95. fundur bæjarráðs
95. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014,haldinn fimmtudaginn 24. maí 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. |
1201023 - Fundargerð menningarnefndar |
|
18. fundur haldinn 17. maí |
||
Bæjarráð þakkar fyrir metnaðarfulla dagskrá á Vori í Árborg og vel unnin störf nefndarinnar og starfsmanna. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1202309 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka 2012 |
|
9. fundur haldinn 2. maí |
||
-liður 1 og 2, málefni skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Bæjarráð vísar bókun nefndarinnar til framkvæmda- og veitustjórnar og fræðslustjóra. Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Vegna ályktunar hverfisráðs Eyrarbakka um skólahúsnæðið á Eyrarbakka, vil ég minna á fjölmargar bókanir og tillögur sem ég hef flutt um skólamálin á Eyrarbakka og Stokkseyri og þar á meðal um skólahúsnæðið á Eyrarbakka. Eins og kom fram í tillögum um breytingar á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins sem fulltrúar minnihlutans fluttu, þegar hún var lögð fram, er vilji þeirra að flýta framkvæmdum við lagfæringar á húsnæðinu. Ég tel að það sjái það allir að ekki er við svo búið og skora ég á fulltrúa meirihluta Sjálfstæðismanna að bretta nú upp ermar og gera gangskör að því að vinna framkvæmdaáætlun um lagfæringar á skólahúsnæðinu á Eyrarbakka sem miða að því að þeim ljúki eigi síðar en fyrir árslok árið 2014. Núverandi ástand er engan veginn boðlegt. Helgi Sigurður Haraldsson, árheyrnarfulltrúi B-lista. -liður 3, gámar og bílhræ. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. -liður 4, fjörustígur. Verið er að kanna verklega þáttinn, stefnt er að því að byrjað verði Stokkseyrarmegin í átt að Hraunsá. Lega stígsins verður tekin fyrir í skipulagsnefnd innan skamms. -liður 5, grjótgarðar. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 6, gangstéttar. Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurnýjun gangstéttar á Eyrargötu milli Álfsstéttar og Háeyrarvegar og skal tilboðum skilað í síðasta lagi 31. maí nk. -liður 7, strætisvagnasamgöngur. Gert er ráð fyrir því að þjónusta innanbæjarstrætó verði heldur meiri með tilkomu samnings við SASS og samþættingu við skólaakstur FSu, m.a. verði nokkrar ferðir með tengingu til Þorlákshafnar. Samkvæmt samningnum verður hafin hófleg gjaldtaka af farþegum og munu farþegum standa til boða kaup á afsláttarmiðum og kortum. |
||
|
||
3. |
1205351 - Beiðni um aukningu stöðugilda í grunnskólum |
|
Bæjarráð samþykkir að ráða þroskaþjálfa í 60% starf í sérdeild Suðurlands, Setrið, og í 40% starf í skólavistuninni Hólum. Einnig að starfshlutfall stuðningsfulltrúa verði aukið um 25%. |
||
|
||
4. |
1205052 - Trúnaðarmál |
|
Fært í trúnaðarbók. |
||
|
||
5. |
1205078 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - bakaríið Almar bakari, Austurvegi 4, Selfossi |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
6. |
1205075 - Beiðni um umsögn - frumvarp til laga um sparisjóði |
|
Lagt fram. |
||
|
||
7. |
1205010 - Drög að samningi um Árborgarstrætó |
|
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar. |
||
|
||
8. |
1105193 - Beiðni Umhverfisstofnunar frá 26.04.2012 um umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir meðhöndlun úrgangs |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir meðhöndlun úrgangs í Hellislandi. |
||
|
||
9. |
1205342 - Beiðni um samstarf og stuðning við hátíðina Kótelettuna 2012 |
|
Bæjarráð dregur til baka samþykki fyrir því að nota svæði við Sunnulækjarskóla fyrir tjaldsvæði vegna Kótelettunnar. Heimildin var veitt til handknattleiksdeildar, en ekki til forsvarsmanna Kótelettunnar og með ákveðnum skilyrðum fyrir fjölskyldufólk. Engu að síður vill bæjarráð koma til móts við sjónarmið íbúanna og bókun hverfisráðs og leggur þvi til við mótshaldara að leita annarra leiða þar sem sveitarfélagið hefur ekkert land í sinni umsjá eða eigu sem hentar sem tjaldsvæði. Gesthús hafa verið og eru aðaltjaldsvæðið á Selfossi og munu þjónusta fjölskyldufólk í tengslum við þessa hátíð og rúmar svæðið yfir 1.000 gesti í tjöldum. Bæjarráð samþykkir aðgengi að tjaldi bæjarins og að uppsetning á því falli undir samning við BFÁ. Flöggun vegna hátíðarinnar er inni í fjárhagsáætlun vegna hátíðarinnar, svo og 200.000 kr. styrkur til verkefnisins. Þá samþykkir bæjarráð að gæsla að virði 150.000 kr. samkv. samningnum við BFÁ fari til hátíðarinnar, annan kostnað við gæslu ber hátíðarhaldari. |
||
|
||
10. |
1202246 - Kjarasamningur við Selfossveitur |
|
Bæjarráð samþykkir kjarasamning við VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna og Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Selfossveitna. Samningurinn hefur verið laus frá því í lok árs 2010. Kostnaðarauka, um 5 mkr., er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
|
||
11. |
1205360 - Athugasemd vegna húsnæðis frístundaklúbbs |
|
Sveitarfélagið vinnur að varanlegri lausn á húsnæðismálum frístundaklúbbs sem kynnt verður fljótlega. |
||
|
||
12. |
1204011 - Skipan vinnuhóps vegna sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla |
|
Bæjarráð skipar eftirtalda aðila til setu í vinnuhópi um sérfræðiþjónustu í Árborg:
1) Guðrún Þóranna Jónsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vallaskóla 2) Lísbet Nílsdóttir, sérkennslustjóri Álfheima 3) Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES 4) Sigríður Ásdís Jónsdóttir, sérkennslustjóri Árbæjar 5) Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Bæjarráð felur fræðslustjóra að fá utanaðkomandi aðila til að starfa með hópnum og útbúa skipunarbréf fyrir nefndina. |
||
|
||
13. |
1205362 - Tillaga um gerð samnings við hestamannafélagið Sleipni |
|
Bæjarráð samþykkir að gera samning við hestamannafélagið Sleipni um framlag til frágangs vega og plana, sáningar, gerðar skjólbeltis o.fl. að fjárhæð 3 mkr. Jafnframt verði gerður samningur um styrk til greiðslu fasteignagjalda af Sleipnishöllinni. Þá samþykkir bæjarráð kaup á tertu vegna vígslu Sleipnishallarinnar. Bæjarráð hvetur félagið til að leita leiða til að hafa tekjur af mannvirkjum á félagssvæðinu. |
||
|
||
14. |
1205364 - Miðbæjarskipulag Selfossi, tillaga um að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags miðbæjar Selfoss |
|
Lagt var til að bæjarráð samþykki að samið verði við Landslag og Arkþing um gerð frumdraga að deiliskipulagi. Kostnaði allt að 2.450.000 kr. er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Unnið verði á grunni verðlaunatillögu í samkeppni um miðbæ Selfoss frá 1990 og á grunni þeirra viðbragða sem komið hafa fram frá íbúum, m.a. á íbúafundi, sem haldinn var í framhaldi af fundum starfshóps. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna varðandi vinnu við gerð nýs miðbæjarskipulags eru alveg með ólíkindum. Á sínum tíma var skipaður vinnuhópur til að leiða málið fyrir hönd sveitarfélagsins og hann skipa, Eyþór Arnalds, Elfa Dögg Þórðardóttir og undirritaður. Haldnir voru tveir fundir með ráðgjöfum, arkitekt og skipulagshagfræðingi en á hvorugan fundinn mætti Elfa Dögg Þórðardóttir. Eftir kynningarfund með íbúum sveitarfélagsins í Hótel Selfoss hefur ekkert verið fundað um málið en hér er lagt fram bréf frá Landslagi og ARK arkitektum um málið og aðkomu þeirra að vinnu við nýtt skipulag miðbæjarins. Í bréfinu kemur þetta m.a. fram. ”Það hefur verið okkur sönn ánægja að rifja verðlaunatillöguna frá 1990 upp og kynna fyrir bæjarfulltrúum meirihlutans í Árborg og skynja að hún virðist enn eiga upp á pallborðið þrátt fyrir ýmsar skipulagstilraunir í millitíðinni.“ Það er því greinilegt að lýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans er ekki meiri en það að kjörinn fulltrúi í vinnuhópi á vegum sveitarfélagsins er ekki hafður með þegar verið er að funda um þau málefni sem hann hefur verið valinn til.“ Helgi S. Haraldsson, B-lista. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók undir bókun Helga. |
||
|
||
15. |
1012096 - Samningur við Íslenska gámafélagið ehf um sorphirðu |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið ehf um sorphirðu fyrir heimili og stofnanir á grundvelli tilboðs félagsins í verkið og að uppfylltum skilyrðum útboðsins. |
||
|
||
16. |
1012096 - Samningur við Íslenska gámafélagið um þjónustu á gámasvæði |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið ehf um þjónustu við gámastöð á grundvelli tilboðs félagsins í verkið og að uppfylltum skilyrðum útboðsins. |
||
|
||
17. |
1205343 - Orlof húsmæðra 2011 |
|
Skýrsla um starfsemina var lögð fram. |
||
|
||
18. |
1204172 - Samþykktir af aðalfundi UMFSelfoss |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15.
Eyþór Arnalds |
|
Ari B. Thorarensen |
Arna Ír Gunnarsdóttir |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Ásta Stefánsdóttir |