Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.3.2011

4. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

4. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 28. febrúar 2011  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður, D-lista,
Erling Rúnar Huldarsson, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Formaður óskar eftir að leita afbrigða til að koma á framfæri hamingjuóskir til 4.flokks karla og kvenna hjá handknattleiksdeild Umf. Selfoss. Samþykkt samhljóða og verður tekið fyrir sem mál nr. 5. Aðrir fundarliðir færast því niður um einn.

Bragi Bjarnason ritar fundagerð

Dagskrá:

1.  1101047 - Styrkbeiðni - Ráðning starfsmanns
 Ósk skátafélagsins Fossbúa um styrk til ráðningar starfsmanns í hlutastarf er hafnað með vísan til þess að í gangi er samningur milli skátafélagsins og sveitarfélagsins.
   
2.  1012086 - Fyrirspurnir til ÍTÁ frá fulltrúa S - lista
 Áður á dagskrá 3.fundar
 Fulltrúi S - lista leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir á 3.fundi nefndarinnar.
1. Samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt var í síðustu viku er gert ráð fyrir verulega skertum framlögum til félags- og ungmennastarfs  í sveitarfélaginu. Undirritaður óskar eftir að fá upplýsingar um hvað skerðingin verður mikil í krónum.
Svar: Heildarframlög til íþrótta- og tómstundamála jukust um 23,5 milljónir frá árinu 2010 en inn í þeim framlögum eru reiknaðir styrkir í formi afnota af mannvirkjum til íþrótta- og tómstundafélaga.

2. Skerðing á framlögum til ungmennastarfs hlýtur að hafa neikvæð áhrif á það mikla uppbyggingarstarf sem búið er að leggja í á undanförnum árum. Undirritaður leggur til að nefndin vinni áætlun sem miði að því að áhrif skerðingarinnar verði sem minnst á ungmennastarf í sveitarfélaginu.
Svar: Eins og fram kemur í svari við fyrstu spurningu skerðist heildarframlag til íþrótta- og tómstundamála ekki. Fulltrúar D - lista taka undir að skerðing á framlögum til íþrótta- og tómstundamála sé neikvæð enda tókst okkur að auka framlög til málaflokksins um rúmar 23,5 milljónir. 

3. Hver er heildarniðurskurður til þeirra mála sem íþrótta- og tómstundanefnd hefur með að gera.
Svar: Eins og fram kemur í svari við spurningu eitt jukust framlög til þeirra mála sem íþrótta- og tómstundanefnd hefur forsvar fyrir um 23,5 milljónir.
   
3.  1102012 - Auglýsing - Gestgjafi unglingalandsmóta UMFÍ 2013 og 2014
 Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur Braga Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa, að ræða við HSK um mögulega umsókn um unglingalandsmótin 2013 eða 2014.
   
4.  1007020 - Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Árborg
 Siðareglur kjörinna fulltrúa kynntar fyrir nefndarmönnum og skrifa allir undir þær.
   
5.  1102135 - Hamingjuóskir til handknattleiksdeildar Umf. Selfoss
 ÍTÁ vill koma á framfæri hamingjuóskum til 4.flokks karla og kvenna hjá handknattleiksdeild Umf. Selfoss en flokkarnir urðu bikarmeistara í handknattleik um síðustu helgi.
   
6.  1012017 - Breytingar á gjaldskrá 2011 - Sundlaugar Árborgar
 Ný gjaldskrá sundlauga Árborgar kynnt. Fram kom að stakt gjald í sund hækkar úr 390 kr. í 450 kr. en aðrir gjaldskrárliðir haldast óbreyttir. Einnig kom fram að áfram verður frítt í sund fyrir börn yngri en 18 ára. ÍTÁ þakkar upplýsingar og hvetur íbúa og gesti til að nýta sér sundlaugarnar enda hin mesta heilsubót.
   
7.  1102105 - Hvatagreiðslur 2010 - Fjöldi umsókna
 Yfirlit yfir hvatagreiðslur 2010 lagt fram. 753 umsóknir voru greiddar út árið 2010 sem er aukning um 99 frá árinu á undan. Árið 2010 var jafnframt fyrsta árið þar sem sótt var um hvatagreiðslur rafrænt og hefur það kerfi gengið í heildina mjög vel. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur foreldra í Árborg til að nýta sér hvatagreiðslurnar 2011 og sækja um í gegnum íbúagáttina, Mín Árborg. 
   
8.  1101122 - Samkomulag um uppbyggingu og viðhald mótorcrossbrauta í Árborg
 Samkomulagið lagt fram til kynningar.
   
9.  1101150 - Þjónustusamningur - Ungmennafélag Eyrarbakka 2011
 Þjónustusamningur Sveitarfélagins Árborgar við Umf. Eyrarbakka kynntur. Fram kom að Umf. Eyrarbakki fær fjárstyrk til barna- og unglingastarfs sem og sérstakan afreks- og styrktarsjóð. Félagið fær endurgjaldslaus afnot af íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins líkt og önnur íþróttafélög en æfingaaðstaða félagsins er í íþróttahúsinu Stað á Eyrarbakka. 
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10

Grímur Arnarson  
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarsson  
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica