Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.8.2010

4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar

4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn mánudaginn 16. ágúst 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður,
Páll Bjarnason,
Sigurður Sigurjónsson. ,

Formaður óskaði eftir að taka mál nr 1008052 á afbrigðum.

Dagskrá:

1. 1008004 - Vatnsöflun út Árbæjarlandi

Áður á dagskrá á 3. fundi

Lögð voru fram drög að bréfi til landeiganda þar sem fram kemur tillaga um endurgjald vegna nauðsynlegra framkvæmda við rannsókn, öflun og nýtingu á köldu vatni. Nefndin óskar eftir því við bæjarráð að kostnaði vegna samningsins verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011 takist samningar.

2. 1001181 - Ný tjaldstæði vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2012

Nefndin felur formanni og framkvæmdastjóra að funda með skipulagsyfirvöldum sveitarfélagsins varðandi mögulegar og hagkvæmar staðsetningar. Nefndin felur framkvæmdastjóra að gera kostnaðaráætlun um nauðsynlegar endurbætur á Gesthúsasvæðinu.

3. 1001181 - Framkvæmdir vegna landsmóta árin 2012 og 2013 í Sveitarfélaginu Árborg

Nefndin óskar eftir upplýsingum frá starfshópi sveitarfélagsins um landsmót vegna þeirra framkvæmda sem að sveitarfélaginu snúa.

4. 1008045 - Umhirða og frágangur jarðskjálftalóða

Nefndin felur Framkvæmda- og veitusviði að setja jarðskjálftalóðir inn í umhirðuáætlun nú þegar.

5. 0604069 - Frágangur gatna í landi Gráhellu

Framkvæmda- og veitustjórn telur rétt að koma til móts við óskir íbúa um úrbætur. Tekið verður tillit til kostnaðar við framkvæmdirnar í hugsanlegum samningum við landeigendur. Framkvæmda- og veitustjórn óskar eftir fjárheimild vegna verksins.

6. 1006091 - Óskað eftir viðræðum um veginn að Austurvegi 21c

Formanni og framkvæmdastjóra er falið að ræða við bréfritara og gera tillögu að samkomulagi.

7. 1008052 - Vatnsöflun í Ingólfsfjalli

Páll Bjarnason kynnti möguleg vatnstökusvæði í Grímsnes- og Grafningshreppi og í Ölfusi, kostnaðarmat og leiðir. Kynntar voru kostnaðartölur vegna nauðsynlegra framkvæmda við vatnsöflun haustið 2010. Um er að ræða framkvæmdir við vinnsluholu við Brennigil og er áætlaður kostnaður 9,5 milljónir. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarráð að veitt verði nauðsynleg fjárheimild til framkvæmdanna.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:10

Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Guðmundur Elíasson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica