19. fundur menningarnefndar
19. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. júní 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:30.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Björn Ingi Bjarnason, varaformaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður S-lista, Bragi Bjarnason,. menningar- og frístundafulltrúi.
Formaður leitar afbrigða um að taka inn mál nr. 1205436 sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarráði. Samþykkt samhljóða.
Bragi Bjarnason ritar fundagerð.
Dagskrá:
1. |
1201147 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2012 |
|
Rætt um hvernig hafi til tekist hingað til við hátíðarhöld í sveitarfélaginu. Almennt hefur gengið vel hjá öllum. Fjöldi manns hefur lagt leið sína í sveitarfélagið í tengslum við hátíðarhöldin og fagnar nefndin því. Einnig rætt um þær ábendingar sem hafa borist um það sem betur mætti fara. Nefndin ítrekar við þá hátíðarhaldara sem fá styrk frá sveitarfélaginu að þeir skili inn myndum og stuttri skýrslu um framgang sinna hátíða. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman skýrslu um kostnað og framgang Vors í Árborg og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1204155 - Menningarmánuðurinn október 2012 |
|
Rætt um ýmsar hugmyndir að menningarkvöldum. Líst nefndinni vel á að vera með sérstakt gestakvöld þar sem atriðum annars staðar frá væri boðin þátttaka. Lagt til að hafa vinnufund um menningarmánuðinn eftir verslunarmannahelgina og er starfsmanni nefndarinnar falið að boða til þess fundar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
|
|
3. |
1206063 - Söguskilti fyrir Sv. Árborg |
|
Nefndinni líst vel á fyrsti áfangi af söguskiltunum verði staðsettur í miðbænum á Selfossi. Síðan verði haldið áfram með sambærileg söguskilti víðar í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
4. |
1202261 - Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Nefndin leggur áherslu á að verkefnið byrji haustið 2012 þrátt fyrir að það hafi ekki fengið styrksúthlutun úr Menningarráði Suðurlands þetta árið. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
5. |
1204007 - Ósk um almennt yfirlit yfir kennslu í listsköpun í leik- og grunnskólum Sveitarfélagsins Árborgar |
|
Lögð fram gögn frá fræðslusviði. Nefndin þakkar fræðslustjóra fyrir framlögð gögn og óskar eftir fundi með honum um málið þegar líður á haustið. Starfsmanni nefndarinnar falið að koma fundinum á. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
6. |
1205436 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012 |
|
Lögð fram ósk frá umhverfisráðherra að sveitarfélög taki þátt í Degi náttúrunnar 16.september nk. Nefndinni þakkar erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
7. |
1202260 - Úthlutanir úr Menningarráði Suðurlands 2012 |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10
Kjartan Björnsson |
|
Björn Ingi Bjarnason |
Þorlákur H Helgason |
|
Bragi Bjarnason |