31.5.2018
40. fundur íþrótta- og menningarnefndar
40. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi
Formaður leitar afbrigða að taka á dagskrá mál nr. 18051713, 18051705 og 18051712. Samþykkt samhljóða.
Bragi Bjarnason ritar fundagerð.
Dagskrá:
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. |
18051697 - 17.júní hátíðarhöld á Selfossi 2018 |
| |
Bergsveinn Theodórsson kemur inn á fundinn og fer yfir dagskrárdrög fyrir 17. júní hátíðarhöldin á Selfossi 2018. Fram kom að helstu dagskrárviðburðir væru á sínum stað líkt og opið hús í Björgunarmiðstöðinni, Selfossrútan, morgunjóga, skrúðganga o.fl. Dagskrá í Sigtúnsgarðinum verður eftir hádegi og þar verður öll dagskrá og leiktæki án endurgjalds fyrir íbúa og gesti. Meðal listamanna sem koma fram eru Sverrir Þór Sverrisson, Svala Björgvinsdóttir og Stjörnu- Sævar. Tónleikar í Hellisskógi heppnuðust vel í fyrra og er stefnan að halda áfram með þá hugmynd í samstarfi við ungmennaráð Árborgar. Nefndinni líst vel á dagskrárdrögin og hvetur íbúa og gesti til að taka þátt í þessum hátíðardegi okkar Íslendinga. |
| |
|
|
| 2. |
18051713 - Byggðaskilti við hvern byggðarkjarna í Árborg |
| |
Lögð fram drög að textum sem kæmu á skilti sem yrðu sett við hvern þéttbýliskjarna í Sveitarfélaginu Árborg. Skiltunum er bæði ætlað að bjóða gesti velkomna sem og upplýsa um helstu sérkenni og afþreyingu á staðnum. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram eftir þeim ábendingum sem komu fram á fundinum. |
| |
|
|
| 3. |
18051705 - Tónsmiðja KÍTÓN á Eyrarbakka haust 2018 |
| |
Lagt fram erindi frá Kítón, félagi kvenna í tónlist um tónsmiðju á Eyrarbakka haustið 2018. Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur starfsmanni að ræða við fulltrúa Kítón til að fá nánari upplýsingar um verkefnið og aðkomu sveitarfélagsins að því. |
| |
|
|
| Erindi til kynningar |
| 4. |
1707234 - Hönnun Sigtúnsgarðs - undirbúningur framkvæmda |
| |
Lögð fram fyrstu drög að hönnun Sigtúnsgarðsins og Heiðarvegsróló frá Hermanni Ólafssyni í Landhönnun. |
| |
|
|
| 5. |
18051696 - Æfinga- og útivistarsvæði fyrir eldri borgara |
| |
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að æfinga- og útivistarsvæði fyrir eldri borgara á svokölluðu "Sýslumannstúni" á Selfossi. |
| |
|
|
| 6. |
18051712 - Hagir og líðan ungs fólks í Árborg 2018 |
| |
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar frá Rannsóknum og greiningu koma síðan í ágúst til að kynna niðurstöðurnar. |
| |
|
|
Formaður vill koma þökkum til nefndarmanna fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu sem er að ljúka.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:40
| Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
| Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
| Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |