4. fundur Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps
4. fundur hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps
Fundur 19. mars 2012
Mætt:
Anne B Hansen, Smjördölum
Guðmundur Lárusson, Stekkum
Ægir Sigurðsson, Ásamýri
Oddur Hafsteinsson, Suðurgötu 14
Aldís Pálsdóttir, Litlu Sandvík
- 1. Vekjum athygli á því að nefndarmenn virðast hafa verið skipaðir öðru sinni í ráðið án samráðs við þá. Nefndarmenn lásu um það í héraðsblöðum.
- 2. Formaður ráðsins upplýsti um fund með framkvæmdarstjóra sveitarfélagsins. Þar koma fram að framundan er fundur með öllum fulltrúum hverfisráða í sveitarfélaginu. Hverfisráð Sandvíkurhrepps óskar eftir að þar verði farið yfir samskipti milli ráðsins og sveitarfélagsins og hvernig málum er framfylgt.
- 3. Farið yfir hvaða mál hafa verið rædd áður í hverfisráðinu og í hvaða farvegi þau eru nú. Hvaða úrbætur hafa verið gerðar? Framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins hefur verið upplýstur og verið er að vinna í hinum ýmsu málum.
- 4. Rætt um hvort ekki þurfi fulltrúa frá ráðinu þegar fundað er með umdæmisstjóra vegagerðarinnar um málefni Sandvíkurhrepps.
- 5. Rætt um mikilvægi þess að hafa verklagsreglur við viðhald malarvega og snjómokstur.
- 6. Málefni tengd skólabíl rædd, hámarkstími nemenda í skólabílnum eru 120 mínútur á dag.
- 7. Hverfisráðið ákveður að formaðurinn taki saman þau mál sem ráðið hefur lagt til úrbóta, hver staða þeirra er og hvert framhaldið verður.
Fundi slitið kl. 22.30