13.7.2017
39. fundur skipulags- og byggingarnefndar
39. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 12. júlí 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.
Mætt:
Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista
Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista
Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista
Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-listi
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1507134 - Miðbæjarskipulag á Selfossi frá 2015 |
|
Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagsbreyting. |
|
Lögð var fram tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var áður auglýst í júní 2016 og komu fram athugasemdir. Í þeirri tillögu sem lögð er fram nú eru gerðar breytingar til að koma til móts við athugasemdir. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst og kynnt. Einnig var lögð fram og kynnt tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Árborgar sem varðar nýja vegtenginu af hringtorgi við brúarsporðinn, inn á miðbæjarsvæðið. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Tillagan hefur þegar verið kynnt Skipulagsstofnun. |
|
|
|
2. |
1707096 - Breyting á byggingareit - Vallarland 7 |
|
Beiðni Páls Guðmundssonar um breytingu á byggingarreit húss að Vallarlandi 7, Selfossi, sem nemur 1,35 metrum. |
|
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum að Vallarlandi 1, 3, 5, 2, 4, 9, 11, 13, 15 og 17 og Gráhellu 52. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:00
Ásta Stefánsdóttir |
|
Magnús Gíslason |
Gísli Á. Jónsson |
|
Ragnar Geir Brynjólfsson |
Viktor Pálsson |
|
Bárður Guðmundsson |
Ásdís Styrmisdóttir |
|
|