Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.6.2012

36. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

36. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 20. júní 2012  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista.

Dagskrá: 

1.

1206102 - Rekstrarform Selfossveitna

 

Fulltrúi frá PwC kom á fundinn og kynnti möguleg rekstrarform Selfossveitna og skattaleg áhrif þeirra. Óskað er eftir minnisblaði frá lögfræðideild PwC um kosti og galla þeirra rekstarforma sem eru möguleg.

 

   

2.

1206103 - Gjaldskrá Selfossveitna -möguleg vísitölutenging

 

Stjórnin ræddi möguleika á vísitölutengingu verðskrár hitaveitu. Verðskráin er ekki tengd vísitölu í dag. Það er hins vegar stefna eigenda og stjórnar að verðskrár fylgi almennum verðlagsbreytingum. Tækni- og veitustjóra er falið að koma með samanburð við önnur orkufyrirtæki.

 

   

3.

1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg

 

Páll Bjarnason frá Verkfræðistofu Suðurlands lagði fram drög að lokaskýrslu varðandi Selfossvirkjun. Stefnt er að því að endanleg skýrsla liggi fyrir um miðjan ágúst og verði þá kynnt bæjarstjórn og gerð opinber.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:21

 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Tómas Ellert Tómasson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Jón Tryggvi Guðmundsson

 

Andrés Rúnar Ingason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica