4 fundur atvinnuþróunarnefndar
4. fundur. Fimmtudaginn 17. janúar 2008 kl. 18:00 kom atvinnuþróunarnefnd saman til 4. fundar kjörtímabils 2006-2010 í fundarsal á annarri hæð í Ráðhús Árborgar.
Mætt voru: Tómas Þóroddsson, formaður, Andrés Rúnar Ingason, Jón Karl Haraldsson, Ólafur H. Jónsson, Sigurjón Guðmarsson, Sigmundur Stefánsson, ritaði fundargerð.
1. Formaður kynnti Sigmund Stefánsson nýjan starfsmann er mun starfa með nefndinni
2. Fundagerðir nefndarinnar munu eftirleiðis verða skáðar rafrænt.
3. mál - 0710106
Erindi Markaðsstofu Suðurlands ehf. varðandi þjónustusamning við sveitarfélög á Suðurlandi.
Atvinnuþróunarnefnd telur að þarna sé á ferðinni áhugavert verkefni sem styrkt geti ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Nefndin telur að til að sem bestur árangur náist í svona verkefni þá þurfi meginþorri sveitarfélaga á Suðurlandi að koma að þessu máli.
Nefndin telur mikilvægt að sveitarfélagið standi vel að kynningar- og ferðaþjónustumálum hvort sem valin verði leið að þessu tagi eða að styrkja þennan þátt sérstaklega innan Sveitarfélagsins Árborgar.
Fundi slitið kl. 18:25
Tómas Þóroddsson
Andrés Rúnar Ingason
Sigurjón Kr. Guðmarsson
Jón Karl Haraldsson
Ólafur H. Jónsson
Sigmundur Stefánsson