 2008
Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20

Þorgrímur Óli Sigurðsson
Anný Ingimarsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica