4. fundur bæjarráðs Árborgar
4. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 31. júlí 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Már Ingólfur Másson, áheyrnarfulltrúi, varamaður, Æ-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál, umsókn um lengri opnunartíma Hvíta hússins vegna Sumars á Selfossi og hamingju- og hvatningaróskir til kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
||
1. fundur haldinn 16. júlí |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
2. |
1402228 - Athugasemdir Þórðar Árnasonar við framkvæmdir - Gagnheiði 19 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
1407141 - Styrkbeiðni Parkinsonsamtakanna vegna félagsfundar í sveitarfélaginu |
||
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um fjárstyrk, en samþykkir að útvega félaginu húsnæði fyrir félagsfund, bæjarráð felur félagsmálastjóra að vinna að málinu. |
||
|
||
1407144 - Styrkbeiðni - sótt er um menningarstyrk vegna skemmtikvölds Lollu og Steina |
||
Bæjarráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk. |
||
|
||
7. |
1407163 - Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um könnun á aðgengismálum fatlaðs fólks í byggingum og stofnunum sveitarfélagsins |
|
Lögð var fram eftirfarandi tilllaga: Tillaga lögð fram á fundi bæjarráðs þann Bæjarráð samþykkir að láta fara fram skoðun og úttekt á aðgengismálum fatlaðs fólks í öllum byggingum og stofnunum sveitarfélagsins. Einnig verði skoðað og framkvæmd úttekt á að aðgengi að upplýsingum á heimasíðunni standist kröfur um aðgengi fyrir fatlað fólk. Þessari vinnu verði lokið ekki seinna en 1. október 2014 svo hægt verði að taka afstöðu til úrbótatillagna við gerð fjárhagsáætlunar. Greinargerð: Aðgengismál fatlaðs fólks er mál sem sífellt eiga að vera til skoðunar. Svf Árborg þarf að vera fyrirmynd annara um aðgengismál og hvetja með þeim hætti einkaaðila til þess að tryggja fötluðu og hreyfihömluðu fólki gott aðgengi að þeirri þjónustu sem þeir bjóða. Svf Árborg á að vera í fararbroddi sveitarfélaga sem veitir fötluðu fólki, jafna stöðu allra í samfélaginu, sama hvort átt er við aðgengi að mannvirkjum eða aðgang að upplýsingum og möguleikum til tjáskipta. Það er augljóst að gott aðgengi er lykillinn að þáttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og tækifærum til þess að lifa sjálfstæðu lífi. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og samþykkir að vísa henni til framkvæmda- og veitustjórnar hvað aðgengi að mannvirkjum varðar og til félagsmálanefndar varðandi aðgengi að upplýsingum á heimasíðu. |
||
|
||
8. |
1407164 - Tilmæli til Vegagerðarinnar um að bæta ástand Austurvegar |
|
Bæjarráð Árborgar beinir þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að ástand Austurvegar á Selfossi verði bætt. Eftir framkvæmdir við holufyllingar sem fram fóru á vegum Vegagerðarinnar í vor er ástand Austurvegar verra en það var áður en ráðist var í umræddar framkvæmdir. Bæjarráð telur að við þetta verði ekki unað, enda skapast bæði óþægindi og hætta fyrir vegfarendur vegna þess hve vegurinn er ósléttur. Krafa bæjarráðs er að þetta verði lagað sem allra fyrst. |
||
|
||
9. |
1305094 - Viðbygging við Grænumörk 5, þarfagreining, viðbótarupplýsingar |
|
Lagt var fram yfirlit yfir þarfagreiningu vegna rýmis fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara og dagdvöl. |
||
|
||
10. |
1407167 - Lengdur opnunartími Hvíta hússins á Sumri á Selfossi |
|
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að opnunartími Hvíta hússins verði til kl. 04 aðfaranótt 9. ágúst vegna Sumars á Selfossi. |
||
|
||
11. |
1407168 - Hamingjuóskir til kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu |
|
Bæjarráð óskar meistaraflokk kvenna til hamingju með frábæran árangur í Borgunarbikar kvenna í knattspyrnu. Að ná þeim árangri að keppa til úrslita í stærstu keppni sumarsins sýnir hve gott starf unnið hjá knattspyrnudeild Umf Selfoss. Bæjarráð óskar stelpunum góðs gengis í úrslitaleiknum á þjóðarleikvangnum þann 30. ágúst nk, þar sem þær mæta liði Stjörnunnar. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
1407066 - Minnispunktar af umræðufundi um ferðaþjónustu á Stokkseyri |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
1407150 - Álagningarskrá einstaklinga 2014, samantekt til kynningar |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:10.
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Ásta Stefánsdóttir |
Már Ingólfur Másson |
|
|