Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.12.2008

40. fundur bæjarstjórnar

40. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn mánudaginn 1. desember 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson, B listi,
Helgi S. Haraldsson, B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds, D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Grímur Arnarson, D listi.

Fulltrúar Ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar:
Fannar Freyr Magnússon, Íris Erla Gísladóttir, Vala Hauksdóttir, Dagur Fannar Magnússon, Kolbrún Lilja Guðnadóttir og Þorvaldur Óskar Gunnarsson

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

  • 1. Setning fundar.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og gerði grein fyrir skipulagi fundarins.

  • 2. Bæjarfulltrúar og Ungmennaráðsliðar kynna sig.

Bæjarfulltrúar tóku til máls og kynntu sig og fyrir hvaða stjórnmálaflokka viðkomandi sitja í bæjarstjórn. Ungmennaráðsliðar kynntu sig og gerðu grein fyrir því fyrir hvaða hópa þeir eru fulltrúar í ráðinu.

  • 3. Ræða bæjarfulltrúa meiri- og minnihluta bæjarstjórnar

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

  • 4. Erindi frá fulltrúa UNGSÁ

Forseti leitaði samþykkis bæjarfulltrúa fyrir því að fulltrúi Ungmennaráðs tæki til máls. Var það samþykkt samhljóða.

Dagur Fannar Magnússon tók til máls og flutti erindi fulltrúa Ungmennaráðs.

0812010

  • 5. Afgreiðsla sameiginlegrar ályktunar

Kolbrún Lilja Guðnadóttir tók til máls og flutti svohljóðandi tillögu að ályktun:

Bæjarstjórn Árborgar og Ungmennaráð Árborgar samþykkja að vinna sameiginlega að því að ungu fólki í sveitarfélaginu gefist kostur á hvetjandi og heilbrigðu umhverfi sem efli og styrki það til framtíðar. 

Bæjarstjórn haldi formlegan fund með Ungmennaráði einu sinni á ári.  Þar fyrir utan munu ungmennaráð og bæjarstjórn eiga samráð um þetta verkefni eftir því sem þurfa þykir, og hittist í þeim tilgangi a.m.k. einu sinni á ári utan formlegs fundar. 

Bæjarstjórn í samvinnu við Ungmennaráð mun leggja allt kapp á að Sveitarfélagið Árborg verði í fararbroddi í málefnum er varða velferð ungs fólks.

Forseti bæjarstjórnar tók til máls.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,  Grímur Arnarson, D-lista og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

Ályktunin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða af bæjarstjórn og Ungmennaráði.

Forseti bæjarstjórnar bauð bæjarfulltrúum, fulltrúum Ungmennaráðs og gestum til móttöku í Pakkhúsi vegna opnunar Ungmennahúss og stofnunar Ungmennaráðs.

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:50.

Jón Hjartarson                        
Helgi S. Haraldsson
Þorvaldur Guðmundsson                      
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson                                  
Eyþór Arnalds 
Þórunn Jóna Hauksdóttir                     
Grímur Arnarson
Elfa Dögg Þórðardóttir                        
Dagur Fannar Magnússon
Íris Erla Gísladóttir                               
Þorvaldur Óskar Gunnarsson
Fannar Freyr Magnússon                     
Vala Hauksdóttir
Kolbrún Lilja Guðnadóttir                    
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
   


Þetta vefsvæði byggir á Eplica