34. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
34. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 15. maí 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson. tækni- og veitustjóri,
Dagskrá:
1. |
0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar |
|
Björgunarmiðstöðin á Selfossi var keypt af sveitarfélaginu haustið 2010 í bágbornu ástandi og hafði húsið staðið í langan tíma ókynnt og því orðið fyrir verulegum skemmdum af þeim völdum. Við kaup á húsinu var ekki gerð stöðuúttekt og því kom ekki í ljós raunverulegt ástand þess fyrr en á verktímanum sjálfum og því varð um verulegan kostnaðarauka að ræða miðað við upprunalegar áætlanir. Leigusamningar eru um húsið og því hefur sveitarfélagið skyldur til að klára ýmis mál er snúa að þeim og ljóst að ekki var gert ráð fyrir öllu í útboðslýsingu hvað það varðar. Húsið flokkast að stórum hluta sem iðnaðarhúsnæði, en einnig eru á neðri hæð miðbyggingar skrifstofur og íbúð sjúkraflutninga á efri hæð.
Kostnaður við húsið, með kaupum á því, stendur nú í um 115 þúsundum á m2 eða 319 milljónum og er þá meðtalinn kostnaður við frágang lóðar, verk og lögfræðikostnaður. Miðað við tilboð verktaka hefði sá kostnaður átt að standa í um 104 þúsundum pr. m2 eða um 286 milljónum. Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna athugasemdalista frá leigutökum, sem nemur 22,2 milljónum. |
||
|
||
2. |
1201098 - Endurbætur á Þuríðarbúð |
|
Framkvæmda- og veitustjórn leggur til að farið verði í framkvæmdir á Þuríðarbúð í sumar. Fyrir liggur tilboð frá Stokkum og Steinum og heildarkostnaðaráætlun sem nemur 2,5 milljónum. Þuríðarbúð er farin að láta á sjá og veruleg slysahætta er vegna fúa í þaki. Framkvæmda- og veitustjórn óskar eftir viðbótarfjármagni í framkvæmdina þar sem ekki er gert ráð fyrir verkefninu á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2012. |
||
|
||
3. |
1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Framkvæmda- og veitustjórn lét Verkfræðistofu Suðurlands yfirfara gögn sem lögð höfðu verið fram fyrr á kjörtímabilinu vegna virkjana hugmynda við Efri Laugardælaeyju. Niðurstaða þeirrar vinnu sýnir að ekki var um raunhæfar áætlanir að ræða hvorki hvað varðar arðsemi né tæknilega útfærslu. Framkvæmda- og veitustjórn leggst eindregið gegn því að farið verði í virkjun á þessum stað. |
||
|
||
4. |
1201135 - ÞK - 17 borun eftir heitu vatni |
|
Tækni- og veitustjóra falið að vinna úr ráðleggingum sérfræðinga ÍSOR varðandi áframhald í heitavatnsöflun. |
||
|
||
5. |
1205032 - Framkvæmdalisti 2012 |
|
Lagður fram til kynningar. |
||
|
Elfa Dögg Þórðardóttir formaður framkvæmda-og veitustjórnar tilkynnti að hún láti nú af störfum í nefndinni og þakkar samstarfsmönnum í framkvæmda-og veitustjórn sem og starfsmönnum sviðsins fyrir gott samstarf.
Aðrir stjórnarmenn sem sátu fundinn þökkuðu fráfarandi formanni fyrir gott og árangursríkt samstarf.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:35
Elfa Dögg Þórðardóttir |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Bjarni Harðarson |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
|