37. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
37. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 4. júlí 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 07:00.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista.
Dagskrá:
1. |
1206171 - Aðveituæð hitaveitu frá Þorleifskoti að miðlunartanki |
|
Stjórnin samþykkir að flýta framkvæmdum við nýja aðveitulögn hitaveitu frá Þorleifskoti að miðlunartanki. Í fjárhagsáætlun ársins 2012 er reiknað með 25 milljónum til verksins og 25 milljónum 2013, en í ljósi niðurstaðna af borun ÞK-17, sem ekki skilaði þeim árangri sem vonast var til, og til þess að tryggja rekstraröryggi hitaveitunnar, er óskað eftir aukafjárveitingu til verksins á árinu 2012. |
||
|
||
2. |
1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012 |
|
Liður 2. Stjórnin þakkar ábendinguna og mun leitast við að lóðir sveitarfélagsins séu almennt vel hirtar. Liður 5. Stjórnin hefur þegar ákveðið að vera í nánara samstarfi við framkvæmdaaðila í sveitarfélaginu, sbr. bókun frá 35. fundi stjórnar. Liður 8. Stjórnin þakkar ábendinguna en telur að almennt séu umferðarmerkingar í góðu lagi í sveitarfélaginu. |
||
|
||
3. |
0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar |
|
Formanni stjórnar og umsjónarmanni fasteigna er falið að koma með tillögu að lokafrágangi Björgunarmiðstöðvar fyrir næsta fund. |
||
|
||
4. |
1202273 - Umhverfisverkefni sumarið 2012 |
|
Farið var yfir stöðu umhverfismála í sveitarfélaginu. Stjórnin felur umsjónarmanni umhverfis- og framkvæmda að velja fallegustu götu, fyrirtæki og garð í samvinnu við hverfisráðin. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:23
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
Andrés Rúnar Ingason |