41. fundur bæjarráðs
41. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 26.04.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni um að þátttakendum í Landsbankahlaupinu verði boðið í sund. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701012 |
|
|
b. |
0701035 |
|
c. |
0701013 |
|
d. |
0701062 |
|
e. |
0701068 |
|
1a) -liður d, 0704077- bæjarráð tekur undir bókun nefndarinnar. Það er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að hafa á hverjum tíma sem gleggstar upplýsingar um umfang og gæði þjónustu sem veitt er á þess vegum. Þjónusta Fjölskyldumiðstöðvar er umfangsmikil og afar mikilvæg íbúum sveitarfélagsins. Niðurstöður könnunar Eddu Láru Lárusdóttur félagsráðgjafanema, sem framkvæmd var á tímabilinu 26. janúar til 1. mars s.l., gefa það til kynna að notendur félagsþjónustu hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar séu almennt ánægðir með þjónustuna. Meirihluti svarenda, eða 72,3%, kvaðst hafa getað nýtt sér upplýsingar og ráðgjöf sem Fjölskyldumiðstöð veitti mjög vel eða vel. 69,2% svarenda merkti við að hafa fengið þær upplýsingar sem óskað var eftir um stöðu mála en 2,6% að hafa ekki fengið umbeðnar upplýsingar. Meirihluti svarenda sagði vinnu/aðgerðir ráðgjafa hafa komið sér að gagni eða 69,6%.
1b) -liður 3, 0704030, - bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
-liður 4, 0701058- bæjarráð samþykkir erindið og að land nr. 166 177 verði skráð sem beitiland.
1d) -liður 1, 0703160, bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.
1e) -liður 3, 0704069, bæjarráð vísar erindinu aftur til nefndarinnar og óskar eftir upplýsingum um hvort færsla vegar að Skipum sé skipulagsskyld.
-liður 5, 0611145, bæjarráð tekur undir tillögu nefndarinnar um auglýsingu deiliskipulags að landi Hólaborgar.
-liður 7, 0512065, formaður lagði til að bæjarráð samþykki tillögu nefndarinnar um að bæjarstjórn samþykki breytta deiliskipulagstillögu varðandi Austurveg 51-59.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð vísar erindinu aftur til skipulags- og byggingarnefndar og felur nefndinni að láta deiliskipuleggja svokallað mjólkurbúshverfi í heild sinni, og afmarkist skipulagið af Austurvegi frá mjólkurbúi að Grænumörk og að Árvegi í sömu línu. Með þessu er komið til móts við óskir íbúa um að marka framtíðarstefnu fyrir hverfið.
Greinargerð:
Eðlilegt er að skipuleggja reitinn í heild sinni til að fá heildarmynd af hverfinu. Sé það framtíðarstefna bæjaryfirvalda að sú íbúðabyggð í mjólkurbúshverfi sem er þar nú sé víkjandi, þá er það eðlilegt að slíkt komi fram nú. Þannig er einnig óvissu íbúa um framtíðar búsetu þeirra eytt auk þess sem verðgildi eigna tekur mið af skipulagi. Byggingarréttur á sambærilegu skipulagi og því sem á að rísa við Austurveg 51-59 er margfalt verðmeiri en á því skipulagi sem er á mjólkurbúshverfinu í dag.
Tillaga Snorra var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihluta bæjarráðs:
Lóðir við Austurveg 51-59 eru hluti af miðsvæði skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins en þar er gert ráð fyrir að byggingar geti verið allt að sjö hæðum. Meirihluti bæjarráðs bendir á að þær breytingar sem gerðar hafa verið frá því deiliskipulagstillagan kom fyrst fram fyrir ári síðan eru gerðar til að koma til móts við athugasemdir sem borist hafa.
Byggingarnar hafa verið lækkaðar samtals um rúma fjóra metra, eru nú rúmlega 14 m. að hæð. Einnig hafa þær verið færðar til á lóðarreitnum til að draga úr skuggavarpi fyrir nærliggjandi hús. Til samanburðar má geta þess að húsið við Austurveg 56, þar sem m.a. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eru með skrifstofur sínar, er tæpir 12,5 m. að hæð og húsið við Grænumörk 2 þar sem eru íbúðir fyrir aldraða er um 13 m. að hæð.
Næstu skref í skipulagsmálum á þessu svæði er að móta framtíðarsýn fyrir s.k. Mjólkurbúshverfi utan miðsvæðis.
Tillaga um að bæjarráð samþykki tillögu nefndarinnar um að bæjarstjórn samþykki breytta deiliskipulagstillögu varðandi Austurveg 51-59 var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Ég greiði atkvæði á móti og tel rétt að gera nýja deiliskipulagstillögu fyrir mjólkurbúshverfið í heild sinni. Jafnframt er það skoðun mín að ekki sé um óverulega breytingu á deiliskipulagstillögu að ræða heldur nýja tillögu sem þarf þá að sjálfsögðu að fara í auglýsingu og hægt er senda inn athugasemdir við. Fer ég fram á að tillaga mín hér að ofan og bókun þessi fari með þegar Skipulagsstofnun verður sent erindið til umsagnar.
-liður 8, 0704071, bæjarráð tekur undir tillögu nefndarinnar um að auglýst verði tillaga um deiliskipulag að gámasvæði.
-liður 9, 0704002, bæjarráð tekur undir afgreiðslu nefndarinnar vegna reiðvegar milli Háeyrarvegar og Engjavegar á Eyrarbakka.
-liður 11, 0601015, bæjarráð samþykkir að lóðinni Larsenstræti 1 verði úthlutað til Íslandspósts.
-liður 12, 0607037, bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla upplýsinga frá umsækjanda um fyrirhuguð not lóðarinnar og leggja fyrir bæjarráð sem fyrst.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0703171 |
|
|
b. |
0701073 |
|
c. |
0701067 |
|
2b) -liður 4, meirihluti bæjarráðs Árborgar mótmælir samþykkt tillögu um orkuframleiðslu og orkunýtingu á Suðurlandi harðlega þar sem eitt stærsta álitamál samtímans er dregið inn á samstarfsvettvang sveitarfélaga á Suðurlandi. Meirihlutinn tekur heilshugar undir svohljóðandi bókun varaformanns SASS sem er annar fulltrúa Árborgar í stjórn:
"Ég tel ótímabært og óvarlegt að stjórn SASS álykti um nýtingu á raforku frá hugsanlegum virkjunum á Suðurlandi á þessari stundu. Afstaða sveitarfélaga á samstarfssvæði SASS um þær virkjanir sem eru í umræðunni liggur ekki fyrir og er málið á mjög viðkvæmu stigi í umræðunni. Þau sveitarfélög sem koma að virkjanasvæðum í neðri hluta Þjórsár, Ásahreppur, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eiga ekki fulltrúa í stjórn SASS og tel ég skyldu stjórnar SASS að kanna vilja þessara sveitarfélaga nánar áður en ályktun af þessu tagi verði afgreidd. Í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal Sunnlendinga um virkjanir í neðri hluta Þjórsár kom fram að 57% aðspurðra voru á móti virkjunaráformum.
Í samstarfssamningi meirihlutaflokkanna í sveitarfélaginu Árborg kemur fram að fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórnar Árborgar telja samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi mikilvægt og að Árborg gegni veigamiklu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið í héraðinu. Ég tel það skyldu okkar í stjórn SASS að líta til alls svæðisins þess vegna get ég sem varaformaður SASS alls ekki stutt þessa ályktun."
Vinnubrögð stjórnarmanna í þessu máli vekja upp spurningar um grundvöll samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég tek undir ályktun stjórnar SASS um orkuframleiðslu og orkunýtingu á Suðurlandi frá 20. apríl s.l. Ég undra mig á bókun meirihluta bæjarráðs Árborgar hér að framan þar sem ályktun SASS er í fullu samræmi við ítrekaðar ályktanir aðalfunda SASS.
Lagðar fram.
3. 0609091
Samningur við Rauðholt ehf um íbúðabyggð á hluta úr landi Byggðarhorns -
Bæjarráð staðfestir samninginn.
4. 0704089
Beiðni Stefáns Þorleifssonar og Ingibjargar Erlingsdóttur um fjárframlag til einkarekins tónlistarskóla, Tónlistarskóla Suðurlands -
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista vék af fundi.
Erindið var lagt fram og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og gagna og leggja fyrir bæjarráð.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, kom inn á fundinn af afgreiðslu lokinni.
5. 0704081
Boð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga 30. apríl 2007 -
Bæjarritara er falið að sjá til þess að á fundinn fari fulltrúi frá sveitarfélaginu.
6. 0704104
Húsnæðismál Toppsports ehf., beiðni um samvinnu við Árborg - erindi frá Bjarna Kristinssyni og Ingólfi Snorrasyni -
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráð.
7. 0704138
Beiðni um að þátttakendur í Landsbankahlaupinu fái að fara frítt í sund að hlaupi loknu -
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
8. Erindi til kynningar:
a) 0704093
Ísland á iði - hjólreiðakeppnin "Hjólað í vinnuna" 2007 -
Bæjarráð hvetur starfsfólk sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefninu.
b) 0703143
Tilkynning Lánasjóðs sveitarfélaga um niðurfellingu lántökugjalda -
Til kynningar.
c) 0504045
Tvöföldun Suðurlandsvegar - afrit bréfs samgönguráðuneytis til vegamálastjóra -
Til kynningar.
Bæjarráð fagnar þessum áfanga í málinu. Bæjarráð leggur áherslu á að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá í þessum áfanga.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50.
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir