Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.9.2012

39. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

39. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 4. september 2012  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Andrés Rúnar Ingason, varamaður V-lista.  

Dagskrá:

 

Almenn afgreiðslumál

1.

1208138 - Strætóskýli í Árborg

 

Stjórnin er sammála um nauðsyn þess að koma upp biðskýlum fyrir strætó í Sveitarfélaginu Árborg. Tækni- og veitustjóra falið að afla upplýsinga um kostnað og uppsetningu skýlanna fyrir næsta fund.

 

   

2.

1208139 - Fjárhagsáætlun 2013-Gjaldskrá Selfossveitna

 

Stjórnin leggur til að gjaldskrá hitaveitu hækki um 3,9% í takt við ákvörðun stjórnar frá 36.fundi, 20. júní 2012, um að gjaldskráin fylgi almennum verðlagsbreytingum. Hækkunin taki gildi 1. janúar 2013.

 

   

3.

1206102 - Rekstrarform Selfossveitna

 

Fulltrúi PwC sem boðaður var á fundinn forfallaðist. Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

4.

1207083 - Fjárfestingaráætlun 2013

 

Farið var yfir fjárfestingaráætlun 2013 og núgildandi 3ja ára áætlun. Ákveðið var að halda vinnufund mánudaginn 17. september kl:17.00.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:10 

 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Tómas Ellert Tómasson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Jón Tryggvi Guðmundsson

 

Andrés Rúnar Ingason

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica