Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.1.2010

41. fundur félagsmálanefndar

41. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 18. janúar 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista,
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista,
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða,

Anný Ingimarsdóttir, ritar fundagerð. Óskað er eftir að mál nr. 9 yfirfærsla málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga verði fært og tekið sem fyrsti dagskráliður, var það samþykkt samhljóða. Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri kemur inn á fundin vegna þess dagskráliðs og vék síðan af fundi.

Dagskrá:

1. 1001086 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

1001087 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

3. 1001088 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

4. 1001089 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

5. 1001119 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

6. 1001090 - Fjárhagsaðstoð - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

7. 1001091 - Fjárhagsaðstoð - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

8. 1001120 - Reglur um fjárhagsaðstoð

Lagt er fram skjal, tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Samkvæmt því eru lagðar til ýmsar orðalagsbreytingar á reglunum, s.s. á greinum nr. 3, 4, 6, og 7. Helstu efnisbreytingar eru gerðar á greinum nr. 5, 8, 9, 11, 12, 18, og 22.

Þá er gerð tillaga um hækkun grunnfjárhæðar í 11. gr. á þann veg að fjárhagsaðstoð, svokölluð grunnfjárhæð, til einstaklings 18 ára og eldri, geti numið allt að 122,021 krónum á mánuði. Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í sambúð geti numið allt að 195.233 krónum á mánuði.

Tillögur sem fram koma að breytingum á núgildandi reglum sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð eru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

9. 0911149 - Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga

Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri, kynnti vinnu sem er í gangi innan Fjölskyldumiðstöðvar vegna málsins. Fram kom hjá Ragnheiði að á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember 2009 var henni falið að vinna að undirbúningi sveitarfélagsins vegna myndunar þjónustusvæða á Suðurlandi í kjölfar viljayfirlýsingar ríkis og sveitarfélaga, dags. 13. mars 2009, um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Mun framkvæmdastjóri skila greinargerð vegna málsins til bæjarráðs eigi síðar en 11. febrúar nk. Að vinnunni koma einnig verkefnisstjórar á sviði félagsþjónustu Árborgar, þær Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir og Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafar. Komið hefur verið á formlegum samráðsvettvangi milli Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Ragnheiður greindi frá því að sveitarfélagið leggur áherslu á nauðsyn þess að vinna málið í góðri samvinnu við notendur og/eða talsmenn þeirra og því boðað til fundar með hagsmunaaðilum fimmtudaginn 28. janúar nk. þar sem þeim gefst kost á að koma að sínum áherslum og markmiðum varðandi myndun þjónustusvæða. Á þann fund munu einnig mæta fulltrúar Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Nokkrar umræður sköpuðust hjá nefndarmönnum. Ragnheiði var þakkað fyrir greinagóðar upplýsingar.

Ragnheiður vék af fundi.

10. 1001020 - Húsaleigubætur - uppreiknuð eignamörk 2010

Lagt fram til kynningar.

11. 1001021 - Félagslegar leiguíbúðir - uppreiknuð tekju- og eignamörk 2010

Lagt fram til kynningar.

12. 0905050 - Bréf frá Barnaverndarstofu

Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15

Þorgrímur Óli Sigurðsson
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica