2. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar
2. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 17. febrúar 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:Kjartan Ólason, formaður, S-lista (S)
Þorsteinn Ólafsson, nefndarmaður V-lista (V)
Þór Sigurðsson, varamaður B-lista
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista (D)
Samúel Smári Hreggviðsson, nefndarmaður D-lista (D)
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála
Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi
Erindi til kynningar:
- 1. 0901106 - Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu: Nú er til kynningar tillaga að endurskoðaðri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hjá 34 sveitarfélögum á Suðvesturlandi fyrir tímabilið 2009 – 2020 ásamt umhverfismati áætlunarinnar. Sorpsamlög sveitarfélaganna á svæðinu þ.e. SORPA bs., Sorpurðun Vesturlands hf., Sorpstöð Suðurlands bs. Og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. gerðu með sér samkomulag þann 12. feb. 2008 að standa sameiginlega að endurskoðun áætlunarinnar samkvæmt lögum nr. 55/2003, ásamt gerð umhverfismats áætlunarinnar sem nú er skylt að gera samkvæmt lög7m nr. 105/2006. Fyrir liggur samþykkt svæðisáætlun fyrir sama svæði frá desember 2005 og byggir endurskoðunin á henni. Ábyrgð á framkvæmd endurskoðunarinnar er í höndum sérstakrar verkefnisstjórnar samningsaðilanna. Aðalsráðgjafar hennar voru MANNVIT verkfræðistofa á Íslandi og WSP ráðgjöf í Svíþjóð. Í samræmi við 7 gr. Laga nr. 105/2006 er tillagan nú auglýst ásamt umhverfisskýrslu og er gefinn 6 vikna frestur til að koma á framfæri athugasemdum verðandi umhverfisáhrif áætlunarinnar. Tillögu að endurskoðaðri áætlun ásamt umhverfismatsskýrslu er að finna á pdf formi á vef samlausnar www.samlausn.is Til þess að Sveitarfélagið Árborg geti mótað sér skoðun á áætluninni ætlar Ögmundur Einarsson að koma og kynna fyrir okkur skýrsluna og svara spurningum. Mælst er til að nefndarmenn kynni sér skýrsluna fyrir fundinn. Ögmundur Einarsson kom og kynnti skýrsluna, og svaraði spurningum.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
Kjartan Ólason Þorsteinn Ólafsson Þór Sigurðsson Ari B. Thorarensen Samúel Smári Hreggviðsson Bárður Guðmundsson Katrín Georgsdóttir Gísli Davíð Sævarsson Guðmundur Elíasson