4. fundur landbúnaðarnefndar
4. fundur landbúnaðarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2006 til 2010 haldinn miðvikudaginn 5. janúar 2007 kl. 17.00 í fundarsal Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar að Austurvegi 67.
Mættir:
María Hauksdóttir, formaður
Bæði aðal- og varafulltrúi V-lista voru fjarverandi, erlendis.
Þorsteinn G Þorsteinsson
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð.
Fyrir tekið.
1. Erindi frá bæjarráði.
Bæjarráð óskar umsagnar nefndarinnar vegna beiðni um að leysa hluta jarðarinnar Byggðarhorns úr landbúnaðarnotum.
Afgreiðsla:
A: “ Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti að jarðarhluti, 156 ha. að stærð úr jörðinni Byggðarhorn verði leystur úr landbúnaðarnotum.”
“Samþykkt samhljóða.”
Bæjarráð óskar umsagnar nefndarinnar vegna beiðni um að leysa hluta jarðarinnar Stóru-Sandvík, 1B úr landbúnaðarnotum.
Afgreiðsla:
B: “ Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti að jarðarhluti, 5,6 ha. að stærð úr jörðinni Stóra Sandvík 1B verði leystur úr landbúnaðarnotum.”
“Samþykkt samhljóða.”
2. Erindi frá bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir að gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds verði endurskoðuð og framreiknuð um 5% miðað við forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Samkvæmt framan sögðu verða helstu liðir í gjaldskrá vegna hundahalds þessir: Nýskráning kr. 6.825.
Árlegt eftirlitsgjald kr. 11.025. Iðgjald ábyrgðartryggingar og greiðsla fyrir hundahreinsun er innifalið í árgjaldinu.
Handsömunargjald:
Fyrsta afhending hunds sem handsamaður hefur verið og kvartað hefur verið yfir kr. 9.030
Önnur afhending sama hunds kr. 12.915
Þriðja afhending sama hunds kr. 18.080
Skráning kattar kr. 1.050
Handsömunargjald vegna kattar sem handsamaður hefur verið vegna kvartana. Kr. 1.575
“ Gjaldskrárbreytingin samþykkt með atkvæði formanns,
Þorsteinn G Þorsteinsson sat hjá.”
3. Uppsögn leigusamnings vegna vegalagningar.
Þar sem beitarstykkinu Veitunni á Eyrarbakka hefur verið skipt í tvö beitarhólf þarf að gera aðkomu að vestari hluta stykkisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
“Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir með vísan í 5. gr. leigusamnings um beitarlönd úr lendum sveitarfélagsins, að segja upp leigusamningi á hluta landsspildunnar Brautarholt á Eyrarbakka , um er að ræða 5 m. breiða og 325 m langa sneið af austurhluta spildunnar samtals 1625 m2 undir vegslóða að Veitunni II.
Vegslóðinn verður girtur frá Brautarholti á kostnað sveitarfélagsins.”
“ Samþykkt samhljóða.”
4. Erindi frá Gunnari Olsen.
Gunnar óskar samþykkis landbúnaðarnefndar til að landsspilda “Nautagirðing” sem hann hefur haft á leigu ásamt Þuríði dóttur sinni og tengdasyni, verði framvegis skráð á nafn Þuríðar.
Afgreiðsla:
“Samþykkt samhljóða.”
5. Um leigugjöld beitarlanda.
Eins og gjaldtöku er háttað í dag er leigugjald 3% af fasteignamati landsins. Þar af leiðir að leigutakar greiða mjög misjafnt fyrir hvern ha. lands sem þeir hafa á leigu.
Á Eyrarbakka er hæsta gjald á ha. 5.540 kr. en lægsta gjald 1.760.kr.
Áþekkur munur er á leigulandi á Stokkseyri.
Til að leigugjald yrði jafnt á ha. og bæjarsjóður fengi sömu tekjur þyrfti leigugjald að vera 2.750 kr. á hektarann.
Þar af leiðandi mun leiga hækka af 19 samningum á Eyrarbakka en lækka eða standa í stað af 44 samningum.
Á Stokkseyri hækkaði leiga af 37 samningum en lækkaði af 1 samningi. Á Selfossi hækkaði leiga af þrem samningum en lækkaði af 2.
Lagt fram til kynningar.
6. Önnur mál.
A:
Erindi frá bæjarráði.
Bæjarráð óskar umsagnar nefndarinnar vegna beiðni um stofnun lögbýlis á jörðinni Nýi-Bær 1 land nr. 202077.
Afgreiðsla:
“Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði lögbýli á jörðinni Nýi-Bær 1 land nr. 202077.”
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 18.20.
María Hauksdóttir
Þorsteinn G Þorsteinsson
Grétar Zóphóníasson