33. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
33. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 9. maí 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri.
Dagskrá:
1. |
1204166 - Ársreikningur Selfossveitna 2011 |
|
Hagnaður af rekstri Selfossveitna árið 2011 er 53.727.809 krónur eftir skatta. Afkoman er nokkuð lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem tekjur af sölu vatns eru um 20 milljón krónum lægri þar sem hækkanir síðasta árs komu ekki til framkvæmda á áætluðum tíma, en einnig vegna ofáætlunar á vatnssölu. Ytri aðstæður gerðu það að verkum að rekstrarkostnaður og skattgreiðslur urðu mun hærri en áætlað var eða um 80 milljónir króna.
Sameiginlegur rekstrarkostnaður Selfossveitna við sveitarfélagið hækkar um 30 milljónir á milli ára og eru vaxtagjöld um 20 milljónum króna hærri en áætlað var. Ekki var gert ráð fyrir hækkun á tekjuskatti veitna í áætlunum sem alls nam um 30 milljónum króna á árinu 2011.
Ljóst er að rekstur Selfossveitna stendur vel sem gefur svigrúm til þeirra fjárfestinga sem áætlanir gera ráð fyrir og auka munu afhendingaröryggi veitnanna enn frekar.
Stjórnin samþykkir ársreikning Selfossveitna.
Bókun lögð fram á fundi framkvæmda og veitusviðs 9. maí 2012. Undirritaðir lýsa yfir óánægju með þau vinnubrögð að leggja fram ársreikning Selfossveitna til kynningar og afgreiðslu eftir að fjallað hefur verið um hann við fyrri umræðu vegna framlagningar ársreikninga sveitarfélagsins á fundi bæjarstjórnar þann 2. maí síðastliðinn. Eðlilegt hefði verið að stjórn Selfossveitna hefði haft möguleika á að fjalla efnislega um framsetningu ársreikningsins áður en hann var lagður formlega fyrir bæjarstjórn, enda veiturnar reknar sem sjálfstæðar einingar. Með þessu vinnulagi er verið að gera lítið úr störfum stjórnar Selfossveitna. Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S lista. Bjarni Harðarson, fulltrúi V lista
|
||
|
||
2. |
1201135 - ÞK – 17, borun eftir heitu vatni |
|
Borverki á ÞK-17 er lokið. Árangurinn er lakari en rannsóknir gáfu til kynna og framhald verksins verður ákveðið í samráði við ráðgjafa ÍSOR. Tækni- og veitustjóra falið að leggja fram minnisblað um möguleika á að flýta framkvæmdum við tvöföldun aðveitulagnar frá Þorleifskoti að dreifistöð við Austurveg 67. Eldri lögn hefur takmarkaða flutningsgetu m.a. vegna útfellinga úr vatni. Framkvæmdin eykur afhendingaröryggi á heitu vatni til notenda í sveitarfélaginu. |
||
|
||
3. |
1205032 - Framkvæmdalisti 2012 |
|
Framkvæmdalisti lagður fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:55
Elfa Dögg Þórðardóttir |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Bjarni Harðarson |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
|