Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.11.2014

4. fundur skipulags- og byggingarnefndar

4. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 5. nóvember 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15. Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi, Guðmundur Gestur Þórisson, f.h. slökkviliðsstjóra. Dagskrá: 
Samþykktir byggingarfulltrúa
1. 1410207 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hesthús að Vallartröð 5, Selfossi. Umsækjandi: Guðmundur Árnason og Ragna Gunnarsdóttir
Samþykkt.
 2. 1410203 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hesthús að Vallartröð 7, Selfossi. Umsækjandi: Halldóra Jónsdóttir
Samþykkt.
 3. 1410048 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Hraunhólum 18-20, Selfossi. Umsækjandi: JÞÞ Verk
Samþykkt.
4.  1409224 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Nýjabæ 7, 800 Selfoss. Umsækjandi: Unnsteinn Einarsson
Samþykkt.
 5. 1410152 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð að Austurvegi 21c, Selfossi. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Samþykkt.
 6. 1410205 - Umsókn um breytingu á innra skipulagi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sólvöllum, Eyrargötu 26, Eyrarbakka. Umsækjandi: Guðjón Guðmundsson
Samþykkt.
 7. 1409217 - Ósk um umsögn um breytingu á leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúð að Þóristúni 19, Selfossi Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi
Samþykkt.
Almenn afgreiðslumál
 8. 1410156 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir háspennustreng frá Kirkjuvegi upp Engjaveg að Hamri, verknámshúsi FSU.
Samþykkt.
 9. 1410155 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri hitaveitulögn frá Suðurhólum niður að Nýjabæ.
Samþykkt.
 10. 1410153 - Umsókn um nafnabreytingu á lóðinni Skipar lóð 1, nýtt nafn yrði Skipalundur.
Samþykkt.
 11. 1411001 - Umsókn um leyfi til að flytja íbúðarhúsið að Ennishvarfi 27 í Kópavogi að Norðurbraut 20 í Tjarnabyggð
Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga
 12. 1405415 - Framtíðaræfinga- og keppnissvæði mótocrossdeildar Umf. Selfoss
Fulltrúar mótocrossdeildar Umf. Selfoss mættu á fundinn og kynntu tillögur sínar. Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við Skógræktarfélag Selfoss.
 13. 1409090 - Fyrirspurn um breytingu á útliti að Skólavöllum 7, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Erindinu frestað til næsta fundar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að svörum við athugasemdum.
 14. 1408056 - Fyrirspurn um breytingu á lóð að Melhólum 2-6 og 8-12, Selfossi, breytingin felur í sér að byggja 4 parhús í stað 2 raðhúsa. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Fyrirhugaðri breytingu á lóðunum er hafnað.
 15. 1409073 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Lyngheiði 4, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullgildum aðaluppdráttum.
 16. 1405156 - Fyrirspurn um breytingu á lóð að Eyrargötu 16E, Eyrarbakka, áður á fundi 1. október sl.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skiptingu lóðarinnar.
 17. 1310056 - Tilaga að deiliskipulagsbreytingu að Byggðarhorni, tillagan hefur verið auglýst og athugasemd borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. Athugsemdir bárust við tillöguna frá Guðrúnu Thorsteinsson og Símoni Ólafssyni. Framkomnum athugasemdum er hafnað með eftirfarandi rökstuðningi: Í framkominni athugsemd er vísað til röksemda í bréfi sem sent var vorið 2013 til að mótmæla breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030. Líklega er átt við athugasemdir sem bárust við breytingu á aðalskipulagi Árborgar dags. 21. maí 2013. Þeim athugsemdum var svarað með bókun bæjarráðs þann 1. ágúst 2013. Áður hafði skipulags- og byggingarnefnd á fundi sínum 16. júlí 2013 afgreitt umrædda breytingu. Í bókun bæjarráðs þann 1. ágúst 2013 var framkomnum athugasemdum við tillögu að breytingum á aðalskipulagi Árborgar hafnað. Um nánari röksemdir og svör við þeim athugasemdum vísast til bókunar bæjarráðs. Í athugasemdum sínum leggja þau er athugsemdir gera nú sérstaka áherslu á að mótmæla því að lóð 38 verði skilgreind á annan hátt en aðrar lóðir í hverfinu, sem hafa sama veg. Svar: Sveitarfélagið Árborg telur að breyting á landnotkun á afmarkaðri lóð í jaðri skipulagsreitsins hafi óveruleg áhrif. Lóðir á svæðinu eru mjög stórar og ekki verður séð að bílaumferð aukist þar sem ekki er verið að fjölga lóðum. Á svæðinu hefur verið heimiluð fjölbreytt atvinnustarfsemi tengd landbúnaði. Heimilt er að vera með bændagistingu, dýrahald og ræktun. Starfrækja má tamningar og reiðskóla. Leigja má út gróðurreiti fyrir matjurta- eða skólagarða og stunda fræðslustarfsemi og námskeiðahald. Einnig er heimil starfsemi sem talist getur eðlileg þjónusta við íbúa viðkomandi hverfis s.s. verslun, hreinleg athafnastarfsemi án hávaða og lyktarmengunar og handiðnaður. Á umferðarþol svæðisins hefur lítið sem ekkert reynt miðað við framangreindar forsendur enda svæðið enn nær óbyggt. Ítrekað er að með breytingu þessari er þess freistað að koma skipulagsmálum svæðisins í gott horf og um leið styrkja uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu án þess þó að raska meginforsendum gildandi skipulags. Sveitarfélagið Árborg vill þakka þann áhuga sem þeir, er gerðu athugasemdir, hafa sýnt skipulagsvinnunni með framangreindum athugasemdum og vonar að með þessu svari hafi verið gefnar fullnægjandi skýringar vegna framkominna athugasemda, ábendinga, tilmæla og mótmæla.
 18. 1405411 - Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51-59 Selfossi
Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á almennum fundi.
 19. 1103050 - Miðbæjarskipulag Eyrarbakka
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu málsins, unnið er að deiliskráningu fornleifa.
 20. 1209098 - Fjörustígur - göngu- og hjólastígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar
Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3mgr. 30.gr. skipulagslaga.
 21. 1410202 - Óskað er umsagnar um starfsleyfi vegna tínslu á sölum í fjörunni á Eyrarbakka.
Samþykkt.
 22. 1410185 - Óskað er eftir að byggja raðhús á einni hæð í stað tveggja, að Löngumýri 8a-14b, Selfossi.
Lagt er til að grenndarkynna erindið.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Ásta Stefánsdóttir Magnús Gíslason
Gísli Á. Jónsson Guðlaug Einarsdóttir
Ragnar Geir Brynjólfsson Bárður Guðmundsson
Ástgeir Rúnar Sigmarsson Guðmundur Gestur Þórisson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica