7. fundur Hverfisráðs Selfoss
Hverfisráð Selfossi. 7. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, þriðjudaginn 12. júní 2012.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Magnús Vignir Árnason, Helga R. Einarsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson, S.Hafsteinn Jóhannesson og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Boðuð forföll: Guðmundur Sigurðsson.
Fundarritari Magnús Vignir Árnason.
Fundi lauk kl. 18:45.
Dagskrá:
1. Fundagerð fundar dags. 3. maí, samþykkt.
2. Auðar lóðir.
3. Kótelettan.
4. Framkvæmdir við sundlaug.
5. Aukið samstarf veitustofnana.
6. Sumarleyfi í leiksólnum.
7. Ábendingar.
a. Bæjargarðurinn
b. Garðurinn við Vallaskóla.
8. Merking á hraðatakmörkunum.
9. Útsýni.
10. Ný byggingareglugerð.
11. Næsti fundur.
Eftirfarandi mál voru rædd á fundinum.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2. Auðar lóðir eftir rifin hús, yfirleitt vegna jarðskjáftaskemmda, í grónum hverfum, eru víða í bænum og eru illa eða óhirtar. Þær lóðir sem eru í eigu bæjarins þarf í það minnsta að gera meira aðlaðandi. Það segir sig sjálft að vel hirt lóð gengur frekar út til byggingar en lóð sem er í órækt.
3. Kótelettuhátíðin gekk vel og áfallalítið fyrir sig og var aðstandendum til sóma.
4. Breytingar á Sundlauginni hafa tafist, sem er fáum gleðiefni í blíðunni sem hefur verið undanfarið en framkvæmdir sem þessar er útilokað að framkvæma nema veðrið sé hagstætt. Hitt er svo annað mál að sundlaugaframkvæmdir í Brautarholti og Laugaskarði í Hveragerði á sama tíma er umhugsunarefni. Spurning hvort samráð milli nágrannasveitarfélaganna með tímasetningar á svona framkvæmdum er mögulegt.
5. Umræða um hvort nánara samstarf veitustofnana er mögulegt þegar endurnýjaðar eru götur og lagnir í götum, slíkt umrót taki sem stystan tíma svo sama gatan sé ekki grafin upp aftur og aftur með öllum þeim töfum á verklokum sem af hljótast. Ég undirritaður, talaði við Gísla verkstjóra hjá Ræktó og sagði hann að þetta hefði gengið mjög vel fyrir sig í Heiðmörkinni, allar veitustofnanir hefðu farið í málið og klárað, sem segir okkur að þetta er hægt. Bæjarfélagið á að sjálfsögðu að ganga á undan í þessum málum og setja sem skilyrði að allir séu með, alltaf.
6. Hverfaráðið vill taka undir grein Péturs Hjaltasonar sem birtist í Dagskránni um fáránleika þess að loka öllum leikskólum á sama tíma vegna sumarleyfa.
7.
a. Hverfaráðið hefur fengið ábendingar þess efnis frá íbúum sem búa næst bæjargarðinum að stundað sé reikspól m.a. á gang- og hjólabrautum garðsins á nóttunni. Er hægt að koma í veg fyrir þetta með hindrunum eða merkingum um akstursbann?
b. Það er orðið mjög áberandi hvað verðlaunagarðurinn við Vallaskóla er í mikilli órækt.
8. Mjög væri til bóta að bæta hraðatakmarkanamerkingar t.d. með máluðum merkingum á malbikið þar sem ekið er inn á íbúðagötur.
9. Útsýni úr bílum á götuhornum er víða takmarkað vegna skjólgirðinga og limgerða með tilheyrandi slysahættu. Gott dæmi er trjábeðið austan við Arionbanka. Er engin reglugerð til um hvernig þessu á að vera háttað eða er henni ekki fylgt eftir?
10. Hverfaráðið beinir því til sveitarfélagsins að kynnt sé ný byggingareglugerð fyrir bæjarbúum, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að hinum almenna íbúa s.s. stöðuleyfi á hjólhýsum o.fl.
11. Næsti fundur verður í lok ágúst.
Magnús Vignir Árnason, ritari.