Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.5.2017

40. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

40. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  Helgi Haraldsson boðaði forföll Tilkynning frá Vatnsveitu Árborgar                                                                                   Vegna tengingar á stofnlögn verður kaldavatnslaust í eftirtöldum götum miðvikudaginn 3.maí. Þóristún, Smáratún, Selfossbæir,Kirkjuvegur milli Þóristúns og Eyrarvegar. Lokað verður fyrir frá klukkan 13 og fram eftir degi. Vinnu verður hraðað eins og  hægt er. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1604239 - Ársreikningur Selfossveitna 2016
  Ólafur Gestsson endurskoðandi frá PwC kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Selfossveitna 2016. Rekstur félagsins var með svipuðu móti í ár og síðastliðið ár. Á árinu varð hagnaður af rekstri Selfossveitna bs sem nam 27,9 mkr. samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 5,42% ávöxtunar eigin fjár. Eignir Selfossveitna bs í árslok 2016 voru samkvæmt efnahagsreikningi 1.301 mkr. og heildarskuldir 794,7 mkr. Eigið fé nam því 506,3 mkr. og er eiginfjárhlutfall 38,9%.
     
2.   1704208 - Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði - opnunartími sumarið 2017
  Meirihluti stjórnar samþykkir að opnunartími gámasvæðisins við Víkurheiði verði 13:00-17:00 mánudaga til laugardaga. Lokað verður á sunnudögum. Bókun frá fulltrúa S- lista: Meðal annars í ljósi aukinna umsvifa í sveitarfélaginu er það mín skoðun að rýmka eigi opnunartíma gámasvæðisins við Víkurheiði í sumar. Sú tillaga að opnunartíma sem liggur fyrir þessum fundi er ekki ásættanleg að mínum dómi. Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S lista
     
   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson  
Jón Tryggvi Guðmundsson    
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica