Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.12.2018

4. fundur félagsmálanefndar

  4. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 5. desember 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Inga Jara Jónsdóttir, nefndarmaður, B-lista Guðfinna Gunnarsdóttir, varamaður, Á-lista Jóna S. Sigurbjartsdóttir, varamaður, D-lista Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar  Anný Ingimarsdóttir, ritar fundargerð Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1801220 - Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg
  Tillögur að breytingum lagðar fram. Félagsmálanefnd samþykkir tillögurnar
     
2.   1812002 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
  Fært í trúnaðarbók
     
3.   1812003 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
  Fært í trúnaðarbók
     
4.   1812004 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
     
5.   1502206 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
  Fært í trúnaðarbók
     
6.   1811030 - Styrkbeiðni - Stígamót 2019
  Félagsmálanefnd samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð kr. 70.000 fyrir árið 2019
     
7.   1810100 - Styrkbeiðni - rekstur Kvennaathvarfsins árið 2019
  Félagsmálanefnd samþykkir að veita Kvennaathvarfið styrk að upphæð kr. 70.000 fyrir árið.
     
Erindi til kynningar
8.   1811236 - Bæklingurinn Fyrstu skrefin
  Fjölmenningarsetur og Velferðarráðuneytið, í umboði Innflytjendaráðs hafa undanfarið unnið að útgáfu bæklingsins "Fyrstu skrefanna" þar sem fjallað er um helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga þegar sest er að á Íslandi, eins og heilsugæslu, hátíðis og frídaga, akstur, lögheimilisskráningu og kennitölur, dvalarleyfi og atvinnuleyfi utan EES borgara auk réttinda á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn er kominn út og er hann á 9 tungumálum. Bæklingurinn skiptist í 2 gerðir, annars vegar fyrir innan ESS borgara og hins vegar fyrir utan EES borgara. Hann er gefinn út á ensku, pólsku, lettnesku, litáísku, rússnesku og spænsku fyrir innan EES ríkisborgara og arabísku, ensku, rússnesku, spænsku taílensku og víetnömsku fyrir utan EES ríkisborgara.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:12 Eggert Valur Guðmundsson Inga Jara Jónsdóttir Guðfinna Gunnarsdóttir Jóna S. Sigurbjartsdóttir Helga Þórey Rúnarsdóttir Anný Ingimarsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica