Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.11.2009

40. fundur félagsmálanefndar

40. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 9. nóvember 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista,
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista,
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða,

Dagskrá:

1. 0911033 - Húsnæðismál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

2. 0911038 - Húsnæðismál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

3. 0412036 - Reglur um félagslega liðveislu.

Tillaga að breytingu á reglum um félagslega liðveislu í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til að gerð verði breyting á 2. mgr. 10.gr. reglnanna sem hljóðar svo:
" Akstur er að hámarki greiddur sem nemur 140 km. á mánuði, miðað við hámarks liðveislu. Akstur er greiddur samkvæmt kílómetragjaldi ákvörðuð af ferðakostnaðarnefnd hverju sinni.”

Að 2. mgr. 10. gr. reglna um félagslega liðveislu í Sveitarfélaginu Árborg hljóði svo eftir breytingu:
"Liðveitendur fá greitt fyrir akstur í þágu starfsins að hámarki sem hér segir:
50 km á mánuði sé skilað 10 tíma vinnuframlagi á mánuði.
75 km á mánuði sé skilað 15 tíma vinnuframlagi á mánuði.
100 km á mánuði sé skilað 20 tíma vinnuframlagi eða meir á mánuði.

Akstur er greiddur samkvæmt kílómetragjaldi ákvörðuð af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni".

Guðmundur B. Gylfason (D) lagði fram eftirfarandi bókun: ,,Undirritaður greiðir atkvæði gegn fækkun kílómetra sem greitt er fyrir í tengslum við félagslega liðveislu. Möguleika fatlaðra til að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra hafa verið takmarkaðir á undanförnum misserum. Almenningssamgöngur í Árborg gera ekki ráð fyrir fötluðum farþegum. Hér er því á ferðinni en ein atlaga að möguleikum fatlaðra til þess að geta sótt viðburði eða farið í heimsókn utan 25-50 km. radius". Guðmundur Björgvin Gylfason.

Meirihluti Félagsmálanefndar þau Þorgrímur Óli (B), Þórunn Elva (S) og Sædís Ósk (V) samþykkja tillöguna, Guðmundur B. Gylfason (D) er á móti og Bjarnheiður (D) situr hjá.

4. 0412036 - Reglur um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur

Tillaga að breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg

Lagt er til að gerð verði breyting á 7.gr. reglnanna sem hljóðar svona:
"Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum eins og þær eru ákvarðaðar samkvæmt lögum nr. 138/1997, þannig að fyrir hverjar 1.000 krónur í almennum húsaleigubótum fær umsækjandi. 1.300 krónur í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta almennar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals kr. 60.000 og aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð.”

Tillaga að breytingu á 7.gr. og eru breytingarnar feitletraðar og hljóðar svo:
"Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum eins og þær eru ákvarðaðar samkvæmt lögum nr. 138/1997, þannig að fyrir hverjar 1.000 krónur í almennum húsaleigubótum fær umsækjandi. 1.300 krónur í sérstakar húsaleigubætur á mánuði. Þó geta almennar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur í hverjum mánuði aldrei numið hærri fjárhæð en samtals kr. 60.000 en þó skal leigutaki aldrei greiða lægri fjárhæð en 35.000 krónur í leigu á mánuði."

Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar lagði fram greinagerði með breytingunum. Einnig eru lagðar til breytingar á matsblaði.

Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar.

5. 0809034 - Forvarnarmál

Fulltrúi félagsmálanefndar í samstarfshóp um forvarnir. Guðmundur B. Gylfason (D) gefur ekki kost á sér áfram. Félagsmálanefnd tilnefnir Sædísi Ósk Harðardóttir (V) í samstarfshóp um forvarnir bæði í stóra hópinn sem og aðgerðahópinn. Guðmundi B. Gylfasyni er þökkuð vel unnin störf.

6. 0909018 - Gerð grein fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar 2010 fyrir félagsþjónustu

Verkefnisstjórar gerði grein fyrir vinnu fjárhagsáætlunar 2010 innan félagsþjónustu.

7. 0903034 - Sískráning til barnaverndarstofu

Lagt fram til kynningar

8. 0911048 - ART meðferð í barnaverndarmálum

Lagt fram til kynningar.

9. 0812027 - Sameiginleg aðstoð í efnahagsþrengingum

Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar kynnti áframhaldandi samstarf á milli kirkna, félagasamtaka, félagsmálayfirvalda og Rauða krossins í Árnessýslu um aðstoð fyrir fólk sem minna mega sín vegna efnahagskreppunnar. Einstaklingar geta sótt um á þar til gerðum eyðublöðum til presta á svæðinu og sótt um að fá Bónuskort. Hægt verður að sækja til 9. desember og verður kortunum útdeild daganna 14.16. desember.

10. 0904216 - Starfsmannamál innan sviðs félagslegrar ráðgjafar

Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf á sviði félagslegrar ráðgjafar, Hildur Gestsdóttir, félagsráðgjafi sem hóp störf þann 1. september sl. og Sandra Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi sem hóf störf þann 1. nóvember sl. Sandra er ráðin inn fyrir Katrínu Þorsteinsdóttur, félagsráðgjafa sem hætti störfum vegna flutnings erlendis. Um leið og Félagsmálanefnd óskar Hildi og Söndru velkomnar til starfa, þakkar hún Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45

Þorgrímur Óli Sigurðsson
Anný Ingimarsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Guðmundur B. Gylfason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica