40. fundur bæjarráðs
40. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. júní 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni um leyfi landeiganda til ferðaþjónustu í Stokkseyrarfjöru. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1501029 - Fundargerð félagsmálanefndar | |
12. fundur haldinn 3. júní | ||
-liður 4,1506008, reglur um sérstakar húsaleigubætur. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar. -liður 5, 1506007, reglur um félagslegt leiguhúsnæði. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar. -liður 6, 1506006, reglur um fjárhagsaðstoð. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar. -liður 7, 1506009, öldungaráð. Bæjarráð vísar samþykktinni til bæjarstjórnar. Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
11. fundur haldinn 3. júní | ||
-liður 9, 1103050, tillaga að deiliskipulagi miðhverfis Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. -liður 10, 1209098, tillaga að aðalskipulagi fjörustígs. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 17, 1205364, skipulagslýsing miðbæjar Selfoss. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1502042 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
828. fundur haldinn 29. maí | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1506014 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. júní 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Kaffigott, Gimli, Stokkseyri. | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
5. | 1506013 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. júní 2015, um umsögn um tækifærisleyfi - Hvíta húsið á hátíðinni Kótelettan 2015 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
6. | 1506015 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 5. júní 2015, um umsögn um tækifærisleyfi - útiveitingar í tjaldi á Kótelettunni 2015 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
7. | 1506058 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 5. júní 2015, um umsögn um tækifærisleyfi - matartjald á Kótelettunni 2015 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
8. | 1506035 - Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, varðandi starfsleyfisskilyrði fyrir bílapartasölu Netparta í Byggðarhorni, til kynningar | |
Lagt fram. | ||
9. | 1506025 - Beiðni Unnar Arndísar og Jóns Tryggva Unnarssonar um styrkbeiðni - menningarviðburðir í Óðinshúsi sumarið 2015 | |
Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu en bendir á styrkjamöguleika í gegnum Uppbyggingarsjóð Suðurlands. | ||
10. | 1506045 - Ályktun af aðalfundi Þroskahjálpar Suðurlands 2015 | |
Ályktunin lögð fram. | ||
11. | 1506004 - Beiðni Ingimars Baldvinssonar um leyfi sveitarfélagsins sem landeiganda fyrir fjórhjólaferðum á 250 metra kafla í Stokkseyrarfjöru í vestur frá Markavörðu | |
Lögð var fram umsögn hverfisráðs Stokkseyrar og undirskriftalisti aðila í ferðaþjónustu. Bæjarráð veitir leyfi í samræmi við umsóknina til þriggja mánaða með því skilyrði að einungis verði ekið eftir fyrirfram ákveðinni leið í flæðarmálinu og ekki hraðar en á 15-20 km hraða, þess verði og gætt að valda ekki ónæði á varptíma fugla. | ||
Erindi til kynningar | ||
12. | 1506044 - Stefna í minjavernd, erindi frá Minjastofnun. | |
Lagt fram til kynningar. | ||
13. | 1501242 - Þakkir fyrir styrk við útgáfu leiðarvísis um hjólaleiðir í Árnessýslu | |
Lagt fram. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20.
Gunnar Egilsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Eggert V. Guðmundsson | Helgi Sigurður Haraldsson | |
Viðar Helgason | Ásta Stefánsdóttir |