Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.10.2010

4. fundur menningarnefndar

4. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 30. september 2010  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:30

Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, varaformaður, D-lista,
Kjartan Ólason, nefndarmaður S-lista,
Bragi Bjarnason. íþrótta- og tómstundafulltrúi,


Gunnar Sigurgeirsson kom inn á fundinn undir liðum 1 og 2.

Bragi Bjarnason ritar fundargerð

Dagskrá:

Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar
1.  1007015 - Menningarmánuðurinn október                 
 Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar                 
 Eftirfarandi dagskrá lögð fram:
Fyrsta menningarkvöldið verður fimmtudaginn 7. október í Leikhúsinu við Sigtún (gamla Iðnskólanum)kl. 21.00 á afmælisdegi Páls Lýðssonar oddvita, bónda og fræðimanns frá Litlu Sandvík í Sandvíkurhreppi. Sérstakur gestur þetta kvöld til þess að minnast Páls verður Halldór Blöndal fyrrverandi þingmaður og mun hann segja skemmtilegar sögur og kynningu sína af Páli. Flutt verða tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga í umsjón Guðmundar Pálssonar, einnig mun Ragnhildur Blöndal syngja. Dagskráin mun standa í rúma klukkustund og býður menningarnefnd upp á molasopa. Umsjónarmaður Kjartan Björnsson
 
2 menningarkvöldið verður þriðjudaginn 12 október á afmælisdegi Páls Ísólfssonar tónskálds frá Stokkseyri komum við saman á orgelverkstæði Björgvins Tómassonar á Stokkseyri, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga í umsjón Margrétar Stefánsdóttur og Hlínar Pétursdóttur. Barna og unglingakór Getsemanekirkjunnar í Berlín heiðrar okkur með söng sýnum en Stokkseyringar hafa minnst Páls á afmælisdegi hans sl. 10 ár. Starfsmannafélag Hólmarastar og Hrútavinafélagið aðstoðar við veitingar.  Umsjónarmaður kvöldsins er Björn Ingi Bjarnason.
 
3 menningarkvöldið verður mánudaginn 18 október komum við saman til að heiðra minningu Tryggva Gunnarssonar stjórnanda byggingar Ölfusárbrúar sem Tryggvaskáli, Tryggvagarður ofl er kennt við. Sérstakur gestur okkar þetta kvöld verður Þór Vigfússon fyrrverandi skólameistari og segir hann sögur af Tryggva og hans mikla starfi við bakka Ölfusár. Dagskrá frá Tónlistarskóla Árnesinga í umsjón Birgit Myschi. Karlakór Selfoss mun syngja. Kvæðamannafélagið Árgali verður með innslag. Umsjónarmaður Kjartan Björnsson
 
4 menningarkvöldið komum við svo saman fimmtudaginn 21 október á afmælisdegi Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara frá Eyrarbakka í Gónhól á Eyrarbakka. Dagskráin er í umsjón Ingu Jónsdóttur safnstjóra Listasafns Árnesinga. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga í umsjón Guðmundar Kristmundssonar. Stöllurnar Kristín Arna Hauksdóttir og Bryndís Erlingsdóttir syngja. Kríuvinafélagið og Hrútavinafélagið aðstoða við veitingar.  Umsjónarmaður kvöldsins er Björn Ingi Bjarnason
 
5 og síðasta menningarkvöldið verður í Hótel Selfossi fimmtudaginn 28 október og er kvöldið tileinkað Guðmundi Daníelssyni rithöfundi en Guðmundur hefði orðið 100 ára 4 október 2010. Sérstakur gestur þetta kvöld verður Óli Þ Guðbjartsson fyrrverandi skólastjóri á Selfossi. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga í umsjón Heimis Guðmundssonar. Auður Gunnarsdóttir söngkona syngur. Matthías Johannessen fyrrv ritstjóri og veiðifélagi Guðmundar segir sögur af Guðmundi. Kvæðamannafélagið Árgali verður með innslag. Umsjónarmaður Kjartan Björnsson
 
Formaður fór yfir dagskránna. Fram koma að sérstakt boðsbréf yrði sent á tengda aðila þess sem verið er að minnast á hverju menningarkvöldi. Einstaka dagskrárliðir gætu bæst við dagskránna en einstaklingar hafa sýnt því áhuga að koma fram endurgjaldslaust.
 
Formaður leggur eftirfarandi dagskrá með hugsanlegum viðbótum sem upp kynnu að koma, til samþykktar
 
Dagskráin samþykkt með tveimur atkvæðum D-lista, fulltrúi S-lista situr hjá.                 
                    
Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar
2.  1007061 - Hernám Breta 70 ára                 
 Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar                 
 Gunnar Sigurgeirsson fer yfir stöðu mála og leggur nýjustu drög að dagskrá fyrir nefndarmenn. Dagskráin rædd og ýmsar hugmyndir lagðar fram. t.d. fjölmiðlakynning til að kynna hátíðina, ferð um Kaldaðarnes, dagskrá í Tryggvaskála og leikhúsinu, kvikmyndasýning og fleira. Formaður þakkar Gunnari fyrir hans hugmyndir og hvetur hann til dáða í áframhaldandi vinnu. 
                  
                    
3.  1009278 - Ljósmyndataka af menningarnefnd 2010-2014                 
 Formaður leggur til að tekin verði mynd af menningarnefndinni til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins og um leið er það hvatning til annarra nefnda sveitarfélagsins að gera slíkt hið sama.
Samþykkt samhljóða                 
                    
Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar
4.  1008090 - Menningarsamskipti við San Antonio                 
 Áður á dagskrá á 3.fundi nefndarinnar                 
 Bréfið lagt fram.                 
                

Formaður boðar til næsta fundar í menningarnefnd að öllu óbreyttu mánudaginn 11.október nk. kl.18:00.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:49


Kjartan Björnsson  
Björn Ingi Bjarnason
Kjartan Ólason
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica