Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.3.2018

4. fundur nýs Hverfisráðs Selfossi

Fjórði fundur hverfisráðs Selfoss í ráðhúsi Árborgar þriðjudaginn 28.nóvember. Fundur settur 20:10    Mættir eru: Sveinn Ægir Birgisson, , María Marko, Lilja Kristjánsdóttir, Valur Stefánsson og Kristján Eldjárn Þorgeirsson Fundargerð ritar Sveinn Ægir Birgisson
  1. Að endurskoða umferðferðarskipulag við ,,Hornið“. Mikið er um að bílstjórar stytti sér leið í gegnum bílaplanið við Samkaup og Eldhúsið og því vill hverfisráð skoða þann möguleika að hafa eingöngu eina akgrein inn á bílastæðið.
  2. Tvístefnu akrein á bakvið Arion banka
  • Víxla einstefnunni
  • Bara hægt að beygja til hægri þegar komið er út af bílaplaninu og keyrt inná Tryggvagötuna.
 
  1. Breikka árveg, of þröngt til að auðvelt sé að mæta umferð úr gagnstæðri átt.
 
  1. Hverfisráð hvetur bæjarráð til að kanna þann möguleika að sýna HM í fótbolta á stórum skjá utandyra fyrir íbúa.
 
  1. Stórar ruslatunnur á ákveðin svæði þar sem ljósastauratunnurnar hafa ekki við. Hægt væri að hafa heimilistunnu steypta niður.
 
  1. Gangbraut við hundasleppisvæðið
 
  1. Hafa ráðningaskrifstofu í bænum, starfsmaður sem sér um ráðningu í vinnu og þau atvinnutækifæri sem eru hér í boði. Draga fleiri fyrirtæki í bæinn með meðal og hálaunastörf.
 
  1. Bæta lýsingu við umferðaljósin við Eyraveg/Tryggvagötu. Við ljósin er mikil umferð á álagspunktum og fjölmörg börn á ferð sem sjást illa í myrkrinu. Draumur væri að fá láreista ljósastaura með LED lýsingu.
 
  1. Flokkunarkerfi á sorpi í grunnskólanna
 
  1. Stækka svæðið við ,,Stóra hól“ til að renna sér. Fjarlægja trágróður sem liggur meðfram langholtinu. Þetta myndi líka gefa aukna möguleika t.d. að koma fyrir skautasvelli þar sem trén eru.  
 
  1. Ábótavant hálkuvarnir
  Hrós fyrir skemmtilega athöfn við tendrun jólaljósanna Þökkum fyrir samstarfið Fundi slitið 21:00

Þetta vefsvæði byggir á Eplica