Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.4.2018

39. fundur íþrótta- og menningarnefndar

39. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 4. apríl 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1803285 - Vor í Árborg 2018
  Farið yfir drög að dagskrá hátíðarinnar. Fram kom að hátíðin hefst miðvikudaginn 18. apríl með stórum afmælistónleikum í íþróttahúsinu IÐU. Fjölmargir aðrir viðburðir verða síðan yfir helgina og kom m.a. fram að Skátafélagið Fossbúar verði með hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta, tónleikar í Eyrarbakkakirkju og Stokkseyrarkirkju, ljósmynda- og málverkasýningar ásamt opnum húsum. Starfsmaður nefndarinnar heldur áfram að vinna að dagskrá hátíðarinnar eftir þeim punktum sem komu fram á fundinum. Samþykkt samhljóða.
     
2.   1804029 - Menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar 2018
  Rætt um hvaða einstaklingar eða hópar fái menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar árið 2018. Nefndarmenn sammála í valinu og verður það kynnt á afmælistónleikum sveitarfélagsins miðvikudaginn 18. apríl nk. í íþróttahúsinu IÐU.
     
3.   1802076 - Sumar- og bæjarhátíðir 2018
  Lagt fram viðburðadagatal fyrir bæjar- og menningarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2018. Umræður um hverju mætti bæta við skjalið og er starfsmanni nefndarinnar falið að skoða þá möguleika. Dagatalinu verður síðan dreift inn á öll heimili á Suðurlandi um miðjan apríl. Samþykkt samhljóða.
     
4.   1612036 - Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar
  Vinna við endurskoðun stefnunnar heldur áfram og mun starfsmaður nefndarinnar senda næstu drög á nefndarmenn til skoðunar síðar í mánuðinum. Samþykkt samhljóða.
     
Erindi til kynningar
5.   1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg
  Lagt fram til kynningar. Fram kom að samantektarskýrsla um vinnu starfshópsins væri í vinnslu og yrði gefin út í maí nk.
     
6.   1501111 - Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss
  Formaður nefndarinnar upplýsir um stöðu mála en fram kom að m.a. hefði mennta- og menningarmálaráðherra skoðað salinn fyrir stuttu.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:15  
Kjartan Björnsson   Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir   Estelle Burgel
Bragi Bjarnason    
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica