Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.4.2007

40. fundur bæjarráðs

 

40. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 20.04.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0701055
Fundargerð skólanefndar grunnskóla

frá 12.04.07

b.

0702011
Fundargerð umhverfisnefndar

frá 04.04.07

c.

0701068
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

frá 12.04.07

 

1a) -liður 2, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að aldursskipting milli skólahúsa á Eyrarbakka og Stokkseyri verði á þá leið að 1. til 4. bekkur verði á Stokkseyri og 5. til 10. bekkur á Eyrarbakka.

1b) -liður 1, bæjarráð felur yfirverkstjóra umhverfisdeildar að leita eftir samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um mælingar á loftmengun við stærstu umferðargötur á Selfossi.
-liður 4, bæjarráð fagnar ákvörðun nefndarinnar um daga tileinkaða umhverfinu 3. til 7. maí og hvetur íbúa í sveitarfélaginu til virkrar þátttöku.

 

1c) -liður 8, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var 4. desember, að búgarðabyggð í landi Byggðarhorns, verði samþykkt.
-liður 9, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Norðurhóla 3 verði auglýst.
-liður 11, bæjarráð lýsir ánægju með skoðunarferð skipulags- og bygginganefndar en hún er liður í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við stefnumörkun og framtíðaráform til uppbyggingar atvinnu- og athafnasvæða í sveitarfélaginu.
Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir hið fyrsta. Framkvæmdastjóra er falið að leggja fram svör við fyrstu þremur spurningunum í skipulags- og bygginganefnd og í framkvæmda- og veitustjórn. Fjórða spurningin er hluti af þeirri vinnu sem nú fer fram.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 

 

 

 

 

Engar.

 

3. 0704039
Verksamningur um leikskóla við Leirkeldu - til staðfestingar -

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég samþykki samninginn enda hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á uppbyggingu nýs leikskóla við Leirkeldu á þessu ári.

4. 0704039
Tillaga um uppbyggingu leikskóla - áður frestað á 39. fundi -

Lögð er fram svohljóðandi tillaga:

Greining á þörf fyrir leikskólapláss í Sveitarfélaginu Árborg hefur leitt í ljós að nauðsynlegt er að taka í notkun fjórar leikskóladeildir haustið 2008. Samið hefur verið við Tindaborgir um að hanna sex deilda leikskóla við Leirkeldu og byggja fyrsta áfanga, þrjár deildir, verkskil eru 1. desember 2007.

Í tilefni af framangreindri þarfagreiningu felur bæjarráð framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita samninga við Tindaborgir um að framangreindum verkskilum verði frestað og verði miðað við að starfsemi geti hafist í leikskólanum 5. ágúst 2008, og að greiðslur vegna framkvæmdarinnar falli að mestu á árið 2008.
Jafnframt er framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs falið að leita samninga við Tindaborgir um byggingu síðari áfanga leikskólans og að verkskil hvað varðar eina leikskóladeild verði þau sömu og að framan greinir, (starfsemi geti hafist 5. ágúst 2008), en í febrúar 2009 hvað varðar tvær leikskóladeildir.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Ég greiði atkvæði á móti því að samningnum verði breytt og legg til að hann verði látinn standa óbreyttur og fjárhagsáætlun ársins breytt til samræmis við það og gert verði ráð fyrir lántöku til framkvæmdarinnar. Þannig myndu þrjár deildir leikskólans við Leirkeldu opna í byrjun árs 2008. Í framhaldi ætti að halda áfram uppbyggingu leikskólans. Þetta væri í samræmi við þörf eftir leikskólaplássi, í samræmi við fyrirheit um að reglur um leikskólavist miðist við börn frá 18 mánaða og til að úrelt húsnæði og bráðabirgðahúsnæði verði lagt af sem fyrst.

5. 0605172
Samningur um rekstur tjaldstæðis á Stokkseyri -

Bæjarráð staðfestir samninginn.

6. 0701150
Sýningin Árborg 2007 - samningur við 2B Company ehf -

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Ástæða er til að fagna framtaki einkaaðila sem standa að sýningu sem þessari. Árborg þarf á góðri kynningu að halda, enda vantar talsvert upp á kynningarmál sveitarfélagsins í atvinnu- og ferðamálum og því miður er enn ekki sérstakur starfsmaður ferðamála hjá sveitarfélaginu. Það er því eðlilegt að sveitarfélagið taki þátt í sýningu sem þessari.

7. 0704073
Ársreikningur 2006 -

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

8. 0704066
Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um veitingaleyfi fyrir Töfragarðinn -

Bæjarráð samþykkir erindið enda liggi fyrir samþykki annarra umsagnaraðila.

9. 0704080
Tillaga um að umhverfisnefnd móti tillögu um söfnun og skil á pappír til endurvinnslu -

Lögð var fram svohljóðandi tillaga meirihluta bæjarráðs:
Bæjarráð Árborgar felur umhverfisnefnd að leggja fram tillögu um hvernig Sveitarfélagið Árborg geti auðveldað íbúum sveitarfélagsins söfnun og skil á pappír til endurvinnslu.
Greinargerð:
Magn pappírs sem fellur til á heimilum, s.s. dagblaða, dreifibréfa, bæklinga, tölvupappírs o.fl. fer sífellt vaxandi. Öllum þessum pappír fylgir mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin en þau bera ábyrgð á að losa íbúana við úrgang. Ábyrgð sveitarfélaganna er mikil hvað varðar umhverfisþátt þessa máls. Endurvinnsla pappírs er ekki einungis hagkvæmari kostur heldur en urðun heldur einnig umhverfisvænni. Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að sem mest af þeim pappír sem er í umferð í sveitarfélaginu náist til endurvinnslu. Þá þarf að vera einfalt og þægilegt fyrir íbúa að koma pappír frá sér til endurvinnslu. Því er hér lagt til að umhverfisnefnd verði falið að kanna möguleika til þessa og gera tillögu um aðferð og fyrirkomulag til bæjarráðs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum meirihluta bæjarráðs. Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, sat hjá.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, bæjarfulltrúi D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Verið er að gera svokallaða lífsferilsgreiningu (Life cycle analysis (LCA greiningu)) á vegum Sorpstöðvar Suðurlands og munu niðurstöður úr henni gera sveitarfélögum kleift að skoða hvaða leiðir eru hagkvæmastar miðað við ólíkar aðstæður. Niðurstöður gefa einnig til kynna hvaða aðferðir skila mestum umhverfislegum ávinningi. Það er því ekki úr vegi að bíða niðurstaðna úr þeirri vinnu sem fagstofnun á vegum sveitarfélaganna, þ.m.t. Árborgar, lætur nú vinna að. Þess vegna sit ég hjá.

10.  Erindi til kynningar:

Engin.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:37


Jón Hjartarson                                               
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica