4. fundur bæjarráðs
4. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 20.07.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þórunn Jóna Hauksdóttir, formaður
Þorvaldur Guðmundsson, varaformaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0606112 |
|
|
b. |
0607048 |
|
1b) liður 4.b) Bæjarráð hafnar tillögunni. Afreksstyrkir skulu greiddir úr afreksmannasjóði Árborgar. Styrkbeiðni frá kvennaliði Hamars/Selfoss í körfubolta er til afgreiðslu í afreksmannasjóði. Bæjarráð samþykkir að styrkja afreksmannasjóðinn og óskar eftir tillögu íþrótta- og tómstundanefnd þar að lútandi.
Bókun: Undirritaður lýsir yfir miklum vonbrigðum með afgreiðslu meirihlutans í þessu máli. Það er vandséð að fjárstyrkur til kvennaliðs Hamars/Selfoss vegna glæsilegs árangurs eigi heima hjá afreksmannasjóðnum, sem eðli málsins samkvæmt er fyrst og fremst sjóður til að styrkja einstaklinga. Undirritaður telur að sannarlega hefði verði viðeigandi að veita liðinu sérstakan fjárstuðning í tilefni af einstæðum árangri.
Jón Hjartarson VG lista.
Bókun: Vinnubrögð meirihlutans í þessu máli einkennast af vandræðagangi og má skilja sem mikið metnaðarleysi gagnvart kvennaíþróttum í sveitarfélaginu. Málið er þess eðlis að ekkert þarf að standa í veginum fyrir því að bæjarráð taki sérstaka ákvörðun um fjárhagslegan styrk til kvennaliðs Hamars/Selfoss, hafi það til þess vilja. Árangur liðsins er glæsilegur, eins og oft hefur komið fram. Einnig er um að ræða gott fordæmi fyrir aðrar íþróttakonur og mikilvæga hvatningu til ungra stúlkna að stunda íþróttir og setja markið hátt. Ekki þarf að fjölyrða um þá staðreynd að kvennaíþróttir hafa lengi átt undir högg að sækja og brottfall stúlkna úr íþróttum er mun meira en pilta. Minnt er á stefnu sveitarfélagsins í íþrótta- og tómstundamálum og á jafnréttisáætlun.
ÍTÁ mælti með því á fundi sínum þann 11. júlí s.l. að bæjarráð styrki liðið fjárhagslega. Því hafnar meirihluti bæjarráðs nú með bókun sem er ill skiljanleg og erfitt að átta sig á hvað raunverulega er átt við. Því leggur undirrituð fram eftirfarandi spurningar:
1. Hvað á meirihlutinn við með “að styrkja afreksmannasjóðinn” ?
2. Ætlar meirihlutinn að auka nú og til frambúðar fjárframlög í sjóðinn eins og kosningaloforð sjálfstæðisflokksins hljóðuðu upp á ?
3. Hverjar eru áherslur meirihlutans gagnvart stuðningi við
a) kvennaíþróttir í sveitarfélaginu ?
b) afreksíþróttir í sveitarfélaginu ?
Ragnheiður Hergeirsdóttir, fulltrúi Samfylkingar.
Tillögu um að hafna tillögu er samþykkt en fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu.
1b) liður 5) Bæjarráð felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að láta fara fram slíka úttekt og gera kostnaðaráætlun.
Bókun: Undirrituð telja mikilvægt að fram fari nauðsynlegar endurbætur og viðhald á núverandi íþróttamannvirkjum við Engjaveg en lýsa sig andvíg áformum um meiriháttar uppbyggingu íþróttamannvirkja á því svæði. Undirrituð telja að við Engjaveg sé ekki fyrir hendi það rými sem nauðsynlegt er fyrir metnaðarfulla uppbyggingu fjölnota íþrótta- og afþreyingarsvæðis og þessi áform muni draga verulega úr möguleikum sveitarfélagsins til að skapa sér sterka stöðu til framtíðar á þessu sviði. Við hvetjum til þess að nú þegar verði hafist handa við skipulagningu á framtíðarsvæði við Selfossflugvöll þar sem öll skilyrði eru til staðar til varanlegarar uppbyggingar fyrir fjölbreytta afþreyingar- og íþróttastarfsemi.
Jón Hjartarson VG lista og Ragnheiður Hergeirsdóttir S lista.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
Engar fundargerðir lagðar fram.
3. 0607040
Starfslýsing bæjarritara - tillaga frá bæjarstjóra - heimild til að auglýsa starfið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um starfslýsingu bæjarritara og heimilar bæjarstjóra að auglýsa starfið.
4. 0607035
Beiðni - upplýsingar um stærstu framkvæmdir sveitarfélaganna - frá 05.07.06.
Bæjarstjóra falið að taka saman umbeðnar upplýsingar í samráði við framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
5. 0601018
Beiðni um staðfestingu á verksamningi milli Árborgar og fyrirtækisins Tveggja heima ehf um kaup á tilbúnum mat. - frá 12.07.06.
Bæjarráð staðfestir verksamninginn.
6. 0604010
Iðjuþjálfun á Selfossi, greinargerð framkvæmdastjóra Fjölskyldudeildar Árborgar -
Bæjarráð samþykkir að greiða kostnað við akstur og leggja til aðstöðu vegna iðjuþjálfunar í Árborg á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Bæjarráð felur verkefnisstjóra fræðslumála að vinna að málinu í samráði við framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bókun: Undirrituð fagna þeirri ákvörðun að setja á fót vísi að iðjuþjálfun fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri í Árborg og hvetja jafnframt til þess að sveitarfélagið ráði til sín iðjuþjálfa hið fyrsta til að sinna þörfum barna og ungmenna.
Ragnheiður Hergeirsdóttir S lista og Jón Hjartarson VG lista.
7. 0512073
Tíma- og kostnaðaráætlun um listaverk Sigrúnar Ólafsdóttur -
Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa máls þar til drög að samningi liggja fyrir.
8. 0607052
Varðar bæjarskilti á Selfossi -
Bæjarráð samþykkir yfirtöku Alþjóðlegs Framtaks ÍS á samningi til ársins 2011 vegna bæjarskilta á Selfossi.
9. 0607026
Uppbygging BES, lagfæring á aðstöðu BES meðan á nýbyggingu stendur. -
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
10. 0607065
Landsmót UMFÍ 2012 -
Bæjarráð óskar eftir viðræðum við stjórn HSK um að halda landsmót UMFÍ í Árborg 2012. Verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála er falið að koma á viðræðum.
11. Uppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Svar við fyrirspurn Jóns Hjartarsonar um BES sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 22. júní 2006.
Spurningar JH nr. 1) – 4): Ef vitnað er til fundar bæjarstjórnar frá 10. maí s.l. þá er verkefnið tvíþætt:
a) Byggja upp húnsæði fyrir skólahald á báðum stöðum með aðstöðu fyrir 6. til 10. bekk á Eyrarbakka (1. áfangi) og aðstöðu fyrir 1. til 5. bekk á Stokkseyri (2. áfangi). Áætlað er að bjóða 1. áfanga verksins út í lok árs 2006 og 2. áfanga í lok árs 2008.
b) Auka strax við húsnæði á Eyrarbakka fyrir kennslu og draga úr akstri með nemendur milli staðanna
Varðandi a):
Þarfagreining hefur verið unnin á framkvæmda- og veitusviði og verður hún nýtt til að fullgera endanlega rýmisáætlun fyrir skólahald á stöðunum. Þegar rýmisáætlun liggur fyrir verður gerð tillaga um framgangsmáta við útboð fyrir 1. áfanga, en reiknað er með að tímasetning útboðs miðist við það að ný skólabygging verði tekin í notkun að hausti 2008. Gera má ráð fyrir um 12 mánaða framkvæmdatíma. Útboð á 2. áfanga tekur mið af afhendingartíma bygginga. Tímaáætlun sem notuð er til viðmiðunar er svohljóðandi:
1) Þarfagreining og rýmisáætlun: Lokið 1. okt. 2006
2) Ákvörðun um framgangsmáta útboðs: 15. okt. 2006
3) Alútboð 1. nóvember 2006
4) Ef ekki alútboð:
a. Útboð hönnunar 1. nóv
b. Hönnun lokið 1. mars 2007
5) Framkvæmdaútboð: 15. mars 2007
6) Útboð á búnaði: 15. febrúar 2008
7) Verklok 1. áfanga: 15. júlí 2008
8) Verklok 2. áfanga: 15. júlí 2010
Endurmeta þarf tímaáætlun ef leggja þarf í sérstakt skipulagsferli (deiliskipulag). Áfallinn kostnaður á verk er um 1 mkr.
Varðandi b):
Gert er ráð fyrir því að setja upp tvær færanlegar kennslustofur á Eyrarbakka. Á Stokkseyri er gert ráð fyrir að koma tónlistarkennslu fyrir í Gimli og setja upp þráðlaust tölvukerfi í skólabyggingunni fyrir færanlega tölvuvagna til tölvukennslu. Jafnframt er gert ráð fyrir úrbótum á skólalóðum og uppsetningu skýla fyrir nemendur sem ekið er til skóla. Vinnan fram að þessu hefur farið í að kanna hvenær birgjar geti skaffað það sem til þarf og meta og undirbúa verkþætti. Verkþættir á Stokkseyri ættu að vera yfirstaðnar í byrjun skólaárs en á Eyrarbakka eru verklok áætluð um nk. áramót.
Áfallinn kostnaður á verk er um 250 þús kr.
Meirihlutinn stendur fast við þá framkvæmdaáætlun sem hér er sett fram. Bæjarfulltrúar B og D lista.
12. Skipulagsbreytingar á framkvæmda- og veitusviði Árborgar
Svar við fyrirspurn Gylfa Þorkelssonar um starfsskipulag á framkvæmda- og veitusviði sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 6. júlí 2006.
Svar við 1-4.:
Unnið hefur verið að endurskipulagningu á framkvæmda- og veitusviði til að auka skilvirkni og tryggja faglega úrvinnslu deilda. Sjónarhorninu var beint sérstaklega að skipulags- og byggingardeild.
Vinna þessi hófst fyrir áramótin s.l. og var afraksturinn lagður fram um miðjan febrúar s.l. af framkvæmdastjóra F&V. Bæjarstjóri Árborgar lagði síðan fram þann 2. apríl tillögu að breytingum sem byggðu á því skjali. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að framkvæmdastjóra F&V hafi verið falið að koma með tillögur til úrbóta á vissum þáttum í rekstri sviðsins. Svarar það spurningu GÞ númer 2 og nr. 3. Vinna við úrvinnsluna er í formi vinnuframlags framkvæmdastjóra og starfsfólks að hluta til. Fór hún af stað í kjölfar umræðna og skoðanaskipta um þá hluta starfsemi F&V sem í hlut eiga. Sérstökum kostnaði sveitarsjóðs er því ekki til að dreifa en ef vinnuframlag er metið með beinum hætti þá er kostnaður í á bilinu 350 til 500 þús. Verkið íþyngdi ekki daglegum rekstri sviðsins að heitið geti heldur fór úrvinnsla fram á öðrum tímum. Bæjarfulltrúar B og D lista.
13. Ráðning bæjarstjóra Árborgar
Svar við fyrirspurn Ragnheiðar Hergeirsdóttur um kjör bæjarstjóra sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 6. júlí 2006.
1. Mánaðarlegur kostnaður sveitarfélagsins er 1.199.000 kr. auk launatengdra gjalda.
2. Laun og kjör núverandi bæjarstjóra eru hærri en laun og kjör fráfarandi bæjarstjóra. Mismunur á launakjörum liggur m.a. í umsömdum mánaðarlaunum sem voru hækkuð í stækkandi sveitarfélagi þar sem umsvif hafa aukist mikið og stjórnsýsla orðið flóknari. Þá voru launin hækkuð í samræmi við kjör annarra framkvæmdastjóra sveitarfélaga og þá staðreynd að t.d. almenn laun í landinu hafa hækkað um 13% á síðasta ári. Einnig er rétt er að benda á mismunandi samningslengd. Ráðningarsamningur fyrrverandi bæjarstjóra var fastbundinn til fjögurra ára en núverandi samningur er uppsegjanlegur af beggja hálfu á kjörtímabilinu.
3. Fráfarandi bæjarstjóri hafði bílastyrk vegna aksturs eigin bifreiðar að upphæð rúmar 105.000,- kr. á mánuði en núverandi bæjarstjóri hefur bifreið frá sveitarfélaginu til umráða. Ekki er komin reynsla á mánaðarlegan kostnað sveitarfélagsins vegna bifreiðar bæjarstjóra. Sveitarfélagið er með bifreiðina á leigu og greiðir af henni 101.116 kr. á mánuði auk rekstrarkostnaðar. Bæjarfulltrúar B og D lista.
14. Miðbæjarskipulag á Selfossi
Svar við fyrirspurn Gylfa Þorkelssonar vegna miðbæjarskipulags sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 13. júlí 2006.
Áherslur og markmið miðbæjarskipulags af hálfu meirihluta bæjarstjórnar eru að miðbær Selfoss:
-verði miðbær Suðurlands, með öflugu framboði verslunar og þjónustu á sem flestum sviðum sem geti þjónað öllu Suðurlandi.
-verði vettvangur iðandi mannlífs sem laði að íbúa og ferðamenn og bjóði jafnframt upp á aðstöðu fyrir fjölmennar samkomur.
-sameini manneskjuvænt og hlýlegt umhverfi, með skilvirkum samgöngum og hagkvæmni fyrir rekstraraðila sem þar eru.
-verði miðkjarni Selfoss, sem eigi ríkan þátt í að styrkja sjálfsímynd bæjarins og bæjarbúa.
-verði byggður upp á þeim forsendum sem fyrir eru, út frá legu, tengingum innan og utan bæjar, atvinnustarfsemi innan hans og þörfum hvers og eins fyrir þjónustu og afþreyingu.
-bjóði upp á heilbrigðan og umhverfisvænan lífsstíl.
-verði hagkvæmur í uppbyggingu m.t.t. mögulegrar áfangaskiptingar og mismunandi eignarhalds lóða.
Bæjarfulltrúar B og D lista.
15. Erindi til kynningar:
a) 0607044
Ágóðahlutagreiðsla Brunabót 2006 - frá 10.07.06
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir