Erindi til kynningar |
27. |
1609215 - Vinna við deiliskipulag Björkustykkis. |
|
Hermann Ólafsson landslagsarkitekt kom og kynnti fyrstu hugmyndir vegna skipulags nýs hverfis. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1507134 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. |
|
Formanni, skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjarlögmanni falið að gera tillögu að svörum við athugasemdum sem hafa borist. |
|
|
|
2. |
1705110 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 11 og 13, Selfossi, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. |
|
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Eyraveg 11-13 verði samþykkt og tekin eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda.
1. Athugasemd frá Keipi ehf. Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er hótelbyggingu að Eyravegi 11-13 mótmælt sökum þess að umferð valdi miklu ónæði og lýst áhyggjum af því að bifreiðum verði lagt um allt. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í aðalskipulagi eru fasteignir nr. 8-24 við Eyraveg skilgreindar fyrir blandaða byggð íbúðasvæðis og verslunar- og þjónustusvæðis. Íbúar á slíkum svæðum mega búast við því að verða fyrir meira ónæði en þeir íbúar sem búa á íbúðasvæðum. Starfsemin sem fyrirhuguð er á lóðinni við Eyraveg 11-13 fellur innan skilgreiningar svæðisins skv. aðalskipulagi og er ekkert sem bendir til þess að ónæði af starfseminni verið umfram það sem eðlilegt getur talist miðað við skilgreiningu svæðisins. Til þess að koma til móts við athugasemdir hefur verið gerð breyting á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og bílastæðum á lóðinni fjölgað.
2. Athugasemd frá Maríu H. Sigurjónsdóttur og Jafet Óskarssyni Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er bent á að hugsanlega verði íbúar fyrir óþægindum vegna umferðar bifreiða við fyrirhugaða hótelbyggingu. Óskað er eftir því að sett verði grindverk meðfram öllu húsinu á aðliggjandi lóð við Heiðarveg. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Fært hefur verið inn í greinargerð deiliskipulagstillögunnar að gert sé ráð fyrir timburgirðingu á lóðamörkum við Heiðarveg sem er 1,3 m á hæð. Girðingin á að tryggja að íbúar á nærliggjandi lóð við Heiðarveg verði ekki fyrir óþægindum vegna bílaumferðar. Eigandi lóðarinnar við Eyraveg 11-13 hefur í yfirlýsingu samþykkt að bera kostnað af girðingunni.
3. Athugasemd frá Samfylkingarfélagi Árborgar Samantekt athugasemdar: Í athugasemdum er byggt á því að sameiginleg aðkoma að Eyravegi 11-13 og Eyravegi 15 sé ekki sýnd á uppdrætti fyrir deiliskipulagtillöguna. Einnig er gerð athugasemd við það að bílastæði á lóðinni við Eyraveg 15 séu ekki sýnd á uppdrætti. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni hefur verið bætt inn texta þess efnis að á lóðinni við Eyraveg 11-13 verði aðkoma fyrir 4 stæði á lóðinni við Eyraveg 15. Bílastæði á lóðinni við Eyraveg 15 hafa verið færð inn á uppdráttinn fyrir deiliskipulagstillöguna.
4. Umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að breyttu deiliskipulagi. Í umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Eyraveg 11-13 er talið óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis að vera með samsíða bílastæði við stofnvegi líkt og Eyravegur er og eindregið mælt með að bílastæðin verði felld út en að öðrum kosti að brugðist verði við með því að setja eyjar til að auka umferðaröyggi. Þá getur Vegagerðin ekki fallist á að stæði fyrir langferðabifreiðar verði samsíða Eyravegi. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Bílastæði þau er nefnd eru í umsögn Vegagerðar, samsíða Eyravegi, eru utan deiliskipulagsreits og verða óbreytt. Fallið hefur verið frá því að hafa sérstakt stæði fyrir langferðabifreiðar samsíða Eyravegi.
5. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á texta greinargerðar: Vanda skal til útlitshönnunar allra bygginga og leitast við að ná markmiðum aðalskipulags um að draga fram byggðarsérkenni. Gæta skal að samræmi og heildarsvip í byggingarstíl. Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins skal meta útlitshönnun og byggingarstíl. |
|
|
|
3. |
1708154 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 3 gáma að Breiðumýri 2, Selfossi. Umsækjandi: Vegagerðin |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
4. |
1708153 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 1 gám að Miðtúni 22, Selfossi. Umsækjandi: Erling Magnússon |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 3 mánaða. |
|
|
|
5. |
1708152 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 1 gám að Gagnheiði 55, Selfossi. Umsækjandi: Böðvar Sigurðsson |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
6. |
1708150 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 1 gám að Léni, 801 Selfoss. Umsækjandi: Eyrún B Magnúsdóttir |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
7. |
1708040 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 2 gáma að Gagnheiði 47, Selfossi. Umsækjandi: Málningarþjónustan ehf |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
8. |
1708041 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Gagnheiði 45, Selfossi. Umsækjandi: Vélaþjónusta Ingvars |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
9. |
1708042 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Gagnheiði 49,Selfossi. Umsækjandi: Icecool |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
10. |
1708043 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Gagnheiði 51, Selfossi. Umsækjandi: Hald ehf |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
11. |
1708196 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 2 gáma að Gagnheiði 9, Selfossi. Umsækjandi: Byggingarfélagið Laski ehf |
|
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða. |
|
|
|
12. |
1708158 - Umsókn um lóðina Stekkjarvað 8, Eyrarbakka. Umsækjandi: Óðinn K Andersen |
|
Samþykkt að úthluta lóðinni |
|
|
|
13. |
1708159 - Umsókn um lóðina Breiðumýri 3, Selfossi. Umsækjandi: Starrahæð ehf |
|
Samþykkt að úthluta lóðinni |
|
|
|
14. |
1708193 - Umsókn um lóðina Eyrargötu 15, Eyrarbakka. Umsækjandi: Trausti Þór Sverrisson |
|
Lagt er til að lóðin verði auglýst í samræmi við úthlutunarreglur. |
|
|
|
15. |
1704014 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2017 |
|
Ósk um gangbraut á Tryggvagötu við FSu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að gerð verði gangbraut á móts við Glaðheima í samræmi við umferðarskipulag og horft verði til nýlegs deiliskipulags fyrir lóð FSu. Ósk um fleiri hraðahindranir á Tryggvagötu á milli hringtorga. Í umferðarskipulagi er gert ráð fyrir tveimur hraðahindrunum, nefndin vísar endurskoðun á staðsetningu hraðahindrana til endurskoðunar umferðarskipulags. Ósk um gangbraut á Þóristún. Nefndin vísar erindinu til endurskoðunar umferðarskipulags. |
|
|
|
16. |
1708160 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara meðfram Eyravegi, frá Fossvegi að Hagalæk. Umsækjandi: TRS ehf |
|
Umsóknin afturkölluð. |
|
|
|
17. |
1708151 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi að Skólavöllum 7, Selfossi. Umsækjendur: Valtýr Pálsson og Sigríður Jónsdóttir |
|
Gísli Á. Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Nefndin hafnar erindinu. |
|
|
|
18. |
1707075 - Fyrirspurn um stækkun á lóð að Urðarmóa 14, Selfossi, áður á fundi 2. ágúst sl. Fyrirspyrjandi: Júlíus Birgisson |
|
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu þar sem lagnabelti Selfossveitna liggur um svæðið. |
|
|
|
19. |
1708195 - Fyrirspurn um stækkun á lóð að Heimahaga 12, Selfossi. Fyrirspyrjandi: María Ósk Guðbjartsdóttir |
|
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. |
|
|
|
20. |
1708194 - Umsókn um beitarland til leigu. Umsækjandi: Ólafur Már Ólafsson |
|
Frestað. |
|
|
|
21. |
1708187 - Umsókn byggingarleyfi fyrir 2 smáhýsum að Fagra Tanga Selfossi. Umsækjandi: Sigurður K Kolbeinsson |
|
Hafnað, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda. |
|
|
|
22. |
1708206 - Breyting á lóðunum að Lambhaga 48 og 50, tillaga að nýjum lóðablöðum. |
|
Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir breytinguna. |
|
|
|
23. |
1708207 - Beiðni um samþykki fyrir sameiningu íbúðarhúsalóðarinnar Votmúla 1b við jörðina Votmúla 1, 801 Selfoss. |
|
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir sameiningu á íbúðahúsalóðinni Votmúla 1b við jörðina Votmúla 1. |
|
|
|
24. |
1709001 - Tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2, 801 Selfoss |
|
Lagt er til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að gera deiliskipulagstillögu að landareign sinni til að leggja fyrir skipulagsyfirvöld. |
|
|
|
25. |
1504329 - Fyrirspurn um breytt skipulag á lóð að Hásteinsvegi 30, Stokkseyri, tillaga að skipulagi hefur verið grenndarkynnt. Fyrirspyrjandi: Valdimar Erlingsson |
|
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt. |
|
|
|
26. |
1708006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa |
|
26.1 |
1708186 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Víkurmóa 6,Selfossi. Umsækjandi: LOB ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt |
|
|
26.2 |
1708185 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Víkurmóa 4, Selfossi. Umsækjandi: LOB ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt. |
|
|
26.3 |
1708038 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Álalæk 13, Selfossi. Umsækjandi: Arcus ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits. |
|
|
26.4 |
1708037 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Álalæk 15 Selfossi. Umsækjandi: Arcus ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits. |
|
|
26.5 |
1706152 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Laxabakka 12, Selfossi. Umsækjendur: Geir Evert Grímsson og Heiða Björg Jónasdóttir |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. |
|
|
26.6 |
1708039 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Vallarlandi 7, Selfossi. Umsækjandi: Páll Guðmundsson |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. |
|
|
26.7 |
1709003 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Keldulandi 6-8, Selfossi. Umsækjandi: Vigri ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa - 35 |
|
Samþykkt. |
|
|
26.8 |
1709002 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Keldulandi 1-9, Selfossi. Umsækjandi: Vigri ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt. |
|
|
26.9 |
1709004 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Larsenstræti 1, Selfossi. Umsækjandi: Íslandspóstur ohf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. |
|
|
26.10 |
1709005 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Eyrarlæk 12-14, Selfossi. Umsækjandi: Hátak ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. |
|
|
26.11 |
1708004 - Umsókn um byggingarleyfi (breytt notkun 2. áfangi) að Kumbaravogi, Stokkseyri. Umsækjandi: Welcome Apartment |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Frestað. |
|
|
26.12 |
1707201 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og útliti að Birkivöllum 33, Selfossi. Umsækjandi: Ingvar Magnússon |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt. |
|
|
26.13 |
1701190 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir svölum vegna flóttaleiðar frá 2. hæð að Eyravegi 10, Selfossi. Umsækjandi: Keipur ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Frestað. |
|
|
26.14 |
1708102 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðalinngangi, svölum og gluggum að Skólavöllum 5, Selfossi. Umsækjandi: Guðmundur B Vigfússon |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Skólavöllum 7 og Hlaðavöllum 6 og 8. |
|
|
26.15 |
1707209 - Umsókn um breytta notkun að Austurvegi 44, 2. hæð Selfossi. Umsækjandi: Draumahöll ehf |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. |
|
|
26.16 |
1708189 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílskúr að Fagurgerði 8, Selfossi. Umsækjandi: Sigmundur Sigurgeirsson |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Frestað, óskað eftir uppfærðum teikningum. |
|
|
26.17 |
1708205 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Sandgerði 4, Stokkseyri. Umsækjendur: Guðveigur Steinar Ómarsson og Ómar Geirsson |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Strandgötu 7 og Sandgerði 1, 2, 3, 5, 6 og 7. |
|
|
26.18 |
1708201 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Tröllhólum 1, Selfossi. Umsækjandi: Svavar Njarðarson |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. |
|
|
26.19 |
1708027 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, Apartment 19, Smáratúni 19 Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa |
|
Samþykkt að veita neikvæða umsögn þar sem um er að ræða íbúðasvæði. |
|
|
26.20 |
1708026 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, Easy Iceland, Austurvegi 32, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi |
|
|
Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrú |
|
Frestað, óskað eftir uppdráttum sem sýna afmörkun gistisvæðis. |
|
|
|
|