4. fundur fræðslunefndar
4. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 10. september 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, varaformaður, V-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður S-lista,
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista,
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála,
Birgir Edwald, skólastjóri,
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra,
Arndís Harpa Einarsdóttir, skólastjóri,
Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps,
Anna Gína Aagestad, fulltrúi starfsmanna,
Dagskrá:
1. 0901053 - Kosning varaformanns fræðslunefndar
Samkvæmt afgreiðslu 46. fundar bæjarstjórnar Árborgar tekur Sigrún Þorsteinsdóttir V-lista sæti Sædísar Óskar Harðardóttur. Tillaga kom fram frá fulltrúum S-V- og B lista um að Sigrún Þorsteinsdóttir verði kjörinn varaformaður fræðslunefndar.
Tillagan samþykkt.
2. 0902081 - Yfirlit frá verkefnistjóra fræðslumála
Verkefnisstjóri fór yfir stöðu rekstrar grunnskóla og leikskóla. Staða rekstrar í leikskólum fyrstu 7 mánuði ársins er samkvæmt áætlunum. Hjá grunnskólum og tengdum deildum eru lítilsháttar frávik frá áætlunum fyrstu 7 mánuði ársins sem m.a. stafa af verðbreytingum og óvæntum útgjöldum sem ekki var gert ráð fyrir í áætlunum. Verkefnisstjóri þakkar stjórnendum og starfsmönnum í leik- og grunnskóla það góða samstarf um það verkefni að daga úr rekstrarkostnaði. Í grunnskólum Árborgar eru um 1.220 nemendur og starfsmenn eru um 232 í mismunandi starfshlutföllum. Hlutföll réttindakennara eru á bilinu 80 - 100 % af þeim starfsmönnum sem eru í kennslu. Þá fór verkefnisstjóri yfir þær reglugerðir sem settar hafa verið á undanförnum misserum varðandi grunnskólann.
3. 0905081 - Yfirlit frá skólastjórum grunnskóla
Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir starfsemi grunnskólanna í skólabyrjun. Fræðslunefnd þakkar greinargóðar upplýsingar.
4. 0902082 - Yfirlit frá leikskólafulltrúa
Leikskólafulltrúi fór yfir málefni leikskólanna. Fjöldi leikskólabarna er í dag um 509. Öll börn sem eru með aldur til að komast á leikskóla og leitað hafa eftir plássi eru með leikskólapláss. Tveir leikskólar hafa leitað eftir því að gerast heilsuleikskólar. Leikskólafulltrúi fór yfir reglugerðir sem gefnar hafa verið út á síðustu misserum varðandi leikskólann.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45
Heiti
Sigrún Þorsteinsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kristín Traustadóttir
Sigurður Bjarnason
Birgir Edwald
Guðbjartur Ólason
Arndís Harpa Einarsdóttir
Sigríður Pálsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Elín Höskuldsdóttir
Anna Gína Aagestad