| Fundargerðir til staðfestingar |
| 1. |
1806175 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2018 - ný nefnd |
| |
1. fundur haldinn 12. júlí |
| |
Fundargerðin staðfest. |
| |
|
|
| 2. |
1806174 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórn 2018 - ný nefnd |
| |
2. fundur haldinn 12. júlí |
| |
Fundargerðin staðfest. |
| |
|
|
| Fundargerðir til kynningar |
| 3. |
1802059 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018 |
| |
266. fundur haldinn 26. júní
Aukaaðalfundur haldinn 27. júní |
| |
Lagt fram. |
| |
|
|
| Almenn afgreiðslumál |
| 4. |
1806107 - Persónuverndarfulltrúi
4-1806107 |
| |
Afgreiðslu frestað í 1. fundi. |
| |
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Dattaca Labs til eins árs kostnaður sveitarfélagins vegna þessa er 179.900 án vsk. á mánuði. Bæjarráð felur Ingibjörgu Garðarsdóttur, fjármálastjóra, að ganga frá samningi. Bæjarráð samþykkir að vísa til viðauka við fjárhagsáætlun kostnaði við samninginn. |
| |
|
|
| 5. |
18051727 - Rekstrarleyfisumsögn - Hótel Þóristún
5-18051727 |
| |
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 6. júlí þar sem óskað er eftir umsögun um rekstarleyfi í flokki II fyrir stærra gistiheimili að Þóristúni 1. Umsækjandi Hótel Þóristún, kt. 530813-0450. |
| |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
| |
|
|
| 6. |
1807083 - Tækifærisleyfi - Sumar á Selfossi 2018
6-1807083 |
| |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna hátíðarinnar Sumar á Selfossi. Umsækjandi Knattspyrnufélag Árborgar, kt. 500101-2610. |
| |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
| |
|
|
| 7. |
1807082 - Útboð vegna frístundaaksturs |
| |
|
| |
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, kom inn á fundinn og fór yfir drög að útboðsgögnum.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á frístundaakstri innan sveitarfélagsins samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa, að vinna áfram að málinu. |
| |
|
|
| 8. |
1807027 - Heimild fyrir deilskipulagi á jörðinni Goðanes
8-1807027 |
| |
Erindi frá eigendum jarðarinnar Goðaness á Eyrarbakka, dags. 6. júlí, þar sem óskað er eftir að heimild til að láta gera deiliskipulag af jörðinni. |
| |
Bæjarráð samþykktir að eigendur jarðarinnar Goðaness á Eyrarbakka láti gera deiliskipulag af jörðinni, enda fellur allur kostnaður vegna deiliskipulagsvinnunnar á eigendur jarðarinnar. |
| |
|
|
| 9. |
1806198 - Starfshópur - ný heimasíða og innri síða |
| |
Áður frestað á 2. fundi bæjarráðs |
| |
Bæjarráð tilnefnir Álfheiði Eymarsdóttur, Á-lista, Brynju Valgeirsdóttur, B-lista, Maríu Marko, D-lista, til setu í starfshópi um nýja heimasíðu og innri síðu. Kristinn Grétar Harðarson, Bragi Bjarnason, Bryndís Sumarliðadóttir og Anna Ingadóttir, starfmenn Árborgar, starfi með hópnum.
Kristinn Grétar Harðarson, mun kalla hópinn saman á fyrsta fund. |
| |
|
|
| 10. |
1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki |
| |
Breyting á fulltrúa D-lista í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki. |
| |
Bæjarráðs samþykkir að Magnús Gíslason, D-lista, taki sæti Gunnars Egilssonar og í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki Gunnar verði varamaður í nefndinni. |
| |
|
|
| 11. |
1806083 - Fundartími bæjarráðs sumar 2018 |
| |
Næsti fundur bæjarráðs verður 2. ágúst. |
| |
|
|