Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.1.2006

41. fundur leikskólanefndar

 

41. fundur leikskólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar þann 18. janúar 2006
Formaður nefndarinnar setti fundinn kl. 18:00

 

Mættir:  Arna Ír Gunnarsdóttir, Eyþór Frímannsson, Þórunn Elva Bjarkadóttir, Róbert Sverrisson,  Sigríður Óskarsdóttir, Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi, Auður Hjálmarsdóttir; fulltrúi starfsmanna, Sigmundur Sigurgeirsson; fulltrúi foreldra.

 

1. Staðan í leikskólamálum

 

Rætt um stöðu leikskólamála. Þegar bráðabirgðahúsnæðin verða tekin í notkun munu 58 börn fá leikskólapláss, 22 börn fá pláss í Álfheimum í febrúar og 36 í Árbæ í mars. Þetta eru börn fædd 2003 og eldri.

 

Börn á biðlista fædd 2004 eru 110. Næsta haust fara 86 börn í grunnskóla og svo mun leikskólinn að Erlurima vera tekinn í notkun 1. desember 2006 sem mun rúma 135 börn. Mun þetta losa um biðlistann.

 

2. Bréf frá starfsmönnum í leikskólanum Árbæ
Formaður las upp bréf frá fjórum starfsmönnum í Árbæ vegna fyrirkomulags sumarleyfa leikskólanna í Árborg.

 

Formanni og leikskólafulltrúa falið að svara bréfinu fyrir hönd nefndarinnar.

3. Endurrit úr fundargerð leikskólastjóra og leikskólafulltrúa frá 17. janúar 2006.

 

Leikskólafulltrúi dreifði fundargerð til kynningar.

 

4. Önnur mál

 

a) Leikskólafulltrúi dreifði fréttabréfum frá Álfheimum, Brimveri og Glaðheimum.

 

b) Umræður um sumarleyfi leikskólanna. Leikskólanefnd leggur til að leikskólafulltrúi skoði kosti þess að útbúa þjónustukönnun til að athuga viðhorf foreldra m.a. til fyrirkomulags sumarleyfa leikskólanna í samræmi við leikskólastefnu sveitarfélagsins.

 

c) Sigmundur; fulltrúi foreldra bað um að eftirfarandi yrði bókað:

 

“Ánægjulegt að sjá að tillögu minni frá því í maí sl. um að taka upp systkinaafslátt á milli dagvistunarúrræða á milli leikskóla og dagmæðra hefur verið komið til leiðar frá nýliðnum áramótum. Hvet foreldra til að kynna sér rétt sinn í þessum efnum.”

 

Fundi slitið kl. 19:10

 

Fundargerð ritaði Þórunn Elva Bjarkadóttir

 

Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir  
Eyþór Frímannsson
Róbert Sverrisson
Sigríður Óskarsdóttir                                      
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Sigmundur Sigurgeirsson, fulltrúi foreldra

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica