20.11.2014
4. fundur íþrótta- og menningarnefndar
4. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 12. nóvember 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Formaður leitaði afbrigða að taka inn mál nr. 1411065 menningarstyrkir ÍMÁ 2014. Samþykkt samhljóða.
Axel Ingi Viðarsson, D-lista, boðaði forföll.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1403292 - Forvarnastefna Sveitarfélagsins Árborgar |
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi stefnu og hvetur foreldra og aðra til að kynna sér efni hennar. Fram kom að aðgerðaáætlun sveitarfélagsins í forvarnamálum væri í vinnslu hjá forvarnahópnum og yrði tilbúin í byrjun næsta árs. Samþykkt samhljóða. |
|
2. |
1408035 - Menningarmánuðurinn október 2014 |
Farið yfir viðburði menningarmánaðarins október 2014. Fram kom að allir viðburðir hafi gengið vel en fullt var úr dyrum á þeim öllum fjórum. Meðaltalskostnaður við hvern viðburð var um 300 þúsund krónur. Nefndin vill þakka öllum þeim aðilum sem komu að viðburðum í menningarmánuðinum með einum eða öðrum hætti. Samþykkt samhljóða. |
|
3. |
1408010 - 100 ára kosningaréttur kvenna |
Farið yfir hugmyndir að viðburðum til að fagna því að árið 2015 séu 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Nefndin er sammála um að minnast þessa með veglegum hætti á árinu 2015 en nánari hugmyndir verði útfærðar síðar. Samþykkt samhljóða. |
|
4. |
1411026 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2014 |
Rætt um fyrirkomulag við kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2014 og farið yfir reglugerð um kjörið. Lagt til að Skákfélagi Selfoss og nágrennis og Bridgefélagi Selfoss verði bætt við félagalistann sem geti tilnefnt til kjörsins. Fram kom að starfsmaður nefndarinnar mun senda út bréf seinna í mánuðinum til íþróttafélaga þar sem óskað verður eftir tilnefningum. Einnig verða ungir afreksmenn heiðraðir sem og veitt hvatningarverðlaun ÍMÁ. Nefndin leggur til að allir þeir sem verða tilnefndir til kjörsins verði boðaðir sérstaklega á hátíðina sem verði haldin þriðjudaginn 30. desember. Samþykkt samhljóða. |
|
5. |
1410034 - Styrkbeiðni - viðtöl við íbúa Árborgar til skráningar á sögu 20. aldar |
Nefndin tekur mjög jákvætt í verkefnið en sér ekki fært að styrkja það að svo stöddu. Nefndin bendir umsækjanda á að sækja um styrk til Menningarráðs Suðurlands. Samþykkt samhljóða. |
|
6. |
1408033 - Málefni Selsins 2014 - frístundaklúbbur fatlaðra 16+ |
Farið yfir drög að niðurstöðum þjónustukönnunar sem lögð var fyrir félaga í Selnum, aðstandendur og starfsfólk fyrr í haust. Lagt til að formaður og starfsmaður nefndarinnar fundi með forsvarsmönnum Selsins ásamt fulltrúum málefna fatlaðra um niðurstöður könnunarinnar. Samþykkt samhljóða. |
|
7. |
1411065 - Menningarstyrkir ÍMÁ 2014 |
Rætt um fyrirkomulag úthlutunar á menningarstyrkjum ÍMÁ fyrir árið 2014. Lagt til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að auglýsa styrki til menningarstarfs sem fyrst og úthlutun fyrir árið 2014 fari fram í desember nk. Auglýsingin verði með þeim áherslum sem fram komu á fundinum. Samþykkt samhljóða. |
|
Erindi til kynningar |
8. |
1410087 - Athugasemd - börn á skólavistun og ferðir á íþróttaæfingar |
Lagt fram til kynningar. |
|
9. |
1411020 - Ný mennta- og æskulýðsáætlun ESB - möguleikar í Erasmus+ |
Lagt fram til kynningar. |
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:43
Kjartan Björnsson |
|
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Estelle Burgel |
Bragi Bjarnason |
|
|