Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.12.2010

5. fundur fræðslunefndar


5. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 16. desember 2010  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.

 

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista Málfríður Garðarsdóttir fulltrúi foreldra

Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara Arndís Harpa Einarsdóttir, fulltrúi skólastjóra Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Sigurður Bjarnason. verkefnisstjóri fræðslumála

Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra

Dagskrá:

 

  1. 1.                  1012064- Skólanámskrá 2010-2011- staðfesting

Skólanámskrár Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri voru lagðar fram til staðfestingar.  Starfsmenn ásamt skólaráðum grunnskólanna hafa farið yfir og fjallað um skólanámskrárnar. 

 

Fræðslunefnd staðfestir framlagðar skólanámskrár grunnskólanna.

 

  1. 2.                  1011079 – Erindi frá foreldrum nemenda í 9. bekk Vallaskóla

Tekið var til afgreiðslu erindi frá foreldrum nemenda í 9. bekk Vallaskóla þar sem sótt er um leyfi bæjaryfirvalda til undanþágu skólaskyldu vegna náms utan grunnskóla sem jafngildir grunnskólanámi. Leyfið væri veitt í samræmi við seinni málslið 3. mgr. 15. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008: „Skólastjóra er heimilt að viðurkenna nám utan grunnskóla sem jafngildi grunnskólanáms”  Erindi foreldranna kemur til vegna fyrirhugaðrar vettvangsferðar 9. bekkinga í Vallaskóla að Laugum í Sælingsdal.

 

Afgreiðsla fræðslunefndar:

Samkvæmt 15. gr.laga um grunnskóla nr. 91 12. júní 2008 er það á hendi skólastjóra að veita nemanda undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því.  Enn fremur er það á hendi skólastjóra að viðurkenna nám utan grunnskóla sem jafngildi grunnskólanáms.  Fræðslunefnd beinir því til foreldra og skólastjóra í grunnskólum Sveitarfélagsins Árborgar að standa saman að því að koma á vettvangsferð 9. bekkinga að Laugum í Sælingsdal.  Fræðslunefnd leggur áherslu á að frumkvæði foreldra til þátttöku í vettvangsferðum sé virkjað og skólastjórnendur skoði þann möguleika að einn kennari fari með hverjum hópi.

 

Afgreiðsla fræðslunefndar var samþykkt samhljóða.

 

  1. 3.                  012065 - Erindi frá fulltrúum kennara í fræðslunefnd

 

Lögð voru fram eftirfarandi svör við fyrirspurnum frá fulltrúum kennara í fræðslunefnd, sbr. fundarlið 5 á fundi fræðslunefndar 18. nóvember 2010:

 

Eftirfarandi fyrirspurnir frá fulltrúum kennara voru lagðar fram:

Spurning 1     Vegna bréfs frá stuðningsfulltrúum sem kynnt var á síðasta fundi hafa komið upp spurningar um hver sjái alla jafna um að svara erindum sem þessum.

Svar:

Fræðslunefnd svarar þeim erindum sem til hennar er beint.  Fræðslunefnd lítur svo á að efni bréfsins frá stuðningsfulltrúum Vallaskóla séu tilmæli til skólayfirvalda sem eru móttekin og um það bókað í fundargerð.  Þá tekur fræðslunefnd  fram að starfsmannamál grunnskóla eru á hendi skólastjóra.

 

Spurning 2     Óskum eftir upplýsingum um forföll kennara vegna veikinda og hvort um                                    aukningu sé að ræða vegna álags – sbr. fyrirspurn Málfríðar Garðarsdóttur á                    síðasta fundi.

Svar:

Borinn var saman fjöldi skráðra veikindadaga árin 2009 og 2010.  Teknir voru skráðir veikindadagar fagfólks í grunnskólum í janúar – nóvember hvors ár og eru veikindadagar á árinu 2009 að meðaltali 0,95 dagar á mánuði á hvern starfsmann og á árinu 2010 1,39.  Ljóst er að veikindadögum fagfólks í grunnskólum hefur fjölgað á milli umræddra ára og er mjög erfitt að greina hvort aukningin sé vegna aukins álags þó svo að í einstaka tilfellum geti það verið.  Mest ber á veikindum vegna umgangspesta sem koma misjafnt niður á starfsfólki milli ára. Einnig eru dagar vegna langtímaveikinda inni í framangreindum tölum sem vega þungt í fjölda veikindadaga.

 

 

Spurning 3     Hugmyndin að flutningi úr gamla Sandvíkurskóla yfir í gamla safnahúsið sem                 hýsir nú félagsmiðstöðina Zelsiuz vekur upp margar spurningar. Helstar eru:

  1. a.                   Hentar húsnæðið til kennslu, gluggar eru t.d. ofarlega, spurning um loftun, brunavarnir, aðbúnað skv. grunnskólalögum og staðla heilbrigðiseftirlits.

Svar:

Áætlanir gera ráð fyrir að húsnæðið sem nú hýsir félagsmiðstöðina verði breytt þannig að það fullnægi þeim kröfum um kennsluhúsnæði sem settar eru af þar til bærum yfirvöldum.

 

  1. b.                  Hver er fjárhagslegur ávinningur Sveitarfélagsins; borgar það sig að breyta húsinu, hefur verið gerð kostnaðaráætlun?

Svar:

Árlegur sparnaður grunnskóla við flutning úr Sandvíkurskóla felst einkum í rekstrarkostnaði sem færst hefur á Vallaskóla vegna skólahúsnæðis í Sandvík, þ.e. rafmagn hiti og ræsting.  Áætluð upphæð á ári er um 7,6 m.kr. á ári.  Með flutningi skólahalds úr Sandvíkurskólanum skapast að auki möguleiki á að leigja út húsnæðið og fá með því móti inn tekjur til sveitarfélagsins.  Einnig er vísað í svör við fyrirspurn bæjarfulltrúa V-lista í fundargerð frá fundi bæjarstjórnar Árborgar 15. desember 2010.

 

 

  1. c.                                           Er fækkun nemenda í Vallaskóla viðvarandi, m.ö.o. er aðgerðin tímabær?

Svar:

Miðað við núverandi nemendafjölda í Vallaskóla og fjölda barna sem eiga lögheimili á upptökusvæði Vallaskóla og koma í skólann á næstu árum, er ljóst að um fækkun á nemendum verður að ræða á næstu fimm árum.  Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúa á umræddu tímabili.  Fjöldi bekkja er áætlaður 26 á skólaárinu 2011 -2012 og áætlað er að hægt verði að koma fyrir 30 bekkjum á Sólvöllum með tilkomu  húsnæðis félagsmiðstöðvarinnar.

 

  1. d.                  Er það æskileg þróun að fækka nemendum í Vallaskóla en að nemendum fjölgi að sama skapi í Sunnulækjarskóla?

Svar:

Með tilkomu Sunnulækjarskóla 2004 var af fræðsluyfirvöldum í Sveitarfélaginu Árborg skilgreind upptökusvæði fyrir skólana tvo á Selfossi og tekin sú ákvörðun um að Sunnulækjarskóli fjölgaði bekkjardeildum árlega þar til að skólinn yrði heildstæður grunnskóli frá 1. – 10. bekkjar.  Ekki hefur þótt ástæða til að breyta upptöku svæðunum og fara útí handstýringu á fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig.

.

  1. e.                   Hvað með félagsmiðstöðina Zelsíus og starfið þar, s.s. áhrif flutningsins á starfsemina og hvort hún eigi samleið með rekstri Pakkhússins?

Svar:

Í tengslum við fyrirhugaðan flutning félagsmiðstöðvarinnar er unnið að því að koma starfsemi félagsmiðstöðvarinnar fyrir í Pakkhúsinu þannig að áhrif flutningsins verði sem minnst á starfsemi beggja stofnananna og búa þannig um hnúta að starfsemi þeirra geti farið saman í húsinu.  Einnig er vísað í svör við fyrirspurn bæjarfulltrúa V-lista í fundargerð frá fundi bæjarstjórnar Árborgar 15. desember 2010.

 

  1. f.                                           Hvað á að gera við gamla Sandvíkurskóla?

Svar:

Bæjaryfirvöld leita leiða til að koma á nýtingu í gamla Sandvíkurskóla.

 

Erindi til kynningar:

 

  1. 1012063 – Undirskriftalisti- Starfsfólk leikskólans Árbæjar og Jötunheima

Lagðir voru fram undirskriftalistar frá starfsfólki leikskólanna Árbæjar og Jötunheima.  Starfsmenn leikskólanna gera það að tillögu sinni að starfsmannafundir í leikskólum verði skipulagðir þegar starfsdagar eru í grunnskólum í stað þess að hafa þá í tengslum við vetrarfrí grunnskóla.

 

Fræðslunefnd felur verkefnisstjóra fræðslumála að komst að niðurstöðu með leikskólastjórum um hvenær ársins starfsmannafundir skulu haldnir.

 

  1. 1012066 – Fundargerð skólaráðs Vallaskóla

Lögð var fram fundargerð skólaráðs Vallaskóla frá 10. nóvember 2010.

 

  1. 0905085 - Fundargerðir frá fundum leikskólastjóra og sérkennsluráðgjafa

                              frá 19. október 2010.

Lögð var fram fundargerð frá fundi leikskólastóra og sérkennsluráðgjafa frá 19. október 2010.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:45

 

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Grímur Arnarson

 

Arna Ír Gunnarsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir

Guðbjartur Ólason

 

Sigurður Bjarnason

Linda Rut Ragnarsdóttir

 

Arndís Harpa Einarsdóttir

Helga Geirmundsdóttir

 

 

Málfríður Garðarsdóttir

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica