15.3.2018
4. fundur nýs Hverfisráðs Selfossi
Fjórði fundur hverfisráðs Selfoss í ráðhúsi Árborgar þriðjudaginn 28.nóvember.
Fundur settur 20:10
Mættir eru: Sveinn Ægir Birgisson, , María Marko, Lilja Kristjánsdóttir, Valur Stefánsson og Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Fundargerð ritar Sveinn Ægir Birgisson
- Að endurskoða umferðferðarskipulag við ,,Hornið“. Mikið er um að bílstjórar stytti sér leið í gegnum bílaplanið við Samkaup og Eldhúsið og því vill hverfisráð skoða þann möguleika að hafa eingöngu eina akgrein inn á bílastæðið.
- Tvístefnu akrein á bakvið Arion banka
- Víxla einstefnunni
- Bara hægt að beygja til hægri þegar komið er út af bílaplaninu og keyrt inná Tryggvagötuna.
- Breikka árveg, of þröngt til að auðvelt sé að mæta umferð úr gagnstæðri átt.
- Hverfisráð hvetur bæjarráð til að kanna þann möguleika að sýna HM í fótbolta á stórum skjá utandyra fyrir íbúa.
- Stórar ruslatunnur á ákveðin svæði þar sem ljósastauratunnurnar hafa ekki við. Hægt væri að hafa heimilistunnu steypta niður.
- Gangbraut við hundasleppisvæðið
- Hafa ráðningaskrifstofu í bænum, starfsmaður sem sér um ráðningu í vinnu og þau atvinnutækifæri sem eru hér í boði. Draga fleiri fyrirtæki í bæinn með meðal og hálaunastörf.
- Bæta lýsingu við umferðaljósin við Eyraveg/Tryggvagötu. Við ljósin er mikil umferð á álagspunktum og fjölmörg börn á ferð sem sjást illa í myrkrinu. Draumur væri að fá láreista ljósastaura með LED lýsingu.
- Flokkunarkerfi á sorpi í grunnskólanna
- Stækka svæðið við ,,Stóra hól“ til að renna sér. Fjarlægja trágróður sem liggur meðfram langholtinu. Þetta myndi líka gefa aukna möguleika t.d. að koma fyrir skautasvelli þar sem trén eru.
- Ábótavant hálkuvarnir
Hrós fyrir skemmtilega athöfn við tendrun jólaljósanna
Þökkum fyrir samstarfið
Fundi slitið 21:00