Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.10.2014

4. fundur bæjarstjórnar

  4. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. október 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Magnús Gíslason, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Viðar Helgason, Æ-lista Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingu í nefndum. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Dagskrá:  1. Fundargerðir til staðfestingar 1. a) 1406099 Fundargerð fræðslunefndar                                      2. fundur         frá 11. september b) 9. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                              frá 18. september 2. a) 1406097 Fundargerð félagsmálanefndar                                 3. fundur         frá 15. september b) 10. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                        frá  október   3. a) 1406100 Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                3. fundur         frá  24. september b) 1406098 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              3. fundur         frá 30. september 4. fundur            frá   2. október c) 1406101 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            3. fundur         frá  1. október d) 11. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                          frá  október  
  • liður 1 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. september, lið 4, málsnr. 1409028 – Erindi frá foreldrafélagi Brimvers.
  • liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. september, lið 9, málsnr. 1409047 – Fjárhagsáætlun 2015.
  • liður 1 a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. september, lið 11, málsnr. 1409046 – Heimanám í grunnskólum Árborgar.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.
  • liður 2 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. október, lið 5, málsnr. 1402020 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
  • liður 2 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. október, lið 8, málsnr. 1409124 – Kjarasamningur við Selfossveitur 2014-2015.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
  • liður 3 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. september, lið 1, málsnr. 1408035 – Menningarmánuðurinn október 2014.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
  • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. september, lið 2, málsnr. 1409180- Áherslur ÍMÁ fjárhagsáætlun 2015.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.
  • liður 3 d) Helgi. S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október lið, 2, málsnr. 1406098 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar – og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Mjög mikilvægt er að skipulag og boðun funda sé í föstum skorðum hjá sveitarfélaginu og tekið sé tillit til ábendinga, svo að svo geti orðið.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirrituð furða sig á bókun bæjarfulltrúa D-lista varðandi það að 3. og 4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar hafi ekki verið almennir fundir heldur hefðbundnir vinnufundir vegna fjárhagsáætlunargerðar eins og segir í bókun fulltrúanna. Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að vinna og gerð fjárfestingaráætlunar fyrir sveitarfélagið sé eitt stærsta verkefni stjórnar framkvæmda- og veitusviðs. Í fundargerð  4. fundar þann 2. október er bókað eftirfarandi:  „Almenn afgreiðslumál. Stjórn framkvæmda- og veitusviðs kom saman til fundar vegna vinnu við fjárfestingaráætlun 2015-2018. Stjórnin samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu“. Það er skilningur undirritaðra bæjarfulltrúa að hér sé stjórnin að afgreiða fjárfestingaráætlun til bæjarstjórnar til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og því hlýtur að vera um afgreiðslufund að ræða.“ Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
  • liður 3 d) Helgi. S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 9, málsnr. 1410014 – Beiðni Golfklúbbs Selfoss varðandi fjárhagslega aðkomu Sveitarfélagsins Árborgar að breytingum á golfvelli Selfoss og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Þar sem styttist í að nýr vegur og brú yfir Ölfusá verði að veruleika er mjög mikilvægt að flýta því að hefja viðræður við Vegagerðina um samkomulag og bætur fyrir það land sem fer undir nýtt vegstæði.“ -          liður 3 d) Helgi. S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október lið, 14, málsnr. 1405102 – Umferð og öryggi um Votmúlaveg– og lagði fram eftirfarandi bókun: „Mjög mikilvægt er að þrýsta á að fjármagn fáist í samgönguáætlun til þess að færsla Votmúlavegar verði að veruleika og frágangur á samgöngumannvirkjum á þessu svæði, þar sem íbúafjöldi og umferð hefur aukist verulega á undanförum árum.“
  • liður 3 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 10, málsnr. 1409237 – Styrkbeiðni Bókabæjanna austanfjalls og óskaði sérstaklega eftir því að bókað yrði að hann legði áherslu á að jákvætt yrði tekið í styrkbeiðni Bókabæjanna austanfjalls.
  • Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. II. 1302008 Aðalskipulagsbreyting – lagning jarðstrengs og ljósleiðara Ásta Stefánsdóttir tók til máls. Lagt fram bréf Minjastofnunar þar sem fram kemur að stofnunin telur ástæðu til að varðveita Nesbrú, gamla leið. Því beri að staðsetja strenginn austan við Nesbrú. Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi: Vegna umsagnar Minjastofnunar á deiliskipulagstillögu um lagningu jarðstrengs og hjólastígs milli Selfoss og Þorlákshafnar vill bæjarstjórn Árborgar vekja athygli stofnunarinnar og annarra umsagnaraðila á stefnu bæjarstjórnarinnar í málefnum tengdum menningarminjum og náttúruvernd, sem sett er fram í greinargerð með aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 á bls. 28, en þar segir m.a. „ Stefna Sveitarfélagsins Árborgar er að komandi kynslóðir í Árborg fái að njóta núverandi menningar- og náttúruminja eins ósnortinna sem verða má. Menningararfurinn er eitt það dýrmætasta sem við getum fært komandi kynslóðum. Sagan er til þess að læra af henni og undirstaða fyrir frekari framvindu og þróun. Því er nauðsynlegt að skila þessum arfi í hendur kynslóðanna í upprunalegri mynd. Með því að varðveita menningarminjar og náttúru gefum við íbúum Árborgar kost á því að fræðast og njóta. Auk þess sem þær eru aðdráttarafl fyrir ferðamenn „ Með vísan í ofanritað tekur bæjarstjórn heilshugar undir þau sjónarmið að varðveita eigi gamlan veg sem liggur milli Selfoss og Eyrarbakka og nefndur er Nesbrú. Bæjarstjórn samþykkir að í því augnamiði verði jarðstrengurinn lagður austan við Nesbrú eins og lagt er til í umsögn Minjastofnunar og að samþykktin verði send öðrum umsagnaraðilum og framkvæmdaraðila til upplýsingar.   III.       1410100             Breyting á fulltrúum Æ-lista í nefndum Lagt er til að Estelle Burgel taki sæti sem aðalmaður í íþrótta- og menningarnefnd í stað Ómars Vignis Helgasonar og Hulda Gísladóttir taki sæti sem varamaður. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.     Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:45   Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari Björn Thorarensen                                       Magnús Gíslason Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir Viðar Helgason                                                  Rósa Sif Jónsdóttir, ritari  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica