Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.6.2017

41. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

41. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1703138 - Uppbygging á hjólreiða- og göngustígum í Árborg
  Stjórnin fagnar styrkveitingu Vegagerðarinnar til sveitarfélagsins til uppbyggingar göngu- og hjólastíga í sveitarfélaginu. Styrkurinn verður notaður til uppbyggingar göngustíga meðfram Suðurlandsvegi og Eyrarbakkavegi. Framlag Vegagerðarinnar í ár er 20 milljónir og mótframlag sveitarfélagsins er 20 milljónir. Stjórnin samþykkir að sækja um viðauka við fjárfestingaráætlun að upphæð 12 milljónum til verkefnisins.
     
2.   1612166 - Samningur um jarðhitaréttindi í Oddgeirshólum
  Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar kynntu stöðu mála varðandi hugsanlega heitavatnsöflun í landi Oddgeirshóla.
     
3.   1507013 - Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Farið yfir stöðu mála vegna holu SE-34 við Jórutún. Holan gefur talsvert magn af 62-63°C heitu vatni með ásættanlegum niðurdrætti vatnsborðsins. Kannað verður á næstunni hvort holan reynist virkjanleg til rekstrar.
     
4.   1701042 - Útboð á hönnun á dælustöð og miðlun hitaveitu
  Stjórnin samþykkir að óska eftir tilboðum í hönnun á dælustöð og miðlun hitaveitu að Austurvegi 67. Verkið rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins.
     
5.   1705016 - Útboð á sorphirðu í Árborg
  Lögð fram niðurstaða útboðs á verkinu "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir og gámastöð Árborgar". Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Íslenska Gámafélagið.
     
6.   1706057 - Lagfæringar á yfirborði við Selfossveg og Eyraveg 2
  Stjórnin samþykkir að fara í lagfæringar á umhverfi og yfirborði við Selfossveg og Eyraveg 2 samkvæmt teikningum frá Landhönnun. Óskað verður eftir viðbótarfjárveitingu vegna verksins.
     
7.   1706058 - Gatnagerð í Hagalandi 2017-2018
  Kynntar voru breytingar á deiliskipulagi fyrir reit CD í Hagalandi. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að undirbúa verkhönnun svæðisins og leggja fram kostnaðaráætlun vegna verksins.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica