Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.5.2012

4. fundur Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps


4. fundur hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps
 

Fundur  19. mars 2012

Mætt:

Anne B Hansen, Smjördölum

Guðmundur Lárusson, Stekkum

Ægir Sigurðsson, Ásamýri

Oddur Hafsteinsson, Suðurgötu 14

Aldís Pálsdóttir, Litlu Sandvík

  

  1. 1.       Vekjum athygli á því að nefndarmenn virðast hafa verið skipaðir öðru sinni í ráðið án samráðs við þá.  Nefndarmenn lásu um það í héraðsblöðum.

 

  1. 2.       Formaður ráðsins upplýsti um fund með framkvæmdarstjóra sveitarfélagsins.  Þar koma fram að framundan er fundur með öllum fulltrúum hverfisráða í sveitarfélaginu.  Hverfisráð Sandvíkurhrepps óskar eftir að þar verði farið yfir samskipti milli ráðsins og sveitarfélagsins og hvernig málum er framfylgt.

 

  1. 3.       Farið yfir hvaða mál hafa verið rædd áður í hverfisráðinu og í hvaða farvegi þau eru  nú.  Hvaða úrbætur hafa verið gerðar?  Framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins hefur verið upplýstur og verið er að vinna í hinum ýmsu málum.

 

  1. 4.       Rætt um hvort ekki þurfi fulltrúa frá ráðinu þegar fundað er með umdæmisstjóra vegagerðarinnar um málefni Sandvíkurhrepps.

 

  1. 5.       Rætt um mikilvægi þess að hafa verklagsreglur við viðhald malarvega og snjómokstur.

 

  1. 6.       Málefni tengd skólabíl rædd, hámarkstími nemenda í skólabílnum eru 120 mínútur á dag.

 

  1. 7.       Hverfisráðið ákveður að formaðurinn taki saman þau mál sem ráðið hefur lagt til úrbóta, hver staða þeirra er og hvert framhaldið verður.

 

Fundi slitið kl. 22.30

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica