Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.5.2013

4. fundur íþrótta- og menningarnefndar

4. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.  

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá mál nr. 1304186, fyrirspurnir og tillögur frá ungmennaráði Árborgar. Samþykkt samhljóða. Kæmi inn undir almenna afgreiðslu eða lið 7 og ýta þá næstu málum á eftir niður um eitt sæti. 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1302098 - Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015

 

Rætt um auglýsingar frá UMFÍ um Landsmót 50+ árið 2015, unglingalandsmót 2016 og landsmót 2017 og 2021. Nefndin leggur til að gengið verði til viðræðna við HSK um mögulegar umsóknir um þessi mót. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

2.

1301075 - Bæjar- og menningarhátíðir 2013

 

Farið yfir lokadrög að viðburða- og menningardagskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Fram kom að dagatalið færi í prentun eftir fundinn og lagt til að það fari í dreifingu um allt Suðurland á næstu vikum. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram og bæta við í dagskrána þeim ábendingum sem komu frá nefndinni á fundinum. Samþykkt samhljóða.

 

   

 

 

 

3.

1209161 - Vor í Árborg 2013

 

Farið yfir þá dagskrárliði sem nú þegar eru komnir inn. Fram kom að það væri að bætast í dagskrána jafnt og þétt en ýmsar sýningar, tónleikar og fleiri viðburðir eru nú þegar komnir á dagskrá. Ákveðið að hafa opnun hátíðarinnar á fimmtudeginum 9.maí um kl. 17:00 og afhenda þá um leið menningarviðurkenningu Sv. Árborgar 2013. Samþykkt samhljóða.

 

   

4.

1304081 - Menningarviðurkenning Sv. Árborgar 2013

 

Farið yfir þær tillögur sem liggja fyrir og þær ræddar. Ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar en val nefndarinnar verður kynnt á opnunarhátíð Vors í Árborg þann 9. maí nk. Samþykkt samhljóða.

 

   

5.

1304086 - Menningarstyrkir ÍMÁ 2013

 

Rætt um hvernig fyrirkomulagið gæti verið á styrkúthlutun. Ýmsar leiðir ræddar og er starfsmanni nefndarinnar og Þorláki Helga Helgasyni falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.  

 

   

6.

1303217 - Friðarhlaup og friðartré

 

Nefndin leggur til að Sveitarfélagið Árborg taki þátt í verkefninu. Friðartréð gæti t.d. verið í miðbæjargarðinum. Samþykkt samhljóða.

 

   

7.

1304186 - Fyrirspurnir og tillögur frá UNGSÁ

 

Ungmennaráð Árborgar leggur fram eftirfarandi tillögur og fyrirspurnir:

”Við leggjum fram tillögu um æfingatæki á merktum gönguleiðum“ Rökstuðningur: Æfingatæki sem dreift er á merktar gönguleiðir miðast að vinnslu með eigin þyngd, til að mynda upphífingarstangir. Einnig þarf að merkja gönguleiðir innan sem utan bæjar og auglýsa þessar merktu leiðir til þess að ýta undir heilsueflingu bæjarbúa.

Einnig er eftirfarandi fyrirspurnum komið á framfæri:

"Hvernig er háttað skiptingu styrkja innan sveitarfélagsins til menningarviðburða "? Ungmennaráð þætti vænt um að vita hvort jafnræði sé í úthlutun fjármagns í þessum málaflokki í sveitarfélaginu með tillit til svæða, þ.e. Selfoss annars vegar og svæðanna utan Selfoss hins vegar."

Að lokum vill ráðið koma á framfæri hugleiðingum varðandi viðburðina í kringum jólahátíðina. Ungmennaráðið telur að Tryggvagarður sé hentugri fyrir jólatorgið þó að gaman sé að keyra inn í bæinn yfir brúna og sjá jólatorgið strax. Einnig telja þau að torgið við Pylsuvagninn sé hentugra fyrir innkomu jólasveinanna. Mikil ánægja er með þrettándagleðina en þó hefði verið gott að hafa hljóðkerfi við brennuna.  

Svör verða lögð fram á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

   

Erindi til kynningar

8.

1303011 - Ráðstefna - ungt fólk og lýðræði

 

Kynnt ályktun ungmenna frá ráðstefnunni en fjögur ungmenni fóru frá sveitarfélaginu auk starfsmanns.

 

   

9.

1302187 - Úttekt HSK á stuðningi sveitarfélaga við aðildarfélög

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

1301051 - Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

1108086 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

12.

1303238 - Viðhald á íþróttahúsi Stokkseyrar 2013

 

Upplýst um stöðu mála. Fram kom að viðhaldsmál hússins séu í farvegi hjá sveitarfélaginu.

 

   

13.

1303119 - Málefni Golfklúbbs Selfoss

 

Frá Golfklúbbi Selfoss um stöðu golfklúbba á suðvesturhorninu hvað varðar golfvelli og styrki lagt fram minnisblað. Fram kom að mikil uppsveifla sé í klúbbnum.

 

   

  

Ákveðið að næsti fundur verði mánudaginn 29. apríl 2013 kl.7:15.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
  

Kjartan Björnsson

 

Grímur Arnarson

Brynhildur Jónsdóttir

 

Þorlákur H Helgason

Íris Böðvarsdóttir

 

Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica