Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.11.2011

4. fundur Hverfisráðs Selfoss

Hverfisráð Selfossi.       4. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, þriðjudaginn 15. nóvember 2011.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Guðmundur Sigurðsson,  Helga R. Einarsdóttir,  Eiríkur Sigurjónsson Magnús Vignir Árnason og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Fundarritari  Magnús Vignir Árnason.
Fundi lauk kl. 18:35. 

Hverfisráð Selfoss   4. fundur.  15. nóvember 2011.
Dagskrá
1. Fundagerð síðasta fundar.
2. Lýsing og merkingar gatna á Gráhellusvæðinu.
3. „mjólkurbúshverfið“.
4. Menningarsalurinn.
5. Stórvaxinn trjágróður.
6. Gangbraut á Engjavegi..
7. Næsti fundur. 

1) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2) Í myrkrinu sem verið hefur undanfarna daga er eftir því tekið að lýsingu vantar við götur á Gráhellusvæðinu. Staurarnir eru komnir en lýsingu vantar á þá. Fá hús eru í hverfinu þannig að ekki er um að ræða að útiljós frá þeim sem lýsi upp umhverfið. Götur þær sem komnar eru í hverfinu hafa ekki verið merktar með götuheitum sem vekur furðu þar sem búið er í hverfinu.
3) Hverfisráðið mælist til að eigendum húsa sem standa auð í „mjólkurbúshverfinu“ verði gert að ganga þannig frá eignum sínum að ekki stafi stór hætta af.
4) Rætt var um menningarsalinn í Hótel Selfossi og hvernig staðan á honum væri.
5) Kannað verði hvort sveitarfélagið geti aðstoðað íbúa og boðið upp á ráðgjöf ef íbúar óska að fjarlægja stórvaxinn trjágróður en á sumum íbúðarlóðum er gróður orðinn mjög stór og vandi að minnka hann eða fjarlægja ef íbúar óska.
6) Hverfisráð vekur athygli á illa upplýstri gangbraut austan við umferðarljósin á Engjavegi. Gangbrautin er í framhaldi af gönguleið yfir lóð FSu sem er meðfram Hamri verknámshúsi FSu.
7) Til næsta fundar verður boðað.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica